Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 17
Fyrsta launaða sumarfríið Þennan mann ætla ég að kyssa það sem eftir er Haukur Heiðar söngvari Diktu varð þrítugur í vikunni – DVLísa Dögg Helgadóttir unnusta Herberts Guðmundssonar – Vikan Réttur dagsins Spurningin „Of Monsters and Men.“ Einar Sigurjón Valdimarsson 41 ára sérfræðingur í banka „HAM er uppáhalds íslenska hljómsveitin mín.“ Valdimar Jóhannsson 36 ára tónlistarmaður „Sigurrós. Hún er alltaf skemmti- leg.“ Kristján Sveinsson 58 ára húsasmiður „Of Monsters and Men eru í miklu uppáhaldi.“ Jóhannes Ólafsson 55 ára múrari „Hljómsveitin HAM.“ Helga Bára Tryggvadóttir 43 ára atvinnulaus Hver er uppá- halds íslenska hljómsveitin þín? 1 Gruna kínverska sundmeist-arann um græsku Sundþjálfari Bandaríkjanna setur spurningamerki við frammistöðu Ye Shiwen. 2 Heimskur glæpamaður tók myndir af sér með góssinu Danskur krimmi stal tölvum og pening- um og birti myndir af sér á Dropbox. 3 Sádi-Arabía hótaði að senda alla kveníþróttamenn sína heim Kröfðust þess að konurnar fengju að bera hijab-klút í keppni á Ólympíuleikunum. 4 Skoðaði Pattinson í fríinu Katy Perry slakaði á við sundlaugarbakka og las umfjöllun um Robert Pattinson. 5 Moldríkir þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er langríkasti þingmaðurinn. 6 „Bolabrögð og óheiðarleiki“ í Heimdalli Ósætti vegna kosninga til formanns Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. 7 Sægreifinn selur Kjartan Halldórsson seldi staðinn til hjónanna Elísabetar Jean Skúladóttur og Daða Steins Sigurðssonar. Mest lesið á DV.is Skráargat skattsins S varthöfði er á þeirri eindregnu skoðun að það sé ódæðisverk hjá skattinum að flagga fátækt og auðlegð manna með því að opinbera skatta og útsvar. Ungir sjálfstæðismenn hafa verið duglegir að benda á það að skattar séu einka­ mál hvers manns. Svo sannarlega er það rétt. Hvað kemur almenningi það við hvort Jón Jónsson eða hver annar greiðir til samneyslunnar? Af hverju í ósköpunum er verið að flagga því að athafnamennirnir Hallur Halls­ son og Óli Björn Kárason eru vart matvinnungar? Annar með 80 þús­ und krónur á mánuði en hinn með 126 þúsund krónur. Það er svívirði­ legt að varpa þannig ljósi á fátækt manna sem ekki geta lagt neitt í sameiginlegt púkk landsmanna. Auðvitað á að fela allar upplýs­ ingar um skatta einstaklinga eins og reyndar gerist í skattaskjólum á hin­ um ýmsu aflandseyjum. Þar svífur leyndin og heiðarleikinn yfir vötn­ um. Fráleitt er að halda því fram að einkamál aflandseyjanna eigi erindi við almenning. Þvert á móti verð­ ur að treysta öllum mönnum til að ganga á vegum sannleikans þar sem samneyslan og einkahagurinn fara saman. Reynsla okkar Íslendinga er einmitt sú að í leyndinni þríf­ ast hin góðu verk. Við munum öll útrásarvíkingana sem um tíma efldu þjóðarhag og lögðu undir sig við­ skiptalíf í öðrum löndum af því að þeir fengu frið með sín fjármál. Við skulum einum rómi taka undir með ungum sjálfstæðismönn­ um og krefjast þess að skattur­ inn loki skráargatinu. „Næstu tvær vikur munu álagningarskrár liggja frammi á starfsstöðvum skattstjór­ ans og getur þá hver sem vill grand­ skoðað einkahagi samborgara sinna. Löng hefð er fyrir framlagningu álagningarskráa og hefur ódæðinu sjaldan verið andmælt eða það ver­ ið véfengt,“ hefur verðlaunavefur­ inn amx.is eftir einum af oddvitum unga fólksins í Sjálfstæðisflokknum. Þarna er réttlætiskennd alls góðs fólks ofboðið. Svarthöfði tekur und­ ir hvert orð. Dragið fyrir gluggana, ódæðismenn. Ekki flagga einkamál­ um. H verju þarf að breyta á Íslandi? Við getum nefnt ótal hluti en heilt yfir má segja að valdastoð­ ir samfélagsins skorti traust. Ráðherrar, alþingismenn og dómarar eru í frjálsu falli og áhugi almennings á stjórnmálum fer dvínandi. Argaþras og flókin uppsetning einföldustu mála fælir marga í burtu og bágindi eru deyfð með afþreyingu. Á meðan hagg­ ast engir steinar. Vantraust Alþingis á sér ekki flókn­ ar rætur. Það kristallast í valdatafli fylkinga sem gleymt hafa sínum upp­ runalega tilgangi. Fjórflokkurinn á Íslandi er nátttröll, markmiðið það eitt að skara eld að eigin köku og til­ veru. Fjórflokkurinn viðheldur eigin forréttindum, tengslaneti og skipti­ mörkuðum. Þeir láta afglöp sín liggja í þagnargildi, breyta Alþingi í kjafta­ klúbb og velja sína fulltrúa sjálfir. Fólkinu í landinu er markvisst haldið frá öllu sem raskað gæti veldi Fjór­ flokksins. Helsta tæki almennings til breyt­ inga eru kosningar. Líkja má þeim lýð­ ræðislega rétti við leikmanna glugga fótboltans nema þar njóta skærustu stjörnurnar lýðhylli, það er þær sem sannað hafa gagn sitt. Missi þær flug­ ið taka aðrar við. Þessu er þveröfugt farið í alþingiskosningum, þar sitja kalstjörnur á toppi leikmannaglugg­ ans og þeim aðeins skipt út fyrir aðra kalstjörnu. Stjörnur stjórnmálanna eru þannig frábrugðnar stjörnum fót­ boltans að þær sanna ekki gildi sitt úti á vellinum heldur í búningsherbergj­ unum. Þessu er auðveldlega hægt að breyta en Fjórflokkurinn heldur að sér höndum. Frammistöðumat er honum andstætt enda fellur það illa að þeirri sérhyggjupólitík sem hann stundar. Krafa kjósenda á auðvitað að vera sú að geta valið þá leikmenn sem þeir treysta best. Þannig færist ábyrgð­ in yfir á kjósendur og þá má segja að þjóðin fái það sem hún á skilið, ekki fyrr. Ný stjórnarskrá verður borin und­ ir þjóðaratkvæði í haust. Í henni er grein um persónukjör sem færir val frambjóðenda úr höndum flokkanna til hins almenna kjósenda. Þá gætir þú, kjósandi góður, valið hvaðeina á matseðlinum en ekki bara rétt dagsins eins og nú er. „Þessu er auðveld- lega hægt að breyta en Fjór- flokkurinn heldur að sér höndum Konungar hafsins Það var tignarlegt um að litast fyrir utan Akranes þegar hópur grindhvala lék listir sínar þar á mánudag. Fjöldi fólks fylgdist með þessum konungum hafsins af landi, á meðan aðrir fóru býsna nálægt þeim á bátum. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Kjallari Lýður Árnason Svarthöfði Umræða 17Miðvikudagur 1. ágúst 2012 ... hálfþreytt á öllum þessum illmennum Huginn Grétarsson skrifaði bók um Kobba Kló í nýjum búningi – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.