Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 24
Skákar einhver van PerSie? 24 Sport 18. apríl 2012 Miðvikudagur Wilshere niðurbrotinn Miðjumaðurinn ungi hjá Arsenal, Jack Wilshere, hefur verið meiddur allt tímabilið og mun ekki ná að jafna sig fyrir EM í sumar. Hann seg- ist á Twitter-síðu sinni vera niðurbrotinn maður eftir að hafa fengið fréttirnar. „Þetta tímabil hefur verið erfitt fyrir mig andlega. Þetta verður erfitt þar til ég kemst aftur út á völlinn. Ökklinn er ágætur en ég er bara búinn að vera frá svo lengi að ég mun ekki ná að koma mér í form fyrir Evrópumeistaramótið. Ég á varla orð til að lýsa því hversu svekktur ég er, en vonandi gengur strákunum allt í haginn,“ segir Jack Wil- shere. Óánægður á bekknum Andy Carroll, framherja Liverpool, finnst hann hafa eytt of miklum tíma á bekknum eftir komu sína til Liverpool. „Ég hef þá trú á sjálfum mér að ef ég fæ að spila leikina þá muni ég skora,“ sagði hann í viðtali við fréttamenn eftir bikar- sigurinn á Everton. „Ég get ekki skorað mörk ef ég er alltaf á bekknum og kem bara inn þegar tíu mínútur eru eftir af leikjunum. Það sem ég vil er að byrja leikina og spila þá eins vel og ég get. Þegar maður fær svona lítið að spila þá minnkar sjálfs- traustið hjá manni,“ segir Carroll sem hefur þó fengið mun meiri spilatíma að undanförnu. Ákveður framtíðina sjálfur Lewis Hamilton fer vel af stað á nýju tímabili í For- múlunni en hann hefur lokið fyrstu þremur keppnunum í þriðja sæti. Þrálátur orðróm- ur hefur verið á kreiki þess efnis að hann ætli að yfirgefa McLaren fyrir Ferrari eða Red Bull sér í lagi þar sem hann hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við McLaren. „Það er enginn að fara að lokka mig. Það þarf enginn að reyna það einu sinni. Það ákveður enginn nema ég hvert næsta skref mitt verður. Nú gengur mér ágætlega á brautinni og vil einbeita mér að kappakstr- inum. Hvað gerist svo kemur bara í ljós,“ segir Ham ilton í viðtali við Telegraph. n Sex tilnefndir sem leikmaður ársins n Hvað hafa þeir gert? Wayne Rooney Manchester United Þjóðerni: Enskur Aldur: 26 ára Staða: Framherji Leikir: 30 Mörk: 24 Stoðsendingar: 4 n Enski landsliðsframherjinn byrjaði tímabilið vel en eftir fíaskóið í Svartfjallalandi átti Rooney erfitt uppdráttar í október og nóvember. Síðan þá hefur hann aftur á móti verið óstöðvandi og með fulltingi hans hefur United hrifsað toppsætið af milljarðaliði Manchester City. Rooney hefur róast mikið og ekki enn fengið gult spjald eftir atvikið gegn Svartfjallalandi. Hann beitir kraftinum í staðinn í það að skora mörk. Hann hefur komið að 28 mörkum United á tímabilinu og enn fleirum með þriðju síðustu sendingunni sem hann hefur fullkomnað á tímabilinu. Robin van Persie Arsenal Þjóðerni: Hollenskur Aldur: 28 ára Staða: Framherji Leikir: 34 Mörk: 27 Stoðsendingar: 10 n Það þarf ansi mikið að gerast svo Hollendingurinn Robin van Persie verði ekki valinn besti leikmaður tímabilsins. Persie gjörsamlega bar Arsenal-liðið á herðunum drjúgan hluta tímabilsins og hefði ekki verið fyrir mörkin hans væri Arsenal líklega að berjast um sæti í Evrópudeildinni en ekki Meistaradeildinni. Aðeins hefur dregið úr marka- skorun Persie að undanförnu en það var nú líka kominn tími til að aðrir færu að leggja í púkkið hjá liðinu. Með tíu stoðsendingum sínum hefur Persie komið að 37 mörkum hjá Arsenal á tímabilinu og einfaldlega verið bestur. Sergio Aguero Manchester City Þjóðerni: Argentínskur Aldur: 23 ára Staða: Framherji Leikir: 30 Mörk: 21 Stoðsendingar: 7 n Argentínumaðurinn stendur heldur betur undir kaup- verðinu. Hann er orðinn það mikilvægur fyrir Manchester City að sóknarleikur liðsins er oft hægur og fyrirsjáanlegur þegar hann er ekki með. Það ræður nær enginn varnar- maður við kraft, tækni og útsjónarsemi Aguero þegar hann er heill en Mancini hefur aðeins verið að nota hann meiddan að undanförnu. Hann er búinn að skora 21 mark og gefa 7 stoðsendingar og koma þannig að 28 mörkum hjá City. Hann hefur ekki verið jafnafgerandi og Rooney og Persie en á svo sannarlega heima á listanum. David Silva Manchester City Þjóðerni: Spænskur Aldur: 26 ára Staða: Miðjumaður Leikir: 32 Mörk: 6 Stoðsendingar: 13 n Það hefur slokknað rækilega á spænska undrinu David Silva eftir áramót. Hann virðist þreyttur eftir að Mancini lét hann spila nánast hverja einustu mínútu fyrir jól. Hann var þó allra manna bestur fyrri hluta tímabilsins og var hreinlega óstöðvandi. Silva skoraði sex mörk og gaf þrettán stoðsendingar en þær tölur ná tæplega að lýsa þeim gæðum sem Silva sýndi inni á vellinum fyrri hluta móts. Hann á enga möguleika á að verða valinn sá besti á þessu tímabili en hann á fyllilega skilið að vera á meðal þeirra sex bestu. Joe Hart Manchester City Þjóðerni: Enskur Aldur: 24 ára Staða: Markvörður Leikir: 34 Varin skot: 90 Hlutfallsmarkvarsla: 76 prósent Haldið hreinu: 14 n Markvörður hefur ekki verið valinn sá besti í ensku úrvalsdeildinni síðan 1978 þegar Peter Shilton bar af í liði Nottingham Forest. Því miður á Hart líklega engan séns í Persie í ár en enski landsliðsmarkvörðurinn á það þó svo sannarlega skilið. Hart er búinn að vera frábær á tímabilinu og hefur haldið hreinu oftast allra markvarða. Hann hefur haft góða vörn fyrir framan sig og því ekki fengið jafnmörg skot á sig og aðrir markverðir til dæmis í botnbaráttunni en hann hefur þó hlutfallslega varið flest skot allra í ensku úrvalsdeildinni. Scott Parker Tottenham Þjóðerni: Enskur Aldur: 31 árs Staða: Miðjumaður Leikir: 27 Stoðsendingar: 1 Tæklingar unnar: 104 n Steli Parker titlinum verður hann annar leikmaður Tottenham í röð sem valinn er bestur af leikmönnum deildarinnar en Gareth Bale fékk þessi verðlaun í fyrra. Parker flutti sig til Tottenham fyrir tímabilið og hefur þar sýnt og sannað að hann á heima í toppliði. Óeigingjörn vinna hans í skítverkunum inni á miðjunni en einstök og til fyrirmyndar. Hann er með flestar unnar tæklingar á tímabilinu og skilar boltanum vel frá sér. Parker verður nú ekki valinn sá besti á tímabilinu en hann er aftur á móti eini hreinræktaði miðjumaðurinn á listanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.