Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 19
Fréttir 19Helgarblað 3.–7. ágúst 2012 Mikið úrval af ullarfötum fyrir börn og fullorðna. Tilvalin í útileguna! Fræðast um orku í gegnum tölvuleik n Íkorninn Róbert fræðir börn um endurnýtanlega orku n Frábær árangur Íslendinga Þ rír íslenskir tölvunarfræði- nemar í Háskóla Reykja- víkur og einn nemi úr Margmiðlunarskóla Ís- lands unnu saman að gerð tölvuleiks þar sem íkorninn Ró- bert fræðir ungmenni um orku- mál. Strákarnir höfnuðu í 4.–5. sæti í stórri keppni í Ástralíu á vegum tæknirisans Microsoft á dögunum.   Íkorninn Róbert og endurnýtanleg orka Strákarnir sem standa að tölvuleiknum, Haukur Steinn Logason, Axel Örn Sigurðsson, Sveinn Fannar Kristjánsson og Guðmundur Valur Viðarsson, bjuggu til tölvuleikinn í því skyni að fræða ungmenni um orkumál með sérstakri áherslu á endurnýt- anlega orku. Tölvuleikurinn heitir Ferðalag Róberts og þar fær íkorn- inn Róbert það verkefni að hreinsa óhreina borg sína með hjálp endurnýtanlegrar orku.    Bæta heiminn með tækni „Við félagarnir vorum sammmála um að margt mætti betur fara í ís- lenska skólakerfinu og ákváðum því að búa til tölvuleikinn í von um að krakkar gætu fræðst um orku- mál á skemmtilegan máta,“ segir Haukur Steinn sem ásamt félögum sínum hefur unnið hörðum hönd- um að gerð tölvuleiksins frá því í febrúar. Yfirskrift keppninnar á vegum Microsoft var „Hvernig getum við gert heiminn að betri stað með hjálp tækninnar?“ og vona strák- arnir sannarlega að þeir muni láta gott af sér leiða með tölvuleikn- um. „Áform okkar eru að íslensk- ir krakkar fái að spila tölvuleikinn í skólanum og læri þannig um orku- mál. Við erum nú þegar farnir að vinna að því,“ segir Haukur Steinn.   Jákvæð viðbrögð Strákarnir fjórir hafa boðið ætt- ingjum sínum sem eru í kringum tíu ára aldurinn að prófa tölvuleik- inn og gefa álit sitt á honum. „Það er mjög spennandi að sjá hvað krökkunum finnst um tölvuleik- inn. Hingað til höfum við einung- is fengið góð viðbrögð frá þeim. Við gerð tölvuleiksins hefur okkur á stundum þótt erfitt að setja okkur í spor barnanna sem koma til með að spila tölvuleikinn þótt það sé ekkert rosalega langt síðan við vor- um á þeirra aldri,“ segir hinn 22 ára gamli Haukur Steinn og hlær.   Erfitt að komast áfram Nemendur hvaðanæva úr heimin- um tóku þátt í keppninni. Óhætt er að segja að erfitt hafi verið að kom- ast í úrslitin í Ástralíu og þurftu strákarnir að komast í gegnum tvo erfiða riðla til að fá þátttökurétt. Í fyrri riðlinum kepptu strákarnir við 505 önnur lið en í seinni riðlinum voru liðin 100 alls.   Ánægður með strákana Daníel Brandur Sigurgeirsson, tölvunarfræðingur og leiðbein- andi strákanna í verkefninu, segir mjög jákvætt fyrir þá að hafa náð eins langt og þeir gerðu í þessari stóru keppni. „Það er annars vegar gott fyrir ferilskrána þeirra og hins vegar vegna þess að ár- angurinn eykur sjálfstraust þeirra í greininni. Þar að auki kynntu- st þeir mörgum sterkum aðilum í tölvuleikjaiðnaðinum sem á lík- lega eftir að nýtast þeim vel í fram- tíðinni,“ segir hann. Hönnuðurnir Strákarnir lentu í 4.–5. sæti í keppni á vegum Microsoft. Elín Ingimundardóttir blaðamaður skrifar elin@dv.is „ Áform okkar eru að íslenskir krakk- ar fái að spila tölvuleikinn í skólanum og læri þannig um orkumál. Hreinsar borg sína Strákarnir bjuggu til tölvuleik um íkornann Róbert sem fræðir krakka um orkumál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.