Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 11
Fréttir 11Miðvikudagur 1. ágúst 2012 SÝKNAÐUR EN FÆR EKKI AÐ FARA HEIM n Brynjar sýknaður en þarf að bíða eftir að áfrýjun verði tekin fyrir n Í haldi í ár vegna meints fíkniefnabrots Klong Prem fangelsið Brynjar dvelur í Klong Prem fangelsinu, en það er öryggisfangelsi í Bangkok á Taílandi, auk þess að vera eitt stærsta fangelsi landsins. Þar geta dvalið allt að tuttugu þúsund fangar og gæsluvarða- haldsfangar. Þetta fangelsi hýsir einnig konur. Fangar sem þar dvelja hafa hlotið dóm sem nemur minna en 25 árum. Þetta er einnig meðferðarheimili, en allir sem dæmdir eru fyrir vörslu fíkniefna verða að undirgangast fíkniefnameð- ferð. Fjölmargir fangar dvelja í hverjum klefa, en engin rúm eru í fangelsinu og þurfa þeir því að sofa á beru steingólfi. Hart tekið á fíkniefnamálum Taílensk yfirvöld hafa í rúman áratug háð stríð við fíkniefnaheiminn og tekið mjög hart á fíkniefnamálum. Í Suðaustur-Asíu fer fram mikil fíkniefna- framleiðsla og vilja yfirvöld í ríkjunum á svæðinu uppræta hana. Lögum samkvæmt geta einstaklingar í Taílandi búist við dauðadómi verði þeir handteknir með mikið af fíkniefnum ætluðum til sölu. Enginn hefur þó verið dæmdur til dauða fyrir slíkt síðan 2004, eftir því sem DV kemst næst. Taílensk yfirvöld taka að auki mjög hart á útlendingum sem handteknir eru fyrir glæpi þar í landi, jafnvel enn harðar en á sínum eigin ríkisborgurum. Dularfull fortíð Nubos skoðuð Þ etta er í sjálfu sér ágæt lending,“ segir Halldór Jó­ hannsson, umboðsmaður Huang Nubos, um ákvörðun sem tekin var á ríkisstjórnar­ fundi á þriðjudag. Ákveðið var að skipa samráðshóp ráðherra og ráðuneyta um málefni Grímsstaða á Fjöllum. „Ég held það sé bara jákvætt að ráðherrar og starfsmenn ráðuneytanna kynni sér málin vandlega,“ sagði Halldór. Samráðshópur um Grímsstaði Í samtali við fjölmiðla eftir ríkisstjórn­ arfundinn á þriðjudag sagði Ögmund­ ur Jónasson innanríkisráðherra að ánægjulegt væri að engar óafturkræf­ ar ákvarðanir hefðu verið teknar um fyrirhuguð áform Huang Nubos um uppbyggingu á Grímsstöðum á Fjöll­ um. „Nú förum við bara efnislega yfir það sem vitað er um málið og gröf­ umst eftir öðru. Svo komumst við að sameiginlegri niðurstöðu,“ sagði Ög­ mundur. Aðspurður hvenær niður­ stöður samráðshópsins eiga að liggja fyrir sagði hann: „Það eru engin tíma­ mörk sett í þessu efni, það sem máli skiptir er að niðurstaðan verði far­ sæl.“ Að hans sögn mun lokaafstaða ríkisstjórnarinnar ráðast af niðurstöð­ um hópsins. Ögmundur hefur ekki lesið drög að leigusamningnum sem unnið er að þessa dagana, en hann hefur hins vegar fylgst með yfirlýsing­ um sveitarstjórnarmanna á Norðaust­ urlandi. Nýlega talaði hann til þeirra í samtali við DV: „Ég held að sveitar­ stjórnarmönnum á Norðausturlandi sé hollt að hugsa til þess að þetta mál kemur þeim ekki einum við heldur landsmönnum öllum.“ Ögmundur kynni sér gögnin Umboðsmaður Nubos er ósáttur við vinnulag Ögmundar í málefnum Hu­ ang Nubos. „Maður hlýtur að setja spurningarmerki við ummæli ráð­ herra sem hefur ekki lagt sig fram við að kynna sér málið. Það getur varla talist góð stjórnsýsla,“ sagði hann. Hall­ dór er hissa á tortryggni innanríkis­ ráðherra í garð Kínverjans og segir Ög­ mund ekki hafa kynnt sér nægilega þau gögn sem honum hafa verið færð. Þá blæs Halldór einnig á málflutn­ ing innanríkisráðherra um að áform Nubos tengist heimsvaldastefnu Kín­ verja. „Ég sé ekki neitt sem réttlætir slíkan málflutning,“ segir hann. „Kína er Kína“ Bent hefur verið á tengsl Huang Nu­ bos við kínverska kommúnistaflokk­ inn sem er alræmdur fyrir mann­ réttindabrot og alræðistilburði. „Menn þurfa að vera vel tengdir til að stunda viðskipti. Það á bæði við í Kína og á Íslandi,“ segir Halldór. „Kína er Kína. Þar er ákveðið stjórn­ kerfi sem menn verða að beygja sig undir og vinna með.“ Hann vísar því alfarið á bug að nokkur tengsl séu milli áforma Nubos og olíuleitar á Drekasvæðinu. „Hér er bara verið að blanda saman eplum og appelsín­ um,“ segir hann. Halldór Jóhanns­ son hefur ekki áhyggjur af því að samráðshópurinn vinni án tíma­ marka og segist ekki trúa því að mál­ ið verði látið daga uppi í ráðuneytun­ um. „Það eru náttúrulega allir orðnir þreyttir á þessu. Þetta mál hefur ver­ ið blásið óþarflega upp,“ segir hann. Viðskiptaburðir og veðsetning Í pistli Sigrúnar Davíðsdóttur í Spegl­ inum þann 17. júlí benti hún á að Hu­ ang hefur engin erlend umsvif á fer­ ilskrá sinni sem staðfesta að hann hafi fé og hæfileika til að framkvæma yfirlýstar áætlanir sínar á Íslandi. Í pistlinum segir meðal annars að byggingaframkvæmdir hans í Banda­ ríkjunum hafi ekki orðið að veruleika vegna fjárskorts í kreppunni að sögn framkvæmdastjóra verkefnisins. Jafn­ framt liggi aðrar framkvæmdir þar í láginni. „Á vefsíðu Frumkvöðlaklúbbs Peking­háskóla er síða um Huang. Þar eru aðeins rakin kínversk umsvif hans, engin erlend umsvif nefnd þó ýms­ ir aðrir klúbbmeðlimir flíki erlendum umsvifum sínum,“ segir Sigrún. Í þættinum var nokkru síðar rætt við Halldór Berg Harðarson sem bú­ settur er í Kína og hefur kynnt sér ferðaþjónustu Huang Nubos í þaula. Hann segir að ferðaþjónusta Nu­ bos í Kína gangi aðallega út á að selja aðgang að þorpum sem Nubo hef­ ur einkaleyfi til að nýta í 20 ár. Hall­ dór heldur því fram að Huang hyggist styðjast við sama viðskiptamódelið á Grímsstöðum. Lára Hanna Einarsdóttir, fyrr­ verandi starfsmaður á Ríkisútvarp­ inu, fjallaði nýlega um ferðamanna­ þjónustu Huang Nubos í Tennessee í Bandaríkjunum. Hún segist hafa haft samband við matsmann fasteigna í Benton County sem hafi tjáð henni að svæði Nubos hefði staðið autt í nokkurn tíma. Þar væru fjórir ferkíló­ metrar af ruddum skógi og ekkert vitað um áætlanir eigandans. Á vef Láru Hönnu eru einnig birt skjáskot af bandarískum fasteignavef en upp­ lýsingarnar benda til þess að Nubo hafi hagnast á veðsetningu jarðeigna vestanhafs. Skoða trúverðugleika fjárfest- isins „Ég hef látið bloggsíðurnar eiga sig,“ segir Halldór Jóhannsson um skrif Láru Hönnu. Hann segist ekki hafa kynnt sér viðskiptafortíð Nubos til hlítar en fullyrðir að umsvif hans í Bandaríkjunum sé alls óskyld áform­ um hans á Íslandi. „Það er engin ástæða til að blanda þessum málum saman. Það sem snýr að Íslandi er með tímaramma og það á að ganga hratt fyrir sig.“ Þá segir hann ómögu­ legt fyrir Nubo að veðsetja land sem hann á ekki. „Hann getur kannski veðsett húsin, en ekki landið,“ segir Halldór. Að sögn Ögmundar hefur ekki enn verið ákveðið hverjar áherslur samráðshópsins verða, en hann seg­ ir að viðskiptaburðir Nubos sé eitt af því sem litið verði til. „Við eigum eft­ ir að hittast og fara yfir með hvaða hætti við nálgumst þessi mál,“ segir Ögmundur og bætir við: „En þegar menn eru að skipuleggja sig fram í tímann, hugsanlega á örlagarík­ an hátt, þá verða áformin að byggja á traustum forsendum. Þar á meðal hljóta menn að skoða trúverðugleika þeirra aðila sem að málinu koma.“ Á vefsíðu iðnaðarráðuneytisins kemur fram að samráðshópurinn muni sérstaklega kanna mögulegar skuldbindingar ríkisins og sveitarfé­ laga vegna áforma Nubos. Samráðs­ hópurinn verður skipaður fulltrúum frá iðnaðarráðuneyti, fjármálaráðu­ neyti, innanríkisráðuneyti, sjávar­ útvegs­ og landbúnaðarráðuneyti, umhverfisráðuneyti og utanríkis­ ráðuneyti. Segir í tilkynningu iðnað­ arráðuneytisins að mikilvægt sé að fjárhag umræddra sveitarfélaga verði ekki stefnt í hættu ef ekkert yrði úr fyrirhugaðri uppbyggingu. n Ríkisstjórnin skipar hóp um málefni Grímsstaða á Fjöllum Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is „Menn þurfa að vera vel tengdir til að stunda viðskipti. Það á bæði við í Kína og á Ís- landi. Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra er tortrygginn gagnvart áformum Huang Nubos og grunar að þau séu liður í heimsvaldastefnu Kínverja. Huang Nubo Kínverski fjárfestirinn á umdeilda viðskiptafortíð að baki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.