Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 14
Drakk vín meðan barnið drukknaði n Ung móðir dæmd í 45 mánaða fangelsi í Bretlandi H in 24 ára gamla Danielle Reeves var á mánudag dæmd í 45 mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa með vítaverðu gáleysi borið ábyrgð á því að tólf mánaða sonur hennar drukknaði í baði. Málið allt saman er mikill harmleikur en samkvæmt breskum fjölmiðlum höfðu barna- verndaryfirvöldum í Caterham í Surrey borist tilkynningar um Reeves vegna vanrækslu. Fram kemur í ákæru, en þess ber að geta að móðirin unga ját- aði á sig manndráp, að Reeves hafi skilið tólf mánaða gamlan son sinn eftir í baði þar sem hann drukkn- aði meðan hún skrapp frá í nærri 50 mínútur til að fá sér í glas með nágranna sínum. Með hinum árs- gamla Frankie-Joe var þriggja ára bróðir hans Alfie. Fram kom við rannsókn málsins að allt of mikið vatn hefði verið í baðkarinu til að skilja drengina eftir eftirlitslausa. Reeves hafði, eftir rifrildi við barnsföður sinn, kíkt yfir til ná- granna síns þar sem hún fékk sér nokkuð af hvítvíni. Eftir að hafa setið að sumbli heyrði hún eldri son sinn öskra og kom að Frankie-Joe lífvana í bað- kerinu. Degi eftir eins árs afmæli hans í september í fyrra. Breskir fjölmiðlar eru óvægnir í umfjöllun sinni um málið og er fullyrt að Reeves hafi upphaflega reynt að kenna hinum syni sínum um dauða Frankie-Joe. Sagði hún Alfie öfundsjúkan út í drenginn. Reeves grét óstjórnlega með- an dómari málsins kvað upp dóm sinn þar sem hann sagði ábyrgð móðurinnar í dauða sonarins mikla. Vanræksla hennar hefði verið glæpsamleg. 14 Erlent 1. ágúst 2012 Miðvikudagur Maraþonhlaupari án þjóðsöngs G uor Marial, maraþon- hlaupari frá Suður-Súdan, er einn þeirra sem ekki fá að keppa á Ólympíuleik- unum undir þjóðfána sín- um. Hann er hins vegar stoltur af því að vera fyrsti fulltrúi yngsta þjóðríkis í heimi á leikunum. Marial, sem er 28 ára, fæddist í því landi sem nú er þekkt sem Suður-Súdan. Það varð í júlí í fyrra sjálfstætt ríki eftir blóðugan að- skilnað við Súdan. Áralöng átök kostuðu milljónir manna lífið. Marial býr nú í Bandaríkjunum eftir að hafa flúið átökin í föður- landinu og fengið þar hæli fyrir ell- efu árum. Svik að hlaupa fyrir Súdan Hann er nú í einkennilegri að- stöðu. Hann er ekki bandarískur ríkisborgari og neitar að keppa undir þjóðfána Súdan. Hann er hins vegar gjaldgengur sem kepp- andi á Ólympíuleikunum en getur ekki keppt fyrir hönd Suður-Súd- an þar sem hann er hvorki með suðursúdanskt vegabréf né heldur er ríkið nýstofnaða búið að koma á laggirnar ólympíusambandi. „Aldrei,“ sagði Marial í síðustu viku aðspurður hvort til greina kæmi að hann keppti fyrir Súd- an. „Fyrir mér væru það hrein svik að íhuga það. 28 meðlimir úr fjöl- skyldu minni týndu lífi í stríðinu við Súdan. Milljónir af mínu fólki voru drepnar af herliði Súdana. Ég get aðeins fyrirgefið, en ég get hvorki heiðrað né upphafið þjóð- ina sem myrti fólkið mitt.“ Enginn þjóðsöngur Alþjóðaólympíunefndin hef- ur hins vegar veitt Marial, og nokkrum öðrum, leyfi til að keppa á leikunum í London sem óháður keppandi. Það þýðir að hann þarf að mæta til leiks undir ólympíu- fánanum, klæðast búningi sem ekki er merktur þjóðfána og fari svo að hann sigri í sinni keppn- isgrein mun hann þurfa að stíga á verðlaunapall undir opinbera ólympíulaginu. Það er, ekki þjóð- söng Suður-Súdan. „Sú staðreynd að ég fái að taka þátt í Ólympíuleikunum er mér mikils virði. Og það er þjóð minni einnig mikils virði enda hefur hún gengið í gegnum svo margt.“ Marial var í undirbúningsþjálf- un í Flagstaff í Arizona í Bandaríkj- unum fyrir leikana en hann mun keppa þann 12. ágúst. „Þó að ég beri ekki fána verð ég tákn þjóðar minnar. Suður-Súdan verður í hjarta mínu.“ Fékk tækifæri í Bandaríkjun- um Maraþonhlaup er síður en svo það erfiðasta sem þessi hlaupagarpur hefur þurft að ganga í gegnum eftir að hann var tekinn af heimili sínu aðeins 9 ára og slapp úr barna- þrælkun. Hann þvældist árin eft- ir það milli landa, fram og til baka, í leit að hæli vegna átakanna í heimalandinu. Það var ekki fyrr en árið 2001 að honum var veitt hæli í Bandaríkjunum. Þar gekk Marial í menntaskóla í New Hampshire og ákvað að prófa að spreyta sig í keppnishlaupi eft- ir að hafa „hlaupið undan átökum“ í mörg ár, eins og hann orðar það sjálfur í samtali við CNN. Marial gekk vel og komst hann í háskól- ann í Iowa þar sem hann fékk af- reksmannastyrk. Ekki séð foreldra sína í áratugi Guor Marial hefur ekki séð for- eldra sína síðan árið 1993 þegar hann flúði fyrst frá Súdan sem ungur drengur. „Ég vona að þau sjái mig að minnsta kosti hlaupa á leikunum. Þau búa reyndar í þorpi þar sem hvorki er sjónvarp né rafmagn,“ segir Marial sem hefur ekki séð foreldra sína í nærri tvo áratugi, og þar af ekki heyrt í föður sín- um í fimm ár. Hann segist þó hafa vitneskju um að fjölskylda hans hyggist ætla að reyna að ganga til næsta bæjar, í rúmlega 60 kíló- metra fjarlægð, til að ná hlaupi hans í sjónvarpinu. Missti af setningarathöfn En það er ekki nóg að fá þátttöku- rétt á Ólympíuleikunum, það þarf bókstaflega að komast þangað líka. Þessi suðursúdanski hlaupagarp- ur missti því miður af setningar- athöfninni á föstudaginn þar sem ekki hafði verið gengið frá gögnum tengdum ferðalagi hans í tæka tíð. Það hefur reynst þrautin þyngri enda ekki með vegabréf. Sem betur fer á Marial góða að eins og lögmanninn Brad Poore sem barðist mjög fyrir rétti vin- ar síns til að komast á leikana. Þeir kynntust í maraþonhlaupi í Minnesota í október síðastliðnum og síðan þá hefur Poore unnið að því að koma vini sínum til London. Eitt er víst; Guor Marial mun hlaupa fyrir heiður þjóðar sinn- ar og vonast hann að sögn til að gleðja landa sína sem átt hafa svo erfitt um árabil. n Ekki fá allir ólympíufarar að vera fulltrúar þjóðar sinnar á leikunum Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Fáninn sem hann fær ekki að bera Guor Marial sést hér á mynd með þjóðfána Suður-Súdan. Þeim sama og hann má ekki keppa undir á ÓL 2012. Mynd: REUtERS „Þó að ég beri ekki fána verð ég tákn þjóðar minnar Missti af byrjuninni Marial missti af setningarathöfn leikanna á föstudag. Verður vonandi kominn fyrir hlaupið sitt 12. ágúst. Mynd: REUtERS Vond móðir Danielle Reeves fór og fékk sér hvítvín með nágranna. Skildi börnin eftir í barmafullu baðkeri. Lögðu hald á hálft tonn Ástralska lögreglan lagði á dögun- um hald á meira en fimm hund- ruð kíló af fíkniefnum sem er það mesta í sögu landsins. Þá hefur lögreglan gert yfir 500 milljónir dala upptækar og upprætt fíkni- efnahring sem teygir anga sína alla leið til Hong Kong. Sjö menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins, fjórir frá Hong Kong og þrír frá Ástralíu. Meðal þess sem lögregla lagði hald á eru 306 kíló af metam- fetamíni og 252 kíló af heróíni. Í yfirlýsingu sem ástralska lögreglan sendi frá sér kemur fram að hand- tökurnar séu afrakstur fjögurra ára rannsóknarvinnu. Dauðadómar fyrir fjársvik Fjórir hafa verið dæmdir til dauða í Íran fyrir aðild sína að einu stærsta fjársvikamáli í sögu lands- ins. Málið var mjög umfangsmik- ið og hlutu tveir einstaklingar lífstíðarfangelsi. Þá voru 33 aðrir dæmdir í allt að 25 ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Rann- sókn málsins hófst í september síðastliðnum þegar fjárfestingar- fyrirtæki í Íran var sakað um að hafa falsað gögn til að fá lánafyr- irgreiðslur frá sjö írönskum bönk- um. Forseti landsins, Mahmoud Ahmadinejad, neitaði því á síðasta ári að ríkisstjórn hans hefði haft vitneskju um svikin. Hótuðu í nafni bekkjarsystur Tvær táningsstúlkur frá Texas í Bandaríkjunum hafa verið hand- teknar og ákærðar fyrir að stofna Facebook-síðu í nafni bekkjar- systur sinnar. Síðuna notuðu þær til að senda öðrum bekkjarsystk- inum sínum margvíslegar hótan- ir. Uppátækið kom fórnarlamb- inu skiljanlega í mikið klandur. Stúlkunni var hótað til baka, hún var útskúfuð og litlu mátti muna að gengið yrði í skrokk á henni að sögn lögreglu sem lítur málið alvarlegum augum. Dularfullur pakki í Osló Öll hús voru rýmd í um fimm hundruð metra radíus frá bandaríska sendiráðinu í Osló á þriðjudag eftir að dularfullur pakki fannst undir bifreið sem lagt var við sendiráðið. Þegar pakkinn fannst var málið um- svifalaust litið alvarlegum aug- um. Á daginn kom að engin hætta stafaði af pakkanum og var hættuástandi aflétt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.