Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Qupperneq 4
N ei, engin áhrif,“ segir Lár- us Ástmar Hannesson, for- seti bæjarstjórnar í Stykk- ishólmi, um það hvort viðskiptasaga forsvars- manna einkahlutafélagsins Gistivers ehf., sem festi kaup á hinu sögufræga Egilsen-húsi síðastliðið haust, hafi haft áhrif á ákvörðun meirihluta bæj- arstjórnar um að selja félaginu húsið. Eins og fram kom í miðvikudagsblaði DV festi einkahlutafélagið Gistiver ehf. kaup á Egilsen-húsinu í Stykk- ishólmi. Hreiðar Már Sigurðsson er eini prókúruhafi félagsins og stjórn- ar því í raun öllum gerningum þess, en enginn situr í stjórn félagsins. Gistiver ehf. keypti húsið með það að augnamiði að starfrækja þar hótel. Nýverið hóf svo Hótel Egilsen starf- semi sína í húsinu. Hótelstjóri þar er Gréta Sigurðardóttir, móðir Hreiðars Más. Hún hafði því mikla hagsmuni af því að bærinn ákvað að selja Gisti- veri ehf. Egilsen-húsið. Gréta er einnig stofnandi Gistivers ehf. Náskyld Svo vill til að Gréta og Lárus tengjast nánum fjölskylduböndum. „Já, já, við erum náskyld,“ segir Lárus í samtali við DV en þau Gréta eru systkinabörn. Lárus sá hins vegar ekki ástæðu til að víkja sæti við afgreiðslu málsins á sín- um tíma. „Nei, nei. Þetta er lítið samfé- lag. Það kemur oft eitthvað svona upp.“ Aðspurður hvort hann hafi ekki horft til stjórnsýslulaganna þegar hann tók ákvörðun um að afgreiða málið í stað þess að sitja hjá segir Lárus: „Af því að við erum systkinabörn? Nei, nei, það er orðið svolítið langt í burtu. Lít- ill skyldleiki – þannig.“ Stjórnsýslulög- in eru hins vegar alveg skýr um þetta efni. Samkvæmt fyrstu grein þeirra taka þau til bæði stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Í þriðju grein er kveðið á um að starfsmaður eða nefndarmað- ur sé vanhæfur til meðferðar máls ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða annan lið til hliðar. Í orðun- um „öðrum lið til hliðar“ felst með- al annars að starfsmaður stjórnsýsl- unnar er vanhæfur til að afgreiða mál frændsystur sinnar. Í sveitarstjórn- arlögunum eru hins vegar gerðar vægari vanhæfiskröfur, þannig að ljóst er að afgreiðsla málsins fer ekki í bága við lög. Þeir starfsmenn bæjarins, sem DV ræddi við, voru ekki sáttir við þá af- greiðslu sem salan á húsinu fékk – sér- staklega með tilliti til náskyldleika for- manns bæjarstjórnar og hótelstjórans, Grétu Sigurðardóttur. Of lágt verð Bæjarfulltrúar minnihlutans í Stykk- ishólmi gagnrýndu söluferlið harð- lega á sínum tíma. Þeir vilja meina að málið hafi verið keyrt í gegn og af þeim sökum hafi alltof lágt verð fengist fyrir húsið. „Ég held að við hefðum getað fengið hærra verð fyrir húsið,“ segir Íris H. Sigurbjörnsdótt- ir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Stykkishólmi. Hún, ásamt öllum bæjarfulltrúum minnihlutans, gaf út yfirlýsingu á fundi bæjarstjórnar þann 29. ágúst í fyrra þess efnis að ranglega hefði verið staðið að sölu- ferli Egilsen-hússins. Í yfirlýsingunni kom fram að minnihlutinn hefði ekki fengið að taka þátt í ferlinu og hefði ítrekað verið hunsaður þegar hann reyndu að hafa áhrif á málið. Leyndarhjúpur Eins og fram kom í miðvikudags- blaði DV vildi Gréta ekkert um það segja hvernig uppbygging Hótel Eg- ilsen var fjármögnuð. „Þér kemur það bara ekki neitt við,“ sagði hún við blaðamann. Við nánari eftir- grennslan kom hins vegar í ljós að Gistiver ehf. er í eigu annars einka- hlutafélags, Valens ehf. Svo vill til að Arna Jóna Sigurjónsdóttir, eiginkona Hreiðars, á helmingshlut í því félagi á móti helmingshlut systur Hreiðars, Þórdísar. Þau mæðgin, Hreiðar og Gréta, hafa bæði verið sökuð um um- fangsmikla fjárglæpi. Gréta var á sínum tíma dæmd fyrir fjárdrátt og Hreiðar er til rannsóknar hjá sér- stökum saksóknara, grunaður um margs konar brot, meðal annars markaðsmisnotkun. Lárus lét, eins og fyrr segir, þessa viðskiptasögu ekki hafa nein áhrif á ákvörðun sína. „Þegar þú starfar fyrir bæj- arstjórn, en ekki einhvern rann- sóknaraðila, þá hefur þú engar forsendur til þess að dæma um það hvort einhver hafi gerst brot- legur á einn eða annan hátt,“ segir Lárus en bætir þó við: „Við vissum alveg nákvæmlega hverjir voru að kaupa þetta.“ Ögrar yfirvöldum n Hyggst reykja kannabisefni fyrir framan lögreglu og forsetann Ö rvar Geir Geirsson, talsmað- ur RVK Homegrown, samtaka sem vilja „afglæpun“ kannabis- neyslu, ætlar sér að mótmæla íslenskri löggjöf í málaflokknum með því að fasta í tíu daga frá og með næstu mánaðamótum. Í samtali við DV seg- ist Örvar vera að gera sig tilbúinn fyr- ir hungurmótmælin þessa dagana. „Ég er að undirbúa mig. Það er það sem maður er að gera núna, borða nóg af ávöxtum og annað slíkt. Með föstunni mun ég náttúrulega drekka vatn og síðan mun ég neyta hampfræja.“ Örvar ætlar að reykja 1/3 af grammi af kannabis fyrir framan opinberar byggingar í Reykjavík. „Ég mun byrja fyrir framan lögreglustöðina. Þar mun ég afhenda lögreglu- og blaðamönn- um lista yfir opinberar byggingar, í þeirri röð sem ég mun reykja fyrir framan næstu 10 dagana frá og með fyrsta.“ Örvar segist líklega enda við Bessa- staði. „Annars verður það fyrir fram- an Alþingishúsið eða í Alþingisgarðin- um, ég ætlaði að kveikja mér í þar, enda friðsamt og flott. Ég ætla einnig að mótmæla fyrir utan velferðarráðu- neytið, ríkissaksóknara og fleiri opin- berar stofnanir sem mér finnst þetta varða; réttindi, frelsi einstaklingsins og þessi lög hvað varðar kannabis.“ RVK Homegrown stóð fyrir mót- mælum bæði í ár og í fyrra þann 20. apríl, eða 4/20, sem er alþjóðlegur dagur kannabisreykinga. Fjölmenni mætti til að reykja kannabis á Austur- velli og segist Örvar gera ráð fyrir enn fleirum á næsta ári. Hópurinn tekur ekki afstöðu til annarra vímuefna en markmið hópsins er að stuðla að „af- glæpun“ kannabisefna. 4 Fréttir 27.–29. júlí 2012 Helgarblað Jónína á Beinni línu Jónína Benediktsdóttir situr fyrir svörum á Beinni línu í dag, föstu- dag, klukkan 13. Þar ætlar Jónína að ræða við lesendur um heilsu og hvernig má byggja sig upp fyrir veturinn auk annarra spurninga sem kunna að brenna á lesend- um DV.is. Jónína er menntaður íþróttafræðingur og hefur unnið mikið að heilsu landans og stað- ið fyrir Detox-meðferðum sem oft og tíðum hafa þótt umdeildar. Jónína hefur ávallt svarað gagn- rýnendum sínum fullum hálsi. Hún hefur einnig tekið virkan þátt í þjóðmálaumræðunni hérlendis undanfarið og hefur verið óhrædd við að gagnrýna það sem henni hefur þótt miður fara. Jónína gekk nýverið í Framsóknarflokkinn og segist stefna á pólitíska framtíð innan hans. Það ætti því að vera fjörug Bein lína og enginn ætti að missa af henni, en það eina sem lesendur DV.is þurfa að gera til að spyrja spurninga er að vera skráð- ir inn á Facebook og fara svo inn á dv.is/beinlina klukkan 13. Ekki glæpur Örvar Geir og RVK Homegrown líta ekki á neyslu kannabis- efna sem glæp. MyNd: RóbERt REyNissON Verðhækkanir á bílastæðum Bílastæðasjóður mun hækka verð á gjaldsvæðum 1, 2 og 4 í Reykja- vík mánudaginn 30. júlí. Að auki verða breytingar á gjaldskyldu- tíma á laugardögum á áðurnefnd- um svæðum. Eftir breytingarnar lengist gjaldskyldutími á laugardög- um úr klukkan 10–13 í klukkan 10–16. Verðhækkunin er umtals- verð en hún réttlætt með því að þetta sé fyrsta verðhækkunin frá árinu 2000. Á gjaldsvæði 1 mun klukkustundin kosta 225 krónur í stað 150 króna. Á svæðum 2 og 4 hækkar verðið úr 80 krónum í 120. Engin hækkun er á svæði 3 sem er ætlað sem langtímastæði. Frænkan fékk Egilsen-húsið n Söluferlið harðlega gagnrýnt n Segja húsið hafa farið á undirverði „Ég held að við hefðum getað fengið hærra verð fyrir húsið. Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is stjórnar ferðaþjónustuveldi Viðskiptasaga Hreiðars Más er skrautleg. selur ættingjum hús Lárus Hannesson er forstjóri bæjarstjórnar í Stykkishólmi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.