Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað F imm manna íslensk fjölskylda sem búsett er í Danmörku var á leið heim úr sumarfríi á Ís- landi þegar snurða hljóp á þráðinn. Þau voru komin í gegnum landamæraeftirlitið í Leifs- stöð og biðu þess að kallað yrði út í vél Iceland Express þegar þeim var tilkynnt að drengirnir þeirra, 10 og 12 ára, fengju ekki að yfirgefa landið. Ástæðan var sú að vegabréfin þeirra voru útrunnin. Þetta var í síðustu viku en þau höfðu komið með sama flugfélagi, sömu leið, vikuna áður. Til Danmerkur án vegabréfs Þórður Freyr Hilmarsson er stjúp- faðir barnanna. Hann segir að þetta hafi komið flatt upp á fjölskylduna og hafi verið afskaplega óþægilegt. Hann hafi sjálfur gengið úr skugga um, áður en þau lögðu af stað til Ís- lands, að engu skipti þó vegabréf drengjanna hafi verið útrunnin. Það myndi ekki hamla för þeirra en vart þarf að taka fram að bæði Ísland og Danmörk eru aðilar að Schengen- samkomulaginu, sem tryggir frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna. Þá má nefna að samkvæmt heima- síðu utanríkisráðuneytisins er ís- lenskum ríkisborgurum heimilt að fara beint til og koma beint frá Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð án þess að hafa í höndum vegabréf eða önnur ferðaskilríki. Hleypa börnum ekki út án gilds vegabréfs Heimir Már Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Iceland Express bendir á að reglur flugfélagsins kveði á um að öll börn þurfi að ferðast með gild vega- bréf. Hann segir að einstaka sinn- um komi upp atvik þar sem foreldr- ar reyni að komast úr landi með börn sín í trássi við hitt foreldrið. Hann hafi enga ástæðu til að ætla að sú hafi verið raunin í þessu tilviki. „Við erum bara með þessa einföldu reglu sem allir geta kynnt sér. Við hleypum ekki íslenskum börnum út úr landinu án vegabréfs. Okkar starfsfólki er það ekki heimilt.“ Uppnám á vellinum Eftir nokkrar deilur í flugstöðinni fór svo að fjölskyldan komst ekki heim til sín þennan dag. Það segir Þórður að hafi komið þeim ákaflega illa og bitnað á starfi sambýliskonu sinnar. „Að mínu mati var þetta geðþótta- ákvörðun starfsmanns,“ segir hann. Hann segir að þau hafi þurft að vera upp á aðra komin hér heima, þá daga sem heimferðin dróst. Þórður segir að þau hafi ekki mætt góðu viðmóti starfsfólks á flug- vellinum en viðurkennir að unnusta sín hafi reiðst vegna uppákomunn- ar og komist í mikið uppnám. Heim- ir Már segir á móti að starfsfólk hafi, eftir því sem hann kemst næst, held- ur ekki mætt góðu viðmóti frá þeim. „Ef fólk er kurteist þá reynum við alltaf að vera liðleg gagnvart því að breyta miðum,“ segir hann. Þurftu að kaupa nýja miða Þórður ber að þeim hafi í upphafi ver- ið sagt að þau gætu breytt miðun- um án þess að borga breyt ingar gjald en það hafi ekki gengið eftir þegar á reyndi, fáeinum dögum síðar. Þau hafi að endingu þurft að kaupa nýja miða. Þá keyptu þau af Icelandair og flugu börnin ásamt móður sinni til Dan- merkur vandkvæðalaust. Þórður flaug svo sjálfur heim í gær, fimmtudag. Hann segir að beinn kostnað- ur, bara við að kaupa nýja flugmiða, nemi liðlega 270 þúsund krónum. Þá séu óþægindin ótalin auk þess kostnaðar sem hlaust af því að dvöl- in varð lengri en til stóð. Hann segir að málið fari í hart. Fjölskyldan muni freista þess að fá hlut sinn bættan. „Þetta fer í innheimtu. Það er alveg klárt,“ segir hann. Svipaðar reglur Icelandair DV hafði samband við Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúa Iceland- air, sem sagði reglur um Schengen gilda hjá félaginu, ekki aðrar. Til að fljúga innan Schengen þurfi gild skil- ríki. Útrunnið vegabréf væri það ekki. Samkvæmt þessu má draga þá ályktun að starfsfólk Iceland air hafi gert mistök með að hleypa fjöl- skyldunni til Danmerkur eða að starfsfólk hafi tekið gild dönsk sjúkra- samlagskort sem drengirnir höfðu meðferðis. n n Íslensk fjölskylda búsett í Danmörku komst ekki út aftur n Vegabréf barnanna útrunnin„Við hleypum ekki íslenskum börnum út úr landinu án vega- bréfs. Fengu ekki að Fljúga aFtur heim Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Einföld regla Hjá Iceland Express fá börn ekki að fljúga án gilds vegabréfs. Á leiðinni heim Myndin var tekin þegar fjölskyldan taldi að hún væri að fara í flug heim til Danmerkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.