Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 18
Þ egar fólk eignast börn fara hlutir oft að verða hættu- legir sem voru það ekki áður. Það á við um skúff- ur, skápa, salerni, hreinsi- efni og margt fleira. Eitt annað sem getur verið varasamt fyrir börn eru leikföng og það er mjög mikilvægt að velja réttu leikföngin fyrir barnið sitt, sem henta aldri þess og þroska. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga þegar verið er að velja leikföng fyrir börn: n Hentar þetta leikfang barninu þínu? Flest leikföng eru með límmiða sem á stendur fyrir hvaða aldur leikfangið er og það má taka þær merkingar gildar. Ef leikfangið er til dæmis ekki ætlað börnum sem eru yngri en 3 ára, þá á alls ekki að leyfa yngri börnum að leika sér með þau því það getur einfaldlega verið hættulegt, fyrir utan að það hentar ekki þroskastigi barnsins. n Hugsaðu stórt Þangað til barnið er þriggja ára eiga allir hlutar leikfangsins að vera stærri en munnur þess. n Er leikfangið of þungt? Ef leikfangið er það þungt að það myndi meiða barnið ef það lenti á því þá ættirðu að sleppa því að kaupa það. n Vel samsett leikföng Passaðu að leikföngin séu vel gerð og ekki sé hægt að taka þau í sund- ur í litla búta. Einnig að lakkhúð eða málning sé ekki að flagna af og ef um bangsa er að ræða að passa að hann sé vel saumaður. Fyrir minnstu börnin er líka gott að velja bangsa sem eru ekki með slaufum, hnöppum, bandi eða öðru slíku. Hvað þýðir þetta? Það eru margar merkingar á leik- föngum sem hinn almenni neyt- andi veit ekki hvað þýða. Það er samt aldrei of varlega farið og þess vegna er mjög gott að hafa það á hreinu hverju maður er að leitast eftir. Öll leikföng sem eru úr taui eiga að vera merkt „Flame resistant“ eða „Flame Retardant“ sem þýð- ir að þau séu ekki eldfim. Bangs- ar eiga að vera merktir „Washable“ sem merkir að það megi setja þá í þvottavélina. Máluð leikföng eiga að hafa merkinguna „Lead free paint“ sem þýðir að málningin fer ekki af þeim. Allt sem notað er til listsköpunar á að vera merkt „Non toxic“ en það þýðir að engin eitruð efni séu í þeim. Leikskólar þurfa að fylgjast með Öll leikföng hér á landi eiga að vera CE merkt og þeim eiga að fylgja upplýsingar um hættu sem fylgir tilteknu leikfangi og hvernig skal bregðast við. Þessar upplýsingar eiga að vera á íslensku og ann- að hvort á leikfanginu sjálfu eða á notkunarleiðbeiningum. ABC leik- föng selja mikið af þroskandi leik- föngum og segja þau á heimasíðu sinni að þeim hafi ekki fundist framboð af svoleiðis leikföngum verið mikið á Íslandi til þessa. DV ræddi við Kristínu Hlynsdóttur sem starfar hjá ABC leikföngum „Það er fylgst mjög vel með öllum merking- um þegar verið er að kaupa leik- föng inn hjá okkur, að allar vottanir séu til staðar. Við leggjum sérstak- lega mikla áherslu á þetta því við erum að kaupa þroskaleikföng og við verslum allt frá Bandaríkjunum og Evrópu. Við bendum líka fólki á réttu leikföngin sem henta aldurs- skeiði viðkomandi barns.“ Kristín segist hafa farið með kynningar á leikföngunum á leik- skóla og hún segir að þar vanti stundum upp á að fylgst sé með aldursmerkingum á leikföngum. „Ég hef oft séð þetta á leikskól- um, til að mynda eru börn sem eru alltof ung að leika sér með pinna og annað smádót.“ Vandamálið er hjá þeim fullorðnu Herdís Storgaard, verkefnisstjóri Árvekni hjá Lýðheilsustöð, segir að foreldrar verði að vera vakandi fyrir því hvað börnin þeirra eru að leika sér með. „Mér finnst lagaum- gjörðin utan um þetta og þær regl- ur sem hér gilda virka mjög vel. Flestir innflytjendur hér á landi eru líka að passa upp á að versla örugg leikföng og ég tel að vandamálið sé frekar þegar kemur að þeim full- orðnu, hvort sem það eru foreldr- ar eða afi eða amma eða aðrir, þá er allt of algengt að fólk sé ekki að virða aldursmerkingarnar. Merk- ingarnar eru þarna af ástæðu og það þarf að fara eftir þeim, leikföng sem eru bönnuð frá 0–3 ára eru ekki hættulaus. Það koma fjölda- margar kvartanir vegna leikfanga sem fólk segir að séu gölluð en svo kemur í ljós að barnið er ekki nógu þroskað fyrir leikfangið,“ segir Her- dís. Sum leikföng eru slysagildrur fyrir lítil börn eins og Herdís segir okkur: „Það má rekja nokkur alvar- leg slys til þess að barn fær gefins leikfang sem ekki hæfir aldri þess. Ég man til dæmis eftir nokkrum tilfellum þar sem börnum hefur verið gefin leikfangabíll sem það getur setið á og ýtt sér áfram. Þar hafa orðið alvarleg höfuðkúpubrot því að barnið hefur ekki ráðið al- mennilega við það að ýta sér áfram og halda jafnvæginu og dottið illa af bílnum. Svo ég segi að númer eitt, tvö og þrjú er að fullorðna fólk- ið sé meðvitað um þetta.“ 18 Neytendur 1. ágúst 2012 Miðvikudagur Fyrirmyndar- strætófarþegi n Lofið hlýtur heiðursborgar- inn sem fann strætókort við stoppistöðina á Laugarnesvegi við Kirkjusand á þriðju- dagsmorgun. Sá hefði auðveldlega getað hirt kortið og notað óá- reittur til loka október en þessi ágæti borgari kaus þess í stað að skila því inn til Strætó bs. þar sem eigandinn hafði af rælni spurst fyrir um hið verðmæta kort. Það kom honum skemmtilega á óvart að þar biði það hans og lét hann hafa eftir sér: „Svona heiðarleika kann ég að meta!“ Kolröng greining n Viðskiptavinur keypti Sony Ericsson-síma fyrir ári hjá Sím- anum en það hefur verið vesen með hann alveg síðan þá. Sím- inn hefur þrisvar þurft á viðgerð að halda vegna hugbúnaðarvillu en síðast var síminn líka hættur að taka hleðslu. Greiningin sem viðskiptavinurinn fékk þá var að inntengi fyrir hleðslutæki væri brotið, skipta þyrfti um móð- urborð og það væri of kostnað- arsamt til þess að vert væri að leggja í svoleiðis viðgerð. Við- skiptavinurinn komst svo að því fyrir tilviljun að hleðslutækið hans var ónýtt og ekkert að inn- tenginu í símanum. Viðskipta- vinur hafði sem sagt fengið kol- rangar upplýsingar og síminn verið ranglega greindur. Þegar haft var samband við þjónustu- deild Símans vegna þessa sagði starfsmaðurinn að alltaf væri reynt að bregðast við svona lög- uðu með því að hafa samband við heildsöluaðilana en til þess þurfi við- skiptavinurinn að hafa samband og það sér meira en sjálfsagt að reyna að bæta fyrir þetta. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last lEIKFÖNG SEM bÖrN SlASA SIG á n Foreldrar og leikskólar verða að fylgjast grannt með merkingum „Það má rekja nokkur alvarleg slys til þess að barn fær gefins leikfang sem ekki hæfir aldri þess. Örugg leikföng Passaðu að leikföngin séu vel gerð og ekki sé hægt að taka þau í sundur í litla búta. Barnaleikföng Þangað til börn eru orðin þriggja ára eiga allir hlutar leik- fangsins að vera stærra en munnur þess. CE merking Öll leikföng hér á landi eiga að vera CE merkt. Ekki fyrir börn yngri en 3 ára Leikföng sem kunna að vera hættuleg börnum yngri en þriggja ára skulu vera með svona viðvörun. E ld sn ey ti Algengt verð 246,8 kr. 249,8 kr. Algengt verð 246,6 kr. 249,6 kr. Algengt verð 246,5 kr. 249,6 kr. Algengt verð 246,8 kr. 249,8 kr. Algengt verð 248,6 kr. 249,9 kr. Melabraut 246,6 kr. 249,6 kr. Bensín Dísilolía

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.