Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 15
Karlahorn vekur lukku „Þetta var grín til að byrja með,“ segir George Zoitas, eigandi matvöruverslunar á Manhattan í New York, Westside Market, um nýjung sem verslunin er far­ in að bjóða upp á. Í versluninni er að finna sérstakt karlahorn þar sem karlmenn geta meðal annars nálgast bjór, smokka, þurrkað nautakjöt og rak­ vélablöð á sama stað. Zoitas segir að karlmenn hafi almennt ekkert sérstaklega gaman af því að fara í verslanir. Karlahornið miði að því að létta karlmönn­ um lífið, þeir geti skotist inn og náð í það sem þeir þurfa og farið svo strax út aftur. Nýjungin hef­ ur vakið talsverða lukku meðal viðskiptavina. „Mér finnst hundleiðinlegt að eyða miklum tíma í matvöru­ verslunum en þetta karlahorn auðveldar hlutina talsvert,“ seg­ ir Andy Huber, 23 ára viðskipta­ vinur, í samtali við the New York Post.K völd eitt í júnímánuði læddist Krishna, 19 ára indversk stúlka, út af heim­ ili sínu í Saharanpur og tók rútu til kærasta síns. Síðan þá hefur Krishna ekki þorað aftur heim til sín af ótta við hefndarað­ gerðir fjölskyldu sinnar. Ástæð­ an er sú að kærasti Krishnu, hinn 22 ára gamli Sonu, er af lægri stétt en hún. Daginn eftir að Krishna læddist út og fór til kærasta síns létu þau pússa sig saman. Þau létu ekki þar við sitja heldur fóru til lög­ reglu þar sem þau báðu um að fá lögregluvernd. Lögregla hefur nú veitt þeim vernd og komið þeim fyrir í sérstöku afdrepi fyrir fólk sem er í svipaðri stöðu og þau. Hóf nýtt líf Breska ríkisútvarpið, BBC, fjall­ aði á dögunum ítarlega um parið og aðra sem eru í svipaðri stöðu. Fréttaritari BBC á Indlandi, Soutik Biswas, heimsótti parið í skýlið og spurði Krishnu meðal annars að því hvort líf eiginmanns henn­ ar væri raunverulega í hættu. „Það er mjög auðvelt að verða sér úti um byssu. Í mínu þorpi er skot­ um hleypt af í jafnvel minni háttar deilumálum. Það er mjög auðvelt að drepa,“ segir hún. Eftir að Krishna kynntist nú­ verandi eiginmanni sínum fundu foreldrar hennar mann, af sömu stétt og hún, sem þeir vildu að hún giftist. Krishna sætti sig ekki við þann ráðahag enda hafði hún aldrei hitt manninn og var ástfangin af Sonu. Hún tók því til sinna ráða og yfirgaf heimili sitt til að hefja nýtt líf með manninum sem hún elskar. Ásókn eykst Á undanförnum árum hefur ásókn í þessi afdrep á vegum lögreglu aukist og á síðasta ári var yfir 200 pörum veitt skjól. Prem Chowd­ hury, indverskur félagsfræðingur, segir í samtali við BBC að konur á Indlandi séu alltaf undir „hæln­ um á einhverjum öðrum“ – sem börn undir foreldrum sínum og sem fullorðnar konur undir eigin­ manni sínum. „Rof á þessari hug­ myndafræði er álitið mjög hættu­ legt,“ segir hann. Konum leyfist ekki að hefja samband með manni sem býr í sama þorpi og hún býr í eða elst uppi í, er af lægri stétt en hún eða annarrar trúar. Þrátt fyr­ ir þetta virðast Indverjar í auknum mæli vera farnir að hunsa þessa hugmyndafræði og fara eigin leið­ ir. Stórfé sparast Blaðamaður BBC hitti annað par sem er í svipaðri stöðu og Krishna og Sonu. Shallu, 22 ára, og Sub­ has, 27 ára, kynntust á samskipta­ vefnum Facebook fyrir tveimur árum. Shallu sendi honum vina­ beiðni og stuttu síðar fóru þau að spjalla saman. Þau hittust stuttu eftir það og byrjuðu saman þrátt fyrir að fjölskylda Shallu væri því mótfallin. „Foreldrar mínir sögð­ ust ætla að finna ríkan og myndar­ legan strák fyrir mig. En ég sagðist ekki vilja það. Ég vildi bara giftast kærastanum mínum,“ segir hún en líkt og Sonu er Subhas af lægri stétt en Shallu. Shallu sá ekki aðra leið færa en að flýja fjölskyldu sína til að geta verið með sínum heittelskaða. Þau segja í samtali við blaðamann að meðlimir í fjölskyldu Shallu hafi gert sér ferð til foreldra Subhas og sagt þeim að skila stúlkunni. Ef það yrði ekki gert myndu slæmir hlutir gerast. Shallu á erfitt með að skilja hvers vegna fjölskylda henn­ ar getur ekki sætt sig við að hún hafi einungis viljað giftast mann­ inum sem hún elskar. „Ég hef sparað föður mínum milljón rúpí­ ur (220 þúsund krónur) sem hann ætlaði að nota í heimanmund fyr­ ir mig. „Þau ættu að vera sátt við það,“ segir hún að lokum. Erlent 15Miðvikudagur 1. ágúst 2012 Ástfangin en farin í felur Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Foreldrar mínir sögð- ust ætla að finna ríkan og myndar- legan strák fyrir mig Kynntust á Facebook Shallu og Subhas kynntust fyrir tveimur árum á samskiptavefn- um Facebook. Ástarsamband þeirra er ekki með samþykki fjölskyldu hennar. Afdrep Tvö til þrjú pör búa saman í herbergi og gæta vopnaðir lögreglumenn öryggis þeirra. Þau drepa tímann meðal annars með því að spila lúdó. n Pör njóta lögregluverndar á Indlandi n Konur flýja af ótta við hefnd Malbikið bráðnaði Miklir hitar hafa geisað í Kína að undanförnu og eru til dæmi þess að malbikaðir vegir hafi hreinlega bráðnað. Fen Li, flutn­ ingabílstjóri í Wuhan í Hubei­ héraði, lenti einmitt í því á dögunum. „Ég stöðvaði bifreiðina í nokkrar mínútur og fór út. Þegar ég kom til baka sá ég að bifreiðin hafði sigið talsvert. Þá sá ég að vegurinn hafði hreinlega bráðnað undan bifreiðinni,“ segir Li en sjá má mynd af atvikinu hér að ofan. Lögregla segir að verktakafyrir­ tækjum sem sáu um lagningu veganna sé um að kenna. Ekki hafi verið vandað nógu vel til verka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.