Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 20
Geitaostur í matargerð n Góður á pítsur, í salöt og í forrétti S pánverjar, Frakkar og Ítal- ir eru framarlega í geitaosta- gerð. Ostarnir eru ýmist fersk- ir, harðir, mjúkir, smyrjanlegir eða myljanlegir og ljúffengir til mat- argerðar. Í ostaborði Kringlunnar voru til um 10 tegundir af geitaosti frá Frakk- landi og Hollandi og verðið var frá 6–10 þúsund krónur á kílóið sem er svipað og verð á innfluttum kúaost- um. Í Ostabúðinni á Skólavörðu- stíg voru til sjö tegundir af geita- osti. „Við erum með tvo ferska osta, hann er mikið keyptur í matargerð, svo erum við með fjórar tegundir af geita-goudaosti, sem er skorinn eins og brauðostur. Við erum með hreina osta og við erum líka með þrjá kryddaða. Svo erum við með harðan og bragðmikinn ost og geitaost með blámyglu,“ segir Steinunn Tryggva- dóttir afgreiðslukona. Í Ostabúð- inni var verð á geitaostum frá 5350– 7590 krónur kílóið. Jóhann Jónsson matreiðslumeistari og eigandi Osta- búðarinnar lumar á nokkrum góðum ráðum til matreiðslu á geitaosti. „Ís- lendingar kunna loks að meta geita- ostinn, segir hann. „Það eina sem ég hefði viljað er að geta boðið upp á ís- lenskan geitaost.“ Góð ráð n Það er gott að setja snittubrauð á grillið, pensla með olíu og setja geitaost ofan á. Tilvalinn léttur réttur. n Það má bragðbæta sósur með geitaosti á svipaðan máta og gráð- ostur er notaður. n Geitaostur er notaður á pítsur, það má mylja hann ofan á eftir að hún kemur úr ofninum eða þegar lítið er eftir af eldunartíma. n Geitaostur er góður með basilíku. n Góður geitaostur er góður bæði í köld og heit salöt. 20 Lífsstíll 1. ágúst 2012 Miðvikudagur Borðaðu eins og ólympíufari Dawn Scott er næringafræðingur og gefur bandarískum keppend- um á Ólympíuleikunum ráð. Hér að neðan eru nokkur ráð frá Dawn sem keppendur leikanna fara eftir. 1 Ekki sleppa morgun-verðinum Með stærstu mistökum íþróttamanna er að borða of lítið í morgunverð. Blóð- sykurinn er lágur á morgnana og það þarf að huga að honum. Byrj- ið á glasi af eplasafa. Fáið ykk- ur svo ristað gróft brauð. Bætið við prótínum, svo sem örlítið af rjómaosti eða jógúrt. 2 Drekkið vatn Íþróttamenn drekka mun meira af vatni en aðrir meðan þeir keppa. Notist við vatn, ekki orkudrykki. 3 Hugið að ónæmiskerfinu Borðið nóg af heilkorna kol- vetnum, mögrum prótínafurðum og litríkum ávöxtum og grænmeti. Því litríkari sem matarskammtur- inn er, því betra. Borðið bláber, valhnetur og hörfræ ykkur til heilsubótar. 4 Nóg af járni Það er algengt að íþróttamenn, þá helst kveníþróttamenn þjáist af járn- skorti. Það eykur hættu á meiðsl- um í hvaða íþrótt sem er. Borðið haframjöl, rautt kjöt og spínat. Holl geitamjólk n Auðmeltari en kúamjólk n Góð vörn gegn háum blóðþrýstingi N ú er ég helst að selja geita- pylsur og fæ bráðum ís úr geitamjólk sem er framleiddur í Holtsseli. Hann mun fást í tveim- ur bragðtegundum, með vanillu- og súkkulaðibragði,“ segir Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir geitabóndi á Háafelli. Jóhanna er sannfærð um hollustu geitamjólkur umfram kúamjólkur og á geitabúinu eru gerðar tilraunir á nýtingu afurðanna. Hún hefur ekki leyfi til að vinna osta en ísinn læt- ur hún vinna í Holtsseli. Hún selur geitakjöt og næsta slátrun fer fram í september. Á búinu eru einnig seld krem og sápur sem unnar eru úr geitaafurðum. Fólk með óþol getur drukkið geitamjólk Geitamjólk hefur ekki verið í um- ferð hér á landi síðan á stríðsárun- um. Það eru svo stífar reglur um ger- ilsneyðingu að mun erfiðara er að nálgast hana hér á landi en alls stað- ar annars staðar í heiminum. Það er engin ástæða til að gerilsneyða geita- mjólk. Sumir tala um að hún sé nátt- úrulega fitusprengd þar sem fitu mólikúl geitamjólkurinnar eru mun minni en kúamjólkurinnar. Jóhanna segir geitamjólkina mun auðmeltari en kúamjólkina. „Upp- bygging fitu og prótína er miklu fín- gerðari í geitamjólkinni en í kúa- mjólk, og þar af leiðandi getur fólk sem er með óþol fyrir kúamjólkur- prótínum í mörgum tilfellum drukk- ið geitamjólk án þess að finna til óþæginda. Geitamjólkin líkist mun meira móðurmjólk en kúamjólkin. Eftir sex mínútur þá erum við byrj- uð að melta geitamjólk en til sam- anburðar þá byrjum við ekki að nýta kúamjólk fyrr en 20 mínútum eftir inntöku. Geitamjólk gegn magasári Jóhanna segir okkur sem búum í hinum vestræna heimi þekkja lítið til geitamjólkur. En raunin sé sú að mikill hluti fólks lifir á geitamjólk og kostir hennar eru vel þekktir. „Það er til að mynda þrefalt meira af bakter- íuhemjandi efni (laktó ferini) í geita- mjólk en kúamjólk. Það stöðvar jafnvel vöxt á þeim bakteríum sem valda magasárum sem enn og aftur gerir það að verkum að það er ekki þörf á að gerilsneyða hana. Einnig lítur út fyrir að geitamjólkin hafi góð áhrif gegn of háum blóðþrýstingi. Afurðir geitarinnar eru mikið nýttar víða um heim og þær eru fjöl- breyttar. Ég hef verið að vonast til þess að láta MS framleiða osta fyr- ir mig en þeir hafa sýnt því lítinn áhuga. Ég bauð þeim síðast 150 lítra á dag en þeir hafa ekki svarað því boði.“ Vantar áhuga frá afurðastöðvum En hvers vegna telur Jóhanna að framleiðsla á geitaafurðum sé ekki efld á Íslandi? „Ég held að það sé vegna þess að við erum gráðug. Kýr- in gefur meira af sér en geitin. En áhuginn á geitarækt fer hins vegar vaxandi og fólk er upplýstara en áður um hollustu afurðanna. Það vantar áhuga frá afurðastöðv- um til að taka þessar afurðir.“ Fitulítið og hollt kjöt Hún segir kjöt geitanna einnig vin- sælt. Það sé bragðmilt þegar um kiðlingakjöt er að ræða án þess að vera þurrt. „Það er fitulítið, jafnt fituinnihald og í kjúklingi en á sama tíma jafn prótínríkt og nautakjöt og mjög ríkt af járni, miðað við naut, lamb, svín og kjúkling og síðast en ekki síst þá er þetta afar bragðgott kjöt.“ Afurðir geitarinnar hollar Geitakjötið er magurt og ríkt af næringu og geitamjólkin sögð hollari en kúamjólkin. Með geit í fanginu Jóhanna hefur unnið að geitarækt í meira en áratug. Á pítsuna Gott er að setja geitaostinn þegar skammt er eftir af eldunartíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.