Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 25
U ndanúrslitin í Borg- unarbikar karla í knattspyrnu hefjast í kvöld þegar Stjarn- an tekur á móti Þrótti á heimavelli sínum í Garða- bæ. Óhætt er að segja að gengi þessara liða hafi verið ólíkt í sumar. Stjarnan situr í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar á meðan Þróttarar hafa verið að ströggla í 1. deildinni í sum- ar – sitja í 7. sæti og eru aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Síðari undanúrslitaleik- urinn er viðureign Grinda- víkur og KR og fer hann fram á heimavelli Grindavíkur á fimmtudagskvöld. DV fékk Tryggva Guðmundsson, leik- mann ÍBV og markahæsta leikmann Íslandsmótsins frá upphafi, til að spá í spilin fyr- ir leikina. Stjarnan of stór biti „Þetta er eitthvað sem gæti kallast „no-brainer“,“ segir Tryggvi þegar hann er spurður út í leik Stjörnunnar og Þrótt- ar. Hann segir að gera verði ráð fyrir öruggum sigri Stjörnunn- ar en Þróttarar séu þó sýnd veiði en ekki gefin. „Þetta ætti að vera frekar auðvelt fyrir Stjörnuna á nýja teppinu. Þróttarar eru samt komnir alla þessa leið og þegar búnir að slá út tvö úrvalsdeildarfélög,“ seg- ir Tryggvi en Þróttarar lögðu Valsmenn að velli í 16 liða úr- slitum og unnu svo sannfær- andi sigur á Selfyssingum, 3–0, í 8 liða úrslitum. „Maður hef- ur séð lið fara langt á stemn- ingunni. Það hefur gengið illa hjá þeim í deildinni og þeir sjá glitta þarna í úrslitaleik og jafn- vel einhverja Evrópukeppni. Þetta er aðalleikur sumarsins fyrir þá og þeir gætu alveg far- ið langt á stemningunni. Ég held samt að Stjörnumenn séu of stór biti,“ segir Tryggvi sem segist aðspurður búast við 3–1 sigri Stjörnunnar. Framlenging og fjör Í síðari undanúrslitaviður- eigninni mætast sem fyrr seg- ir Grindavík og KR sem eru núverandi bikarmeistarar. Tryggvi segir að þar gætu orðið óvænt úrslit þó hann búist við jöfnum leik. „Það er Bikar-Gaui á móti syni sínum og félög- um. Það er dálítið svipað upp á teningnum hjá Grindavík og Þrótti að því leyti að sumarið er nokkurn veginn undir – þó Grindvíkingar séu vissulega deild ofar. Guðjón [Þórðarson, þjálfari Grindavíkur: innsk. blm.] er náttúrulega snilling- ur í að mótívera menn og ég hugsa að hann fái menn alveg þvílíkt upp á tærnar fyrir þenn- an leik. Það er nú bara þannig hér á landi að það finnst öllum gaman að vinna KR. Ég býst þó að sjálfsögðu við mjög jöfnum leik en mig langar að tippa á Grindvíkinga. Þetta gæti farið í framlengingu og fjör. Eigum við ekki að segja 2–1 og ég held að Pape Mamadou Faye skori sigurmarkið. Ég veit ekki hvort hann byrjar en ég held að hann reddi þessu fyrir heimamenn,“ segir Tryggvi að lokum. n Sport 25Miðvikudagur 1. ágúst 2012 Færði fótbrotnum Lennon gjafir n Jón Jónsson miður sín eftir að hafa meitt andstæðing Þ etta var fallega gert af honum. Takk, félagi,“ segir skoski framherj- inn Steven Lennon á Twitter-síðu sinni á þriðjudag eftir að hafa fengið heimsókn frá FH-ingnum Jóni Jónssyni sem færði honum gjafir. For- saga málsins er sú að Jón tækl- aði Lennon í leik FH og Fram á mánudagskvöld með þeim afleiðingum að Lennon slas- aðist illa, þríbrotnaði á rist og leikur ekki meira með Fram á tímabilinu. Meiðslin eru Framliðinu mikið áfall enda er Lennon einn þeirra besti leik- maður, þrátt fyrir að hafa lent upp á kant við forráðamenn fé- lagsins á dögunum þegar þeir höfnuðu tilboði KR í hann. Fyrir brotið fékk Jón sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt og þóttu við- brögð hans er hann gekk til búningsherbergir í Laugar- dalnum ekki til fyrirmynd- ar. Hann var þó fljótur til að biðja Lennon afsökunar á því að hafa meitt hann í viðtali eft- ir leikinn í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport. Þar ávarpaði hann Lennon beint á ensku og var einlægnin uppmáluð. Þá mun hann einnig hafa rætt við Lennon persónulega. Á þriðjudag var svo ljóst að meiðsl Lennons væru alvar- leg. Jón ákvað að heimsækja Lennon sem var miður sín yfir því að tímabilinu væri lokið vegna meiðslanna. Jón færði Lennon DVD- diska, tölvuleiki og eintak af hljómplötunni hans. Og Lennon kunni vel að meta hugulsemina. Jón skildi þá einnig eftir skilboð á Twitter- síðu hans: „Mér þykir þetta innilega leitt. Ég vona að þú jafnir þig eins skjótt og auðið er. Þá get- ur þú hjálpað mér við að vinna í að skora með vinstri.“ n Stjarnan–Grindavík í úrslit, segir Tryggvi Guðmundsson„Þetta gæti farið í fram- lengingu og fjör. Eigum við ekki að segja 2–1. Sumarið er undir Meistarar Það voru leikmenn KR sem unnu bikarkeppnina í fyrra með sigri á Þórsurum. Tryggvi Guðmundsson spáir því að Grindvíkingar slái KR-inga úr leik í undanúrslitum. Spáir í spilin Tryggvi spáir því að Stjarnan og Grindavík mætist í úr- slitum bikarkeppninnar. Hvort sú spá rætist verður tíminn að leiða í ljós. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is 64 liða úrslit: 0 Léttir 5 Þróttur 32 liða úrslit: 4 Stjarnan 1 Grótta 32 liða úrslit: 1 Leiknir R. 2 Þróttur 32 liða úrslit: 0 Keflavík 1 Grindavík 32 liða úrslit: 1 ÍA 2 KR 16 liða úrslit: 1 Stjarnan 0 Reynir S. 16 liða úrslit: 2 Þróttur 1 Valur 16 liða úrslit: 2 KA 3 Grindavík 16 liða úrslit: 3 KR 0 Breiðablik 8 liða úrslit: 2 Stjarnan 1 Fram 8 liða úrslit: 3 Þróttur 0 Selfoss 8 liða úrslit: 0 Víkingur R. 3 Grindavík 8 liða úrslit: 1 ÍBV 2 KR Undanúrslit: Stjarnan Þróttur Undanúrslit: Grindavík KR Úrslitaleikur 18. ágúst Miður sín Jón Jónsson bað Steven Lennon afsökunar á því að hafa meitt hann í leik Fram og FH á mánudag. Mynd: SiGtRyGGuR ARi Fergie treystir á Chicharito Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að góðir tímar bíði fram- herjans Javier Hernand- ez, eða Chicharito, á næst- unni. Hernandez kom eins og stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina haustið 2010 og skoraði 20 mörk á sínu fyrsta tímabili. Hann átti hins vegar erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og var stóran hluta tímabilsins einung- is varaskeifa fyrir Wayne Rooney og Danny Welbeck fyrir utan að eiga við meiðsli að stríða. Ferguson hefur hins vegar tröllatrú á sínum manni. „Ég held að við munum sjá betri leikmann í vetur. Á undanförnum árum hef- ur hann spilað allan ársins hring og ekki fengið neitt frí. Í sumar fékk hann loksins frí og kom endurnærður til æf- inga aftur. Ég held að hann muni eiga frábært tímabil.“ Nálgast Liverpool Clint Dempsey, leikmaður Fulham, færist nær því með hverjum deginum að ganga í raðir Liverpool. Demps- ey dró sig út úr æfingahópi Fulham á þriðjudag og sam- kvæmt breskum fjölmiðlum er ekki ólíklegt að það tengist hugsanlegri brottför hans til Liverpool. Dempsey, sem er 29 ára, er sagður vilja fara til stærra félags. Hann átti frá- bært tímabil með Fulham síðasta vetur og var einn af markahæstu mönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann á aðeins eitt ár eftir af samn- ingi sínum og af þeim sökum eru forsvarsmenn Liverpool aðeins sagðir vilja greiða fimm milljónir punda fyrir hann. Fulham vill hins vegar fá mun hærri upphæð. Pienaar aftur til Everon Suður-Afríkumaðurinn Steven Pienaar er genginn í raðir Everton á ný. Pi- enaar flutti sig um set til Tottenham fyrir átján mánuðum en náði ekki að festa sig í sessi. Hann var lánaður aftur til Everton í vetur og stóð sig vel. Nú hefur Everton gengið frá kaupum á honum og mun félagið greiða Totten- ham 4,5 milljónir punda. „Hér er ég ánægður. Þetta tók nokkrar vikur en ég er ánægður með að vera kominn aftur. Í lok leik- tíðarinnar sagði ég þjálf- aranum að hér vildi ég vera,“ segir Pienaar. Hann ætti að vera klár í slaginn þegar Everton tekur á móti Manchester United í fyrstu umferð deildarinn- ar þann 20. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.