Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Side 8
björgólfur enn með ítök innan StraumS n Umboðsmaður Alþingis úrskurðaði foreldrum fatlaðs drengs í hag U mboðsmaður Alþingis hef- ur úrskurðað foreldrum fatl- aðs drengs sem sóttust eftir styrk til bílakaupa í hag. Úr- skurðarnefnd almannatrygginga synjaði árið 2010 foreldrum drengs- ins um aðstoð til kaupa á bíl, sér- útbúnum fyrir son hjónanna, en hann er bundinn hjólastól. Hafnaði nefndin hjónunum á grundvelli laga um félagslega aðstoð þar sem segir að líða verði fimm ár á milli styrkja en að víkja megi frá þeim skilyrðum ef bifreiðin eyðileggst. Hjónin höfðu þremur árum áður fengið milljón króna styrk til að kaupa bíl. Í úrskurði umboðsmanns kem- ur fram að hjónin hafi þá keypt bif- reið frá árinu 1999 og látið útbúa í hana hjólastólalyftu fyrir son sinn. Á tæplega þriggja ára tímabili var bíll- inn bilaður og ógangfær í um átján mánuði. Segir í úrskurði umboðs- manns að kostnaður við að gera við bifreiðina hafi verið langt um- fram verðmæti hans. Telur umboðs- maður að með höfnuninni hafi úr- skurðarnefnd almannatrygginga túlkað lögin þröngt og ekki í anda reglnanna. Tilgangur þeirra sé að tryggja réttindi fatlaðra. Úrskurðarnefndin taldi að undanþáguákvæði laganna ættu aðeins við þegar bíll skemmd- ist skyndilega, til að mynda við árekstur. Telur umboðsmaður að sú túlkun sé of þröng. Það er því niður- staða hans að rétt sé að umsókn- in verði tekin fyrir aftur. Þá kem- ur einnig fram að bifreiðin sem um ræðir hafi verið seld í partasölu fyrir 150 þúsund krónur. 8 Fréttir 27.–29. júlí 2012 Helgarblað Ekki í anda laganna Umboðsmaður Alþingis telur að úrskurðarnefnd almanna- trygginga hafi farið gegn anda laga um félagslega aðstoð með því að synja styrktarbeiðni foreldra fatlaðs drengs. Eiga rétt á styrk fyrir soninn S traumur fjárfestingarbanki hf. annaðist sölu á fyrirtækinu Plastprenti fyrir Framtaks- sjóð Íslands, en kaup Kvos- ar á Plastprenti hafa vakið harðar deilur. Heimildir DV herma að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi enn nokkur ítök innan Straums, meðal annars í gegnum suðurafríska félagið Standard Bank sem er meðal stærstu kröfuhafa bankans. Félag Björgólfs- feðga, Samson Global Holding, var stærsti hluthafi Straums fyrir hrun og Björgólfur Thor var stjórnarformað- ur bankans. Athygli vekur að leiðir Björgólfs Thors og Þorgeirs Baldurs- sonar, forstjóra Kvosar, hafa oft legið saman á síðustu árum en ekki er hægt að fullyrða að þessi tengsl hafi haft áhrif á söluferli Plastprents. Ævintýri í Austur-Evrópu Stutt er síðan Kvos fékk fimm millj- arða afskrifaða hjá Landsbankanum og Arion banka en jafnframt má nefna að Kvos, móðurfélag prentsmiðjunn- ar Odda, átti hlut í Plastprenti þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2009. Því eiga margir bágt með að skilja hvers vegna meirihluti stjórnar Framtakssjóðsins samþykkti kaupin. Þorgeir Baldursson settist í stjórn Landsbankans árið 2003 og sat þar fram að hruni bankans. Eins og flest- ir vita var Björgólfur Thor aðaleig- andi Landsbankans á þeim tíma. Athygli vekur að Björgólfur og Þorge- ir fjárfestu í sömu löndunum á útrás- arárunum. Í Búlgaríu átti Björgólfur fyrirtækið BTC en þar rak Oddi, fyrir- tæki Þorgeirs, prentsmiðjuna Delta+. Björgólfur Thor átti í viðamiklu fast- eignabraski víða um Austur-Evrópu, meðal annars í Rúmeníu en Kvos ehf. eignaðist stærstu prentsmiðjuna þar í landi árið 2006, fyrirtækið Info- press. Samstarfsmaður Björgólfs í Straumi Ekki er að sjá að núverandi stjórn- endur Landsbankans séu hliðholl- ir Þorgeiri Baldurssyni og Kvos, enda lagðist bankinn gegn kaupum Kvos- ar á Plastprenti. Talsmenn bankans útskýrðu afstöðuna á þá leið að ekki væri tilhlýðilegt að Kvos fengi að eign- ast Plastprent svo stuttu eftir að félag- ið hefði fengið milljarða króna afskrif- aða. Sigurgeir Guðlaugsson settist í stjórn Straums í fyrra en ráðningin vekur upp spurningar um það hvort Björgólfur sé enn viðriðinn félagið. Sigurgeir var náinn samstarfsmaður Björgólfs á árunum fyrir hrun. Hann stýrði samruna og yfirtökum Actav- is á árunum 2003 til 2006 og var um tíma framkvæmdastjóri tveggja félaga í eigu Björgólfs, annars vegar Novator Healthcare og hins vegar Novator Partners. Beðið ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarfor- maður Framtakssjóðs Íslands, hef- ur svarað gagnrýni á Plastprents- söluna á þá leið að stjórninni beri ekki „að setjast í siðferðilegt dóm- arasæti“ þegar teknar eru ákvarð- anir um sölu fyrirtækja. Til að taka þátt í söluferli Plastprents þurftu félög að sýna fram á 250 milljóna króna fjárfestingargetu. Kristþór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju og samkeppnisaðili Kvosar og Odda, hefur látið í ljósi efasemdir um að Kvos hafi getað uppfyllt þetta skil- yrði. Ekki hafa fengist skýr svör um uppfyllingu skilyrðanna frá Straumi en að sögn Þorgeirs Baldursson- ar hafa núverandi hluthafar Kvos- ar auk nýrra innlendra fjárfesta aflað þeirrar upphæðar. Hann seg- ir að ef allt gangi að óskum verði fjármunirnir notaðir til hlutafjár- aukningar í Plastprenti en áður en slíkt getur orðið þarf Samkeppn- iseftirlitið að staðfesta kaupin. Að sögn Péturs Þ. Óskarssonar, tals- manns Framtakssjóðs Íslands, gæti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þó dregist í nokkra mánuði og enn er óljóst hvort kaupin ganga í gegn. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Fyrirlesari frjálshyggjumanna: Keyrði banka á hausinn Fyrrverandi stjórnarformaður breska bankans Northern Rock, Matt Ridley, er staddur hér á landi á vegum Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt, RNH. Meðal stofnenda RNH eru með- limir Eimreiðarhópsins, boðbera frjálshyggjunnar hér á landi. Ridley flytur fyrirlestur sinn: Hvers vegna ég er bjartsýnn af skynsemisástæðum. Fyrirlestur- inn byggir á bók hans um skyn- sama bjartsýnismanninn sem kom út árið 2010 (e. The Rational Optimist: How Prosperity Evol- ves). Frægastur er Northern Rock fyrir að hafa árið 2007 orðið fyrsti breski bankinn í 150 ár sem féll undan bankaáhlaupi. Breska ríkissjónvarpið segir í frétt sinni af skýrslutöku af Ridley fyrir breska þingið að hann hafi verið grillaður af nefndinni. Ridley varði gjörðir bankans sem og viðskiptamódel bankans. hann sagði greiðslufallið tilkomið vegna ófyrirsjáanlega breytinga á fjármálamarkaði. Seðlabanki Bretlands varaði í janúar 2007 banka við yfirvofandi kulda á lánamörkuðum. Fyrir nefndinni viðurkenndi Ridley að hafa séð þær viðvaranir. „Við vorum óundirbúin og næstum enginn sá hvað var í vændum. Þeir sem sáu hvað var í vændum voru ekki í aðstöðu til að vara alla aðra við,“ sagði Ridley í viðtali við Journal í Newcastle um hvers vegna Northern Rock féll árið 2010, sama ár og bók hans um skynsama bjartsýnis- manninn kom út. Breskir skatt- greiðendur lögðu árið 2007 fram 271 milljarð króna til bjargar bankanum. Breska blaðið The Guardian hefur af þessum sökum efast um hversu skynsöm bjart- sýni Ridleys geti talist. Bresk- ir skattgreiðendur töpuðu 78 milljörðum króna á bankanum sem nú er í eigu Virgin. Hvorki Háskóli Íslands né RNH telur ástæðu til að nefna störf Ridleys á bankamarkaði í fréttatilkynningu um komu hans. n Spurningar vakna um Björgólf Thor og umdeild kaup á Plastprenti Þorgeir Baldursson Þorgeir var stjórn- armaður í Landsbankanum þegar Björgólfur var aðaleigandi bankans. Björgólfur Thor Á útrásarárunum fjárfestu þeir Þorgeir á svipuðum slóðum en vart þarf að taka fram að Björgólfur var talsvert stórtækari í sínum viðskiptum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.