Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 6
Fleiri telja líf sitt dafna n Talsverður munur á milli ára F leiri Íslendingar telja líf sitt dafna frekar en að þeir eigi í meira basli en fyrir ári. Ríf- lega 60 prósent þjóðarinn- ar telja líf sitt dafna samkvæmt könnun Capacent Gallup. Á vef- síðu DataMarket hafa kannanir Capacent um lífsviðhorf fólks ver- ið teknar saman og þar kemur í ljós að Íslendingar eru almennt frekar á því núna að líf þeirra sé á uppleið en á síðasta ári. Rúmlega tvö pró- sent aðspurðra sögðu líf sitt vera í þrengingum. Samkvæmt könnun sem birt var 17. júlí í fyrra voru 55,6 prósent að- spurðar á því að líf þeirra væri að dafna á meðan 40,7 prósent töldu sig eiga í basli. Fyrir um tveimur vikum, 15. júlí, var hins vegar 61 prósent á því að líf þess dafnaði en 36,8 prósent að þau ættu í basli. Á sama tíma töldu um það bil 3,5 prósent sig vera í þrengingum. Til að finna tölur sem sýna að fleiri telji sig lifa við basl en að líf þeirra dafni þarf að fara aftur í október 2010, samkvæmt saman- tekt DataMarket. Þá töldu 47,8 pró- sent líf sitt dafna á meðan 48,2 pró- sent töldu sig vera í basli. Síðan þá hefur hlutfall þeirra sem telja að líf sitt dafni hækkað talsvert. Samantekt DataMarket á könnunum Capacent nær ekki lengra aftur en til loka maí árið 2010. Samanburðurinn nær því ekki aftur fyrir hrun. Hins vegar benda fyrstu tölurnar í samantekt- inni til þess að lífsmat Íslendinga hafi breyst til hins betra frá hrun- inu. adalsteinn@dv.is 6 Fréttir 1. ágúst 2012 Miðvikudagur Y oko Ono, ekkja Bítilsins sál- uga Johns Lennon, seig nið- ur í Þríhnúkagíg í Bláfjöllum á mánudaginn. Gígurinn er 150 metra djúpur og eru ferðamenn fluttir niður í hann í sér- stakri lyftu sem fest hefur verið ofan við gígopið. Þríhnúkagígur er eini gosgígurinn í heiminum sem hægt er að skoða með þessum hætti. Gígur- inn er vinsæll meðal erlendra ferða- manna og fyrirfólks sem kemur til Íslands, kvikmyndaleikarinn Tom Cruise seig til að mynda ofan í gíginn fyrr í sumar. Leynd yfir ferðinni Talsverð leynd hvíldi yfir komu hinn- ar 79 ára gömlu Yoko Ono í Þríhnúka- gíg og fylgdi nokkurt pukur ferðum hennar. Tæplega 20 manna hópur ferðamanna var við gíginn á sama tíma og hún síðdegis á mánudag. Allt var gert til að hinir ferðamennirn- ir yrðu ekki varir við fjöllistakonuna. Gljáfægð BMW-bifreið Ono kom ekki á bílastæðið við gíginn fyrr en eftir að hinir ferðamennirnir höfðu lagt upp í gönguna að búðunum við gíginn. Sömuleiðis kom hún ekki að sjálfum búðunum fyrr en aðrir ferðalangar voru komnir ofan í gíginn þannig að fáir yrðu varir við hana. Vernduð Ono Föruneyti Ono hreiðraði um sig í öðrum af tveimur vinnuskúrum sem mynda búðirnar við gíginn þar sem ferðamennirnir bíða eftir að verða fluttir niður í hollum. Einn af ís- lenskum starfsmönnum listakon- unnar vildi meina öðrum ferðalöng- um aðgang að þessum skúr þar sem hjálmar og annar öryggisbúnaður er geymdur svo þeir sæu ekki listakon- una. Þegar ferðamennirnir ætluðu að skila hjálmum sínum og öryggis- beltum inn í skúrinn eftir sigtúrinn sagði starfsmaður Yoko ólundar- lega: „Geta þeir ekki bara borðað kjötsúpuna með beltin á sér í hinum skúrnum?“ – fjallamennirnir sem skipuleggja skoðun Þríhnúkagígs kokka íslenska kjötsúpu ofan í gesti sína. Undrandi, en jafnframt af bestu getu, reyndu starfsmenn við gíginn að verða við þessum tiktúrum ís- lenskra starfsmanna stjörnunnar og tóku við öryggishjálmum og -beltum óbreyttu ferðamannanna fyrir utan skúr Yoko. Ein í skúr með súpu Einn erlendu ferðamannanna hafði hins vegar skilið bakpoka sinn eft- ir í vinnuskúrnum þar sem Yoko hélt til í leyni og fór inn í skúrinn við litla hrifningu starfsmannsins sam- viskusama. Svo vildi til að listakon- an heimsfræga sat þá næstum ofan á bakpoka ferðamannsins á bekk í skúrnum og þurfti hann því að koma hættulega nálægt henni til að fjar- lægja hann. Ferðamaðurinn kom hins vegar af fjöllum þegar honum var sagt að sjálf Yoko Ono hefði ver- ið inn í skúrnum enda bar hann ekki kennsl á leynigestinn. Honum fannst raunar, eftir á að hyggja, lítið til þess koma að hann hefði næstum feng- ið að snerta Yoko þegar hann fjar- lægði pjönkur sínar og kímdi yfir til- standinu í kringum hana. Ono var svo flutt að Þríhnúkagíg þegar starfs- menn hennar höfðu fullvissað sig um að aðrir óbreyttir gestir sætu að súpuáti í hinum skúrnum og að hún kæmist leiðar sinnar óáreitt. Ferðamennirnir héldu svo í burtu að bílastæðinu á meðan Yoko seig niður í gíginn. Blessunarlega varð nánast enginn var við Yoko – hernaðartæknin gekk upp. Þegar upp úr gígnum var komið var lista- konunni boðið upp á sömu íslensku kjötsúpuna og uppáhellinguna og hinum ferðamönnunum á ódekk- uðu borði. Hvort Yoko þáði kjöt- súpuna er ekki vitað en hún hefur þá miskunnarlega fengið að njóta hennar ein í skúrnum. BMW-bifreið Yoko stóð ein eftir á bílastæðinu í Bláfjöllum á meðan aðrir keyrðu í bæinn. Yoko ein í kjötsúpu n Skoðaði Þríhnúkagíg í leyni n Sérþarfir Bítlaekkju við náttúruperlu „Geta þeir ekki bara borðað kjötsúpuna með beltin á sér í hinum skúrnum? Sjónarspil Þríhnúka- gígur er mikil nátt- úruperla og skiljanlegt að Yoko hafi viljað berja hann augum. Breyting Það var síðast í október árið 2010 sem fleiri töldu sig eiga í basli en að líf þeirra dafnaði. Selja stóran hlut í TM Stoðir hf. hafa samið um sölu á 60 prósenta hlut í Tryggingamið- stöðinni hf. (TM) til hóps lífeyris- sjóða og annarra innlendra fjár- festa. Kaupendur eru meðal annars Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Stafir lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitar- félaga, Lífeyrissjóður Vestfirðinga, Sjóður 10 á vegum Íslandssjóða, auk fjárfesta á vegum VÍB – Eigna- stýringar Íslandsbanka, Virðingar og Auðar Capital. Í tilkynningu sem Stoðir sendu frá sér kemur fram að samningur- inn sem nú hefur verið undirrit- aður sé gerður með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. „Samn- ingsaðilar vænta þess að skilyrði samningsins verði uppfyllt inn- an fárra mánaða og að afhending eignarhlutarins geti þá átt sér stað. Engar breytingar eru áformaðar á rekstri TM og mun þessi samningur engin áhrif hafa á stöðu viðskipta- vina eða starfsmanna félagsins,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Stoðir munu eiga tæplega 40 pró- senta hlut í TM eftir viðskiptin. Vilja frjálsar handfæraveiðar Samtök íslenskra fiskimanna skora á stjórnvöld að efna kosn- ingaloforð sitt um frjálsar hand- færaveiðar. Þetta kemur fram í til- kynningu sem samtökin sendu frá sér á þriðjudag og er tilefnið aukn- ing á þorskkvóta næsta árs. „Í stað þess að velta fyrir sér aðferðum við að skipta örlitlum strandveiðipotti á milli landshluta er rétt að stíga skrefið til fulls og veita sjávarbyggðum og almenn- ingi í landinu aftur þann rétt að fá að róa til fiskjar með handfæri; sér og sínum til framfærslu. Skyn- samlegt og hagkvæmt er að veiða þennan aukna afla með vistvæn- um veiðarfærum, sem spara heil- mikinn gjaldeyri í formi minni eldsneytiskaupa og skapa mikla atvinnu í hinum dreifðu byggð- um,“ segir í áskorun fiskimanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.