Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 26
26 Fólk 1. ágúst 2012 Miðvikudagur Jólakíló allan ársins hring n Steindi Jr. segist vera kyntákn S teindi Jr. og Auðunn Blöndal eru saman í liði sem þeir kalla Steinunn í Evrópska draumnum. Þeir fengu þá áskorun að fara í Playboy-myndatöku með Ásdísi Rán sem þeir gerðu að sjálfsögðu með trompi. „Það var farið með okkur í eitt- hvað húsasund og mér leist á tímabili ekkert á blikuna. En svo var þetta fínt stúdíó, flottur ljósmyndari og stílisti. Það voru teknar myndir af okkur í alls konar búningum eins og Tarzan, ninja, engill og djöf- ullinn, hermenn og fleira. Svo var okkur hent í alls konar kyn- þokkafullan klæðnað og þetta var náttúrulega 100 prósent kynþokki.“ Steindi Jr. segist sko alls ekki sjá eftir að hafa eytt tíma í þessa myndatöku þrátt fyrir að hann eigi ekki von á því að myndirn- ar verði birtar í Playboy. „Já, ég er mjög ánægður að hafa far- ið í þessa myndatöku því ég lít á sjálfan mig sem kyntákn og ákveðinn brautryðjanda í tísk- unni því nú er ekki flottast að vera brúnn og skorinn heldur með eðlilegan húðlit og nokkur jólakíló allan ársins hring. Það er þetta nýja „sexí“.“ Steindi segir að það hafi ver- ið teknar af þeim fjöldinn allur af myndum og hefur ákveðna hugmynd um hvað hægt sé að gera við þær: „Ég ætla að leggja það til að það verði búið til dagatal úr þessum mynd- um sem myndi selj- ast á alla vinnustaði þar sem konur ráða ríkjum og það verð- ur virkilega klístrað.“ Opnar versl- un í Mjódd Marta María Jónasdótt- ir er fréttastjóri dægurmála á mbl.is og er þekktust fyrir að sjá um Smartland á mbl. is sem fjallar um stjörnurn- ar, tísku, heimili, hönnun og útlit. Marta María situr alls ekki auðum höndum því að í ágúst stendur til að hún opni gleraugnaverslun í Mjóddinni og eru margir mjög spenntir að sjá hana. Fyrir utan að selja gleraugu mun hún vera með sérstakt skvísuhorn með alls kyns fylgihlutum fyrir konur, þar á meðal veski utan um iPhone sem verður örugglega mjög vinsælt hjá skvísum bæjarins. Keppir á hag- yrðingamóti Álfaborgarséns, fjölskylduhá- tíð á Borgarfirði eystra, verð- ur haldin að venju um versl- unarmannahelgina. Dagskrá Álfaborgarséns hefst á föstudegi með hag- yrðingamóti í félagsheim- ilinu Fjarðarborg þar sem landsþekktir hagyrðingar með heimamanninn Andrés Björnsson fremstan í flokki láta gamminn geisa. Meðal þeirra sem taka þátt er Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmað- ur innanríkisráðherra. Halla er þekkt fyrir keppnisskap sitt í fótbolta en engum sögum fer af því hvort það fylgi þegar sest er niður við ferskeytlu- smíði. Halla hafði nokkur orð um mótið á Facebook-síðu sinni: „Sendinefnd Höllu Gunnarsdóttur á hagyrðinga- mót ársins á Borgarfirði eystra fer sístækkandi. Hverj- ir voru hvar skiptir engu, hverjir verða þar er aðal. 3. ágúst er dagurinn, Fjarðar- borg er staðurinn. Skv. nýju- stu heimildum er hamingjan meira eða minna þar.“ Frí áfylling „Alveg ljóst að ég mun keyra bílinn þar til hann verður bensínlaus fyrir Bretaleik- inn. #frírtankur,“ skrifar íþróttafréttamaðurinn Hörð- ur Magnússon. Hörður hugs- ar sér gott til glóðarinnar eins og margir Íslendingar þar sem ÓB mun veita krónu í afslátt af lítranum af bensíni fyrir hvert mark sem mun- ar á liðunum í sigurleikj- um Íslands í handknattleik á Ólympíuleikunum. Ís- lendingar eiga eftir að leika við heimamenn sem eru með arfaslakt lið og má búast við stórum sigri íslenska liðsins. n Páll Magnússon svarar bréfi Leoncie n Söngkonan vill komast í Eurovision S æll Páll. Margir Ís- lendingar hafa bent mér á að syngja fyr- ir Íslands hönd í Eurovision,“ segir söngkonan Leoncie í bréfi sem hún sendi Páli Magnússyni útvarpsstjóra en söngkonan vill fá að taka þátt í forkeppni Eurovision, Söngvakeppni Sjónvarpsins. Leoncie hefur sent lög í keppnina sem hing- að til hafa ekki hlotið náð fyr- ir augum dómnefndarinnar sem velur lögin í lokakeppn- ina. „Margir segja við mig að þið á RÚV séuð bara hrædd um ég muni vekja of mikla athygli með frábærum söngstíl mínum og lagi,“ seg- ir Leoncie einnig í bréfinu þar sem hún leitar á náðir sjón- varpsstjórans um að leiðrétta það óréttlæti sem hún telur sig hafa orðið fyrir af hálfu stofn- unarinnar. „Leoncie er að sjálfsögðu frjálst að taka þátt í Söngva- keppni Sjónvarpsins eins og öllum öðrum ef hún svo kýs,“ sagði Páll Magnússon þegar DV leitaði viðbragða hans vegna bréfsins. „Þannig svar- aði ég erindi hennar, hvatti hana til að kynna sér reglurnar og taka síðan þátt ef hún hefði áhuga á því.“ Bréfið er ekki það eina sem Leoncie hefur sent útvarps- stjóranum en í öðru bréfi sem DV hefur undir höndum seg- ist hún hafa mikinn áhuga á að vera fulltrúi Íslands í Eurovision. Hún hvetur út- varpsstjóra til að breyta núver- andi reglum og senda sig beint í lokakeppnina. „Ég hef engan áhuga á að láta allskonar við- vaninga sem þykjast vera tón- listarsérfræðingar hjá ykkur dæma mig. Enginn á Íslandi er hæfur til að dæma alþjóð- legu lögin mín. Ég er alþjóð- legt tónskáld, lagahöfund- ur og söngkona. Þú verður að breyta reglunum í ár og senda mig til að syngja í Eurovision.“ Leoncie segir enga ástæðu til þess að sóa peningum skatt- borgara með því að halda for- keppnina heldur væri nær að senda hana beint út. „Kannski líkar þér ekki það sem ég er að segja en ég er fullsödd af ykkar misrétti og fordómum í minn garð,“ skrifar hún ósátt. Leoncie segist einnig vera með „ólympíurödd“ sem enginn annar á Íslandi skarti og að hún sé einmitt ástæð- an fyrir því að framleiðendur sjónvarpsþáttarins Off Beat hafi viljað sýna tónlistarmynd- bönd hennar. DV greindi frá því á mánudag að framleið- endur þáttanna hefðu sett sig í samband við Leoncie. Fram- leiðendurnir eru þeir sömu og gera gamanþáttinn vinsæla Americas Funniest Home Vid- eos. Leoncie sagðist skilja vel að framleiðendur Off Beat hafi viljað fá lög sín í þáttinn. „Auðvitað veit ég að ég sem frábær gamanlög. Eins og til dæmis Litli sjóarinn sem þeir vildu líka spila. Ég elska að fá fólk til þess að hlæja,“ en Le- oncie var að senda frá sér nýtt lag sem er titillag væntanlegr- ar plötu, Gay World. Hægt er að sjá myndbandið við lagið á YouTube-síðu söngkonunnar. asgeir@dv.is Páll Magnússon „Leoncie er að sjálfsögðu frjálst að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins eins og öllum öðrum ef hún svo kýs.“ „Leoncie frjáLst að taka þátt“Leoncie Vill að útvarpsstjóri breyti reglunum og sendi hana beint í lokakeppnina. Steindi Jr., Ásdís Rán og Auðunn Blöndal Flott saman í Playboy- myndatöku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.