Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Page 16
„Mega ekki enda á götunni“ É g hef upplifað það að vera fá- tækur Íslendingur. En ég hef ekki verið haldin þeirri kennd að skammast mín – en nú á að niðurlægja mann. Óttinn, áhyggjurnar og vanlíðanin yfir því að vera á götunni með veikan son minn er engu lík.“ Svona lýsti Guðrún Mar- ía Óskarsdóttir, óvinnufær öryrki og einstæð móðir, tilfinningum sínum í viðtali við DV sem birtist þann 16. júlí síðastliðinn. Þann sama dag dró Hafnarfjarðarbær hana fyrir dóm og gerði þá kröfu að hún og sonur henn- ar yrðu borin út af heimili sínu vegna skuldar hennar við bæinn. Héraðs- dómur Reykjaness frestaði málinu, en það verður tekið fyrir á ný í sept- ember. Svo gæti farið að Guðrún og sonur hennar, sem hefur glímt við andleg veikindi um langa hríð, endi á götunni. Krafa Hafnarfjarðabæjar er studd þeim rökum, að Guðrún hafi stórlega vanefnt leigusamning sinn við bæ- inn, undirritaðan 1. júlí 2011. Þann samning segist Guðrún hvorki hafa séð né undirritað. Hún hefur hins vegar ekki efni á því að ráða sér lög- mann til aðstoðar og óttast því að lenda á götunni – þrátt fyrir að vera beitt lagalegu ranglæti. „Þeir ætla að rifta samningi sem ég hef aldrei undirritað – og komast líklega upp með það,“ sagði Guðrún í samtali við DV. Vill hjálpa til Óhætt er að segja að umfjöllun DV hafi vakið mikla athygli. Guðrún seg- ir í samtali við blaðamann að margir hafi haft samband við hana og lýst yfir stuðningi við baráttu hennar. „Ég grét á meðan ég las í gegnum viðtalið,“ segir Margrét Guðmunds- dóttir, innanhússarkitekt, kennari, og gamall Gaflari, sem fannst hún verða að aðstoða þessa hugrökku konu með einhverjum leiðum. Áður en hún las DV þann 16. júlí hafði hún aldrei heyrt á Guðrúnu minnst. Hún ákvað samt að hafa samband við hana. Margrét ákvað svo í kjöl- far samtals þeirra að hrinda af stað söfnun til styrktar Guðrúnu. Guðrún var, að eigin sögn, hrærð eftir að hafa fengið símtalið frá þessari ókunnugu konu. „Tilfinningar mínar tóku öll völd og ég grét og grét; að til væri fólk svo fullt af mannkærleika.“ Í tilkynningu sem Margrét afhenti blaðamanni kemur eftirfarandi fram: „Dokum við! Þarf ekki að fara bet- ur yfir þetta mál? Lesið viðtalið! Hver er ykkar skoðun? Getur t.d. 300.000 króna styrkur árið 2000 orðið að 1,6 milljóna króna skuld í janúar 2010? Hver hefur rétt á að breyta styrk í lán? Kæru landsmenn. Komum í veg fyrir að bæjaryfirvöld beri einstæða móður og veikan son hennar út af heimili sínu. Margt smátt gerir eitt stórt!“ Hver þúsundkall skiptir máli Að sögn Margrétar verður fljótlega opnuð fréttasíða á Facebook með upplýsingum um framgang máls- ins. Aðspurð hvort hún haldi að fólk muni taka vel í söfnunina segir Mar- grét: „Ég trúi ekki öðru. Ég hef trú á því að allt heiðarlegt og hugsandi finni hjá sér löngun til að leggja söfn- uninni lið. Hver þúsundkall skipt- ir máli. Mæðginin mega ekki enda á götunni.“ n Hafnarfjarðarbær vill bera út móður og veikan son n Ókunnug kona setur söfnun af stað Þeir sem vilja styrkja baráttu Guðrúnar geta lagt inn fjárframlög á eftirfarandi reikning: 526-14-405409 Kennitala: 170759-5409 Grét við lesturinn Margrét heldur hér á grein DV um Guðrúnu og handskrifaðri tilkynningu sem hún afhenti blaðamanni DV Dregin fyrir dóm Guðrún hefur ekki efni á að ráða sér lögfræðing. Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is 16 Fréttir 27.–29. júlí 2012 Helgarblað „Ég grét á meðan ég las í gegnum viðtalið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.