Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 4
E yrún Mist Kristinsdóttir, tussu mella þvílík tík þú ert hóran í Reykjavík.“ Í þessum anda eru athugasemdir sem birtust á Facebook síðastliðinn þriðju- dag og varða unga konu sem í gamni skrifaði athugasemd við stöðuupp- færslu. „Þetta er kannski flott rím, en þetta er ógeðslegt,“ segir Eyrún Mist um það hvernig hópur stráka réðst á hana með svívirðingum á Facebook. Forsaga málsins er sú að Eyrún skrifaði athugasemd við stöðuupp- færslu hjá fyrrverandi kærasta sín- um. Hann var á leið erlendis með vin- um sínum og Eyrún svaraði honum, að hennar sögn með brandara sem á sér langa sögu þeirra í milli. Eyrún vissi með hverjum hann var að fara og á milli þeirra hafði stundum ver- ið gantast með ímyndaða vini hans. Eyrún hafði því skrifað, að hennar sögn í gríni: „Not sure if imaginary friends or imaginary friends.“ „Fatlað gerpi“ Þessu taka félagar hans hinsvegar ansi óstinnt upp og ráðast á hana með svívirðingum og dónaskap. „Ég þekki ekki þetta fatlaða gerpi Eyrúnu,“ skrifar einn og spyr hana svo hvers vegna hún sé enn á lífi „litla slysabarnið“. Annar leggur til að Eyrún helli yfir sig bensíni og kveiki í sér. Allar athugasemdirnar eru á þennan veg; ráðast á Eyrúnu, fjöl- skyldu hennar og gert er grín að fötl- un hennar. Eyrún er tuttugu og fimm prósent lömuð á hægri hlið líkamans eftir heilablóðfall í barnæsku. Mörg andsvörin ganga enn lengra eins og sést á meðfylgjandi myndum. Báðust afsökunar Þess ber að geta að sumir piltanna, en þó ekki allir, hafa beðið Eyrúnu afsök- unar á framkomu sinni og skrifum og segja að áfengi hafi haft þar mik- il áhrif. Segjast þeir hafa verið „blind- fullir“ og einn þeirra segist sjálfur ekki hafa skrifað henni, heldur hafi vinirnir gert það í hans nafni. Einn þeirra óskaði eftir að hitta Eyrúnu til þess að þau gætu gert málið upp sín í milli. Lögreglan getur ekkert gert Eyrún Mist leitaði til lögreglunnar sem tjáði henni að lítið væri hægt að gera í málinu.„Lögreglumaðurinn sagð- ist ekki geta gert neitt vegna þess að ef hann tæki við öllum ærumeiðing- um og persónuárásum sem koma inn á borð hjá lögreglunni þá yrði allt fullt hjá þeim. Svona er internetið bara í dag. Það eru allir að ráðast á hvern annan,“ segir Eyrún. Vinkona Eyrúnar benti þá lögreglu- manninum á að Eyrún hefði áður orðið fyrir einelti, en lögreglumaður- inn sagði að um það bil helmingur Ís- lendinga yrðu fyrir einelti og við því gæti lögreglan lítið gert. „Ég er ekkert mjög ánægð með þessi viðbrögð en svona er bara lífið,“ segir Eyrún. Telja sig vera að svara „Þeir telja sig vera að svara þessu inn- leggi hennar. Þeim finnst greinilega að það sé verið að ráðast á piltinn sem á upphafs innlegið,“ segir Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri í Reykjanesbæ. Það sem Eyrún Mist skrifaði flokkast undir svokallaðar „meme“ setningar sem eru frasar sem hafa náð ákveðinni frægð á netinu. Þeir eru yfirleitt sett- ir fram í léttu rúmi, en Eyrún segir að hann hafi vísað í brandara sem hún og fyrrverandi kærasti hennar áttu sameiginlegan. „Það er greinilegt að þeir verða mjög reiðir vegna innleggs hennar og fundið sig þurfa að taka til varna,“ segir Gylfi. Ekki leyninet „Það sem mér finnst með netheima yfirhöfuð, að það er eins og ákveðinn hópur netverja geri sér ekki grein fyr- ir því að þegar hlutir hafa verið sett- ir fram á netið þá eru þeir komnir til að vera,“ segir hann og segir að það geti verið gríðarlega særandi að fá yfir sig slík viðbrögð. „Það sem þú skrif- ar einu sinni, það er komið til að vera og það er hægt að nota það gegn þér í öðru samhengi síðar. Ef þú hegðar þér ekki á netinu þá bara fréttist það. Ég er nokkuð viss um að eftir þessa um- fjöllun, hefur ekki verið þægilegt fyrir þessa menn að réttlæta þetta fyrir sín- um frændgarði,“ segir Gylfi. Þristurinn fær ekki að fljúga n Þurfa að taka til lista yfir 69 ár af breytingum á sögufrægri vél Þ etta er ekki óvinnandi veg- ur en þetta er gífurleg vinna,“ segir Tómas Dagur Helga- son, flugmaður og formað- ur Þristavinafélagsins DC3, um það verkefni sem bíður forsvarsmanna félagsins ef fljúga á hinni sögufrægu flugvél Páli Sveinssyni, betur þekktri sem Þristinum, á ný. Flugmálastjórn endurnýjaði ekki lofthæfisskírteini vélarinnar sem rann út um mánaða- mótin og er óhætt að segja að stjórn Þristavinafélagsins hafi verið sett fyr- ir umfangsmikið heimaverkefni til að fá skírteinið endurnýjað. „Hver flugvél fær lofthæfis skírteini í eitt ár sem útgefið er af Flugmála- stjórn,“ útskýrir Tómas Dagur í samtali við DV. „Þegar við sóttum um endur- nýjun vildu þeir ekki veita það nema við legðum fram lista yfir allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á vél- inni síðan 1943, þegar hún var fram- leidd.“ Hann bætir við að fram þurfi að koma að farið var fram á sömu gögn í fyrra en þá fékk félagið ársfrest til að taka saman þennan lista. Það hafi hins vegar ekki náðst að klára hann enda mikil vinna eins og gefur að skilja. Til að bregðast við þessu segir Tómas Dagur að ákveðið hafi verið að fljúga hinni sögufrægu vél norður á land þann 31. júlí síðastliðinn. „Til þess að hún væri bara í skjóli og hægt væri að stinga henni inn ef þetta tek- ur langan tíma.“ Aðspurður hvort hann viti hvenær félagið muni ná að taka saman þenn- an lista segir hann erfitt að segja til um það og bendir á að forsvars- menn félagsins sinni því í frítíma sínum. „Okkar persónulegi áhugi á þessari vél og saga hennar rekur okk- ur áfram. Og við lítum svo á að okkur beri skylda til að halda vélinni fljúg- andi.“ mikael@dv.is Sögufræg vél Páll Sveinsson er síðasti Þristurinn á Íslandi en vélin flýgur ekki á næstunni. Mynd: dc3.iS Vélarvana plastbátur Björgunarskipið Húnabjörg var kallað út klukkan 08:43 á fimmtu- dag vegna vélarvana báts um það bil 6 mílur norðan við Skaga- strönd. Báturinn, sem er lítill plastbátur, var á leið í land þegar hann fékk í skrúfuna. Þrír voru um borð og amaði ekkert að þeim. Húnabjörg fór og tók bátinn í tog og færði hann til hafnar á Skaga- strönd.  Svo mikil umferð var um höfn- ina á Skagaströnd að Húnabjörg þurfti að doka aðeins við áður hún komst af stað en tafir voru ekki miklar. Miklar annir voru hjá björg- unarsveitum á fimmtudag. Fyrri part dags höfðu um 140 björg- unarsveitarmenn tekið þátt í að- gerðum með ýmsum hætti, hvort sem er í stjórnstöðvum, björg- unarskipum, fjórhjólum, göngu- hópum eða jeppum.  Rjómablíða um helgina Vindur verður almennt hægur, úr- koma í lágmarki, hiti hár og ýmist léttskýjað eða bjart með köflum. Þetta segir Sigurður Þ. Ragnars- son veðurfræðingur um veðurspá verslunarmannahelgarinnar. Sig- urður gerir ráð fyrir að það verði léttskýjað í dag, föstudag, en þó megi gera ráð fyrir skýjabökkum við ströndina. Hiti verður á bilinu 12–20 stig, hlýjast á Suðurlandi. Svipað verður uppi á teningnum á laugardag og sunnudag; skýjað með köflum sunnan og vestan til en annars víða léttskýjað. Nánar má lesa um veðurspá helgarinnar á síðu 75 í blaðinu. „Ef þú hegðar þér ekki á netinu þá bara fréttist það n Það sem fer á netið verður ekki aftur tekið Brjáluðust á FaceBook Brugðið Eyrún taldi ekki að einkabrandari milli hennar og fyrrverandi kærasta hennar færi svona úr böndunum. Úr böndunum Mennirnir réðust að Eyrúnu með kjafti og klóm. SkjáSkoT FacEBook 4 Fréttir 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað Netorðin fimm 1 Allt sem þú gerir á netinu endur-speglar hver þú ert 2 Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig 3 Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er 4 Mundu að efni sem þú setur á netið er öllum opið, alltaf 5 Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á netinu HEiMiLd: SaFT.iS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.