Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 12
Áttu sinn þÁtt í lokun heimilisins Annþór og Börkur fyrir dómara n Grunaðir um að hafa banað samfanga sínum á Litla-Hrauni A nnþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru færð- ir fyrir dómara á Selfossi á þriðjudag. Viðbúnaður lög- reglu á staðnum var talsverður þegar tvímenningarnir voru fluttir í dómsal í lögreglufylgd. Annþór og Börkur eru grunaðir um að hafa orðið samfanga sínum, Sigurði Hólm Sigurðssyni, að bana en hann lést á Litla-Hrauni þann 17. maí síðastliðinn. Báðir eru þeir þekktir ofbeldismenn með langan sakaferil að baki. Vegna rann- sóknarhagsmuna hefur ekki verið greint frá því hvers vegna þeir voru fluttir fyrir dómara. Samkvæmt heimildum DV eiga Annþór og Börkur að hafa ráð- ist á Sigurð vegna ágreinings sem kom upp vegna bifreiðar sem þeir sökuðu Sigurð um að hafa stolið. Bifreiðin var í eigu þriðja aðila. Sigurður hafði nýlega verið fluttur í sömu byggingu og Annþór og Börkur voru vistaðir í. Á upptöku úr öryggismynda- vélum sem staðsettar eru á fanga- gangi sést hvar Annþór og Börk- ur fara inn í fangaklefa Sigurðar nokkru áður en hann lést. Meint árás náðist þó ekki á upptöku. Samkvæmt heimildum DV veittu þeir Sigurði nokkur högg sem talið er að hafi leitt hann til dauða. Bráðabirgðaniðurstöður krufn- ingar benda til að Sigurður hafi lát- ist af völdum innvortis blæðinga. Mikil sorg ríkir á meðal fanga og starfsfólks Litla-Hrauns vegna atburðarins. „Hann var gæða- blóð sem skaðaði aldrei annan en sjálfan sig,“ sagði fangi um Sigurð í samtali við DV í vor. Fanginn vildi meina að vegna ótta við Annþór og Börk hefði Sigurður leynt áverkum sínum og borið þjáningar sínar eft- ir árásina í hljóði. 12 Fréttir Leiddir fyrir dómara Meðfylgjandi mynd er frá því þegar Annþór og Börkur voru leiddir fyrir dómara í kjölfar handtöku í undirheimarassíu lögreglunnar í vetur. Mynd SiGtryGGur Ari Meintur tóbaks- þjófur gómaður Rétt eftir klukkan tvö aðfaranótt þriðjudags var tilkynnt um innbrot í söluturn við Dalshraun í Hafnar- firði. Að sögn lögreglu er talið að innbrotsþjófurinn hafi haft nokkurt magn af tóbaki á brott með sér. Meintur innbrotsþjófur var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu lögreglu í þágu rannsóknar málsins. Nokkur mál komu til kasta lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt þriðjudags en nóttin var þó tiltölulega róleg að mestu leyti. Tilkynnt var um rúðubrot í Rimaskóla. Búið var að fara inn en engu virðist hafa verið stolið. Um hálftvöleytið var svo bifreið stöðvuð í Breiðholti og ökumaður hennar handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni sýna- og upplýsingatöku.  Seldi fíkniefni og var handtek- inn Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og töluverður erill var í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina. Nokkuð var um kvart- anir vegna hávaða bæði frá fólki og ferfætlingum.  Tvö fíkniefnamál komu upp um helgina og var í öðru þeirra um að ræða sölu fíkniefna. Karl- maður um þrítugt var handtek- inn aðfaranótt laugardags og í framhaldi af því var farið í húsleit á heimili mannsins. Við leit fund- ust á milli 60 og 70 grömm af am- fetamíni og nokkuð af peningum, sem grunur leikur á að sé af- rakstur fíkniefnasölu. Viðurkenndi maðurinn að hafa stundað sölu fíkniefna og telst málið að mestu upplýst.  Í hinu tilvikinu var maður á þrítugsaldri, sem kom með Herj- ólfi til Vestmannaeyja, stöðvað- ur eftir að fíkniefnaleitarhundur- inn Luna merkti fíkniefnalykt af manninum og við leit á honum fannst lítilræði af kannabisefn- um, sem hann viðurkenndi að eiga. Málið telst upplýst.   Eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið. Að morgni 29. júlí var lögreglu til- kynnt um að reynt hefði verið að spenna upp glugga á veitingahús- inu Café María. Ekki var að sjá að farið hefði verið inn á stað- inn. Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem hafa ein- hverjar upplýsingar um það eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við lögreglu. „Þar sem fram undan er Þjóð- hátíð með öllu því tilstandi sem henni fylgir, vill lögreglan minna foreldra og forráðamenn barna á útivistareglurnar, en þær eru í gildi um Þjóðhátíð sem aðra daga ársins. Einnig vill lögreglan minna ökumenn á að fara varlega í umferðinni þar sem töluverður fjöldi gangandi vegfarenda verð- ur á götum bæjarins yfir hátíðina,“ segir í dagbók lögreglunnar í Vest- mannaeyjum. Í mánudagsblaði DV var greint frá illri meðferð á börnum á barna- heimili á Hjalteyri við Eyjafjörð á áttunda áratugnum. Heimil- ið ráku hjón úr Hvítasunnukirkj- unni, Einar Gíslason og Beverly Sue Dögg Gíslason. Þau eru enn á lífi og stofnsettu fyrir nokkrum árum barnaheimili í Garðabæ sem nú hef- ur verið lokað. Í blaðinu lýstu fyrrum vistbörn frá Hjalteyri miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi á heimilinu. Jón Hlífar Guðfinnuson hefur lagt fram kæru á hendur hjónunum og Reynir Ragnarsson hyggst einnig leita rétt- ar síns. Árið 1977 hafði barna- verndarnefnd Akureyrar gert athugasemdir við starfsemi Hjalt- eyrarheimilisins og upp úr því tók að halla undan fæti hjá hjónunum Einari og Beverly. Ári síðar fluttu mæðgurnar Dana Jóhannsdóttir og Eva Hauksdóttir til Hjalteyrar, þegar Dana var rúmlega þrítug og Eva 11 ára. Þær grunaði snemma að ekki væri allt með felldu á barnaheimil- inu í Richardshúsi en þá voru aðeins þrjú börn eftir á heimilinu. Þegar Eva hafði greint móður sinni frá ömur- legum aðstæðum barnanna á Hjalt- eyrarheimilinu tók sú eldri til sinna ráða og átti að sögn þátt í því að heimilinu var lokað skömmu síðar. Rétt er að taka fram að Eva var sjálf ekki vistuð á Hjalteyrarheimilinu en gekk í skóla með börnum sem þar voru vistuð. Híbýli djöfulsins „Ég var alltaf að hvetja Evu til að bjóða krökkunum úr Richardshúsi heim með sér. En þau máttu það ekki og máttu ekki fara inn á neitt heim- ili í þorpinu, því þar bjó djöfullinn, var þeim sagt,“ segir Dana sem var heimavinnandi á þessum tíma og fylgdist því vel með bæjarlífinu. Dæt- ur Dönu sögðu henni frá vanlíðan barnanna af Hjalteyrarheimilinu, gríðarhörðum aga og ofbeldi, jafnt líkamlegu sem andlegu. Einn daginn ákvað Dana að fara sjálf á stúfana og tala við tvö barn- anna af heimilinu, strák og stúlku, er þau voru á leið heim úr skóla. „Ég mun aldrei gleyma þessari stund því þau voru gjörsamlega miður sín bæði tvö.“ Sögðu börnin Dönu allt af létta um heimilislífið hjá Einari og Beverly og upp frá því var Dana staðráðin í að sjá til þess að heimil- inu yrði lokað. Hún tók sig til og hr- ingdi í fósturföður stráksins, sem bjó í Grindavík, og greindi honum frá stöðu mála. Hann þakkaði Dönu kærlega og sótti piltinn skömmu síðar á Hjalteyri. Móður stúlkunnar hafði átt í vandræðum með áfengi og leitað hjálpar hjá Hvítasunnukirkj- unni en ekki leið á löngu uns hún stúlkan hafði einnig verið sótt. Hótaði að fara í blöðin Dana rifjar upp mikla þöggun sem ríkti í kringum heimilið. Hún segir að aðstæður barnanna hafi verið vel þekktar í þorpinu en fáir hafi lagt í að reyna að hrófla við starfsemi þess. Til að mynda hafi presturinn á Hjalteyri, sem jafnframt var formaður barna- verndarnefndar í hreppnum, hrein- lega litið framhjá vandanum til að byrja með. „Ég hótaði alltaf blöðun- um,“ segir Dana og þá fyrst hafi ver- ið hlustað. Þegar Dana leitaði til Jóns Björns- sonar, sem var félagsmálafulltrúi Ak- ureyrarbæjar um tíma, fékk barátta hennar hljómgrunn. Jóni höfðu ít- rekað borist kvartanir vegna Hjalt- eyrarheimilisins og að undirlagi hans gerði barnaverndarnefnd á Ak- ureyri athugasemdir við starfsemina. „Aftan úr fortíðinni“ Jón Björnsson steig létt til jarð- ar í samtali við DV og vildi tjá sig af „varkárni“ um barnaheimil- ið á Hjalteyri. „Ég fer ekki að fjalla um einhver einstök mál. Ég má það í rauninni ekki þó ég sé löngu hættur í þessu starfi, og finnst svo- lítið óheppilegt að tjá mig um það núna.“ Jón segir rétt að hjónin Einar og Beverly, sem ráku heimilið, hefðu viljað reka það lengur. Komið var í veg fyrir það. „Okkur fannst þetta ekki vera rétt úrræði fyrir börnin og beittum okkur fyrir því að heim- ilinu yrði lokað.“ Hann segir ofsagt að fjöldi kvartana hafi borist vegna heimilisins. „Það var ekki ánægja með það samt,“ segir Jón og bæt- ir við: „Það voru ekkert óskaplega stórar kvartanir en það var þó til. Okkur þótti þetta einfaldlega ekki heppilegt úrræði enda var það svolítið aftan úr fortíðinni ef svo má segja.“ Barnaheimilinu á Hjalt- eyri var endanlega lokað árið 1980 eftir átta ára starfsemi. n Eva Hauksdóttir sagði móður sinni frá aðstæðum á Hjalteyrarheimilinu Var búsett á Hjalteyri Eva Hauksdóttir flutti ásamt fjölskyldu sinni til Hjalteyrar árið 1978, þá 11 ára. Hún hefur greint frá kynnum sínum af barnaheimili Hvítasunnuhjónanna í pistli á vefsíðu sinni. Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is „En þau máttu það ekki og máttu ekki fara inn á neitt heimili í þorpinu, því þar bjó djöf- ullinn, var þeim sagt w w w . d v . i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 30.–31. júlí 2012 mánudagur/þriðjudagur 8 7. t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . M Y N D e Y þ ó r á r N a s o N „Börn djöfulsins“ Þau voru kölluð „Það átti að hreinsa okkur n Saga Jóns Hlífars og Reynis n „Vorum bara rosalega skítug“ n Foreldrum bannað að koma n Börn látin flengja þau sem pissuðu undir Kæra ofbeldi Hvítasunnuhjóna 10–11 n Njóttu þess að vera til og sjáðu ekki eftir neinu 20–21 n Hilmar og Anna hafa 28 þúsund krónur aflögu Of fátæk til að heimsækja soninn Fréttatíminn í söluferli 12 n Eigendum boðnar 65 til 70 milljónir 6 öruggast að Búa á álftanesi n Þrjú innbrot á dag á höfuðborgarsvæðinu MEStu MiStöK líFSiNS 2–3 30. júlí 2012 1. ágúst 2012 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.