Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 21
Nýtt góðæri í kortuNum Fréttir 21Helgarblað 3.–7. ágúst 2012 n Krónan styrkist, atvinnuleysið minnkar, kaupmáttur fer vaxandi og bjartsýni Íslendinga hefur ekki verið meiri í mörg ár n Fólk hélt að sér höndum fyrst eftir hrun en nú er staðan önnur Atvinnuleysi minnkar Skráð atvinnuleysi í júní var 4,8 prósent en að meðaltali voru 8.704 atvinnulausir í júní og fækkaði um 1.122 frá maí, eða um 0,8 prósentustig. Körlum á atvinnu- leysisskrá fækkaði um 838 að meðaltali og konum um 284. Atvinnulausum fækkaði um 592 á höfuðborgarsvæðinu en um 530 á landsbyggðinni. Atvinnu- leysið var 5,5 prósent á höfuðborgar- svæðinu og minnkaði úr 6,3 prósentum í maí. Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 3,5 prósent og minnkaði úr 4,5 prósent- um frá því í maí. Fasteignir rjúka út Ekkert lát virðist vera á sölu íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Í byrjun júlí var þinglýst 120 kaupsamningum á einni viku og eru það fjórtán fleiri en nemur meðaltalinu á viku síðustu þrjá mánuði. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands. Þar segir að heildarveltan hafi numið rúmlega fjórum milljörðum króna þá vikuna. Veltan hafði hins vegar verið 3,2 milljarðar króna á viku undanfarna þrjá mánuði. Meðalupphæð á hvern samning nam 34 milljónum króna sem er tæplega fjórum milljónum króna hærri upphæð en meðaltalið á viku síðustu þrjá mánuði þar á undan. Séu fasteignaviðskipti landans síðustu ár skoðuð kemur berlega í ljós hvernig fasteigna- viðskipti hafa tekið kipp síðasta árið eða svo. Þannig var tólf vikna meðalvelta í fasteigna- viðskiptum sumarið 2009 einungis um 1,2 milljarðar króna. Veltan var síðan komin upp í 2,6 milljarða síðastliðið sumar og virðist fara hækkandi með hverjum mánuðinum, sé tekið mið af upplýsingum af vef Þjóðskrár Íslands. Neyslan keyrð á yfirdrætti Fréttastofa RÚV greindi frá því á dögunum að Íslendingar væru farnir að nota yfirdrátt- arlán af krafti á ný, en þau hafa hækkað um rúma fjóra milljarða í júnímánuði, en um tíu milljarða alls frá áramótum. Breki Karlsson, formaður stofnunar um fjármálalæsi, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 að yfirdráttur heimil anna í landinu væri um 74 milljarðar, sem að krónugildi er svipuð staða og var í ágúst 2008. Hins vegar hafi verðbólga verið um 30 prósent á þessu tímabili og því fáist mun minna fyrir yfirdráttinn nú en þá. Fyrsta boðsferðin eftir hrun WOW air, flugfélag Skúla Mogensen, bauð í myndarlega boðsferð til Parísar í júní síðastliðnum. Flestir, sem var boðið, voru fjölmiðlamenn sem WOW vildi fá til að fjalla um þjónustuna. Þá var borgarfulltrúinn Einar Örn Benediktsson á meðal boðsgesta en siðareglur meina borgarfulltrúum að þiggja slík boð. Slík- ar boðsferðir voru algengar á árunum fyrir hrun en þykja umdeildar sökum mögulegra hagsmunaárekstra sem komið geta upp, hvort sem boðsgestirnir eru blaðamenn eða borgarfulltrúar. Boðsferð Skúla Mogensen og gesta hans þykir bera vitni um breytta stemningu í samfélaginu – einhvers konar aftur- hvarf til áranna fyrir hrun. Eyddu milljarði í Bauhaus Íslendingar keyptu vörur fyrir hátt í milljarð króna í Bauhaus-versluninni fyrstu vikuna eftir að hún var opnuð. Þetta þótti merki um að landsmenn hefðu nú meira á milli handanna og huguðu að framkvæmdum, en margir frestuðu framkvæmdum fyrstu árin eftir hrun vegna óvissu í efnahagslífinu. Framkvæmdum við verslunina var frestað í kjölfar hrunsins og opnunin sett á ís allt þar til í vor þegar hún var loksins opnuð með pompi og prakt. Um tíu þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan verslunina á opnunardaginn og gríðarmikil stemning ríkti þegar tvö pró- sent þjóðarinnar komu saman og virtu fyrir sér verkfæri og garðtól úr þýsku keðjunni. Margir litu á opnun Bauhaus sem eins konar tákn um að kreppunni hér á landi væri endanlega lokið. Bankastjórar á ofurlaunum Bankastjórar íslensku bankanna eru með góðar tekjur rétt eins og á árunum fyrir hrun, og greinilegt er að laun bankamanna hafa tekið snöggan kipp upp á við eftir tímabundnar lækkanir í kjölfar bankahrunsins. Þannig er Höskuldur Hrafn Ólafsson, bankastjóri Arion banka, með um þrjár milljónir króna í mánaðartekjur sem er mun meira en forsætisráð- herra landsins sem hefur rétt rúma milljón í tekjur á mánuði. Birna Einarsdóttir fylgir fast á hæla Höskuldi með 2,6 milljónir á mánuði og Sigurður Atli Jónsson, sem ráðinn var bankastjóri MP banka um mitt síðasta ár, var með mánaðartekjur upp á 1,5 milljónir að meðaltali á árinu. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vermir neðsta sætið þegar litið er á meðaltekjur bankastjóra með um 1,1 milljón á mánuði. Athygli vekur að það er rúmlega tveimur milljónum minna en árið áður. Þess má geta að Landsbankinn er eini stóri bankinn sem er í meirihlutaeigu ríkisins. Krónan styrkist Margir muna eftir daglegum fréttum þess efnis að krónan væri að styrkjast. Slíkar fréttir bárust sjaldan eftir hrun en eru farnar að birtast á net- miðlum æ oftar þessi dægrin. Danska krónan er til að mynda núna undir 20 krónum en það hefur ekki gerst síðan á fyrri hluta ársins 2009. Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast og er gengisvísitalan komin niður í 208,5 stig. Þegar gengið var hvað veikast á árinu, í apríl, stóð vísi- talan í um 230 stigum. Evran kostar nú rúmlega 148 krónur og hefur ekki verið ódýrari frá því á fyrri hluta ársins 2009, eins og danska krónan. Dollarinn kostar nú rúmlega 120 krónur og pund- ið kostar um 189 krónur. Hafa þessir gjaldmiðlar ekki verið ódýrari síðan í desember í fyrra. Einkaneysla eykst Velta í dagvöruverslun jókst um 2,5 pró- sent á föstu verðlagi í júní miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 8,9 prósent á breytilegu verðlagi, að því er fram kemur í tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst. Sala áfengis jókst um sex prósent í júní miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 11,4 prósent á breytilegu verðlagi. Þá jókst velta skóverslunar um 16,8 prósent í júní á föstu verðlagi og um 19,5 prósent á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð fyrir ári. Velta húsgagna- verslana dróst saman en sala á raftækjum jókst um 10,6 prósent. Vísbendingar eru um að neysla haldi áfram að aukast á næstunni. Kaupmáttur eykst og var 5,3 prósentum meiri í maí síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þá fara væntingar neytenda vaxandi ef marka má væntingavísitölu Capacent sem hækkaði um 22,2 prósent frá júní í fyrra. Minni umferð Mun minni umferð var á hringveginum í nýliðnum júlí en undanfarin ár og hefur minni umferð ekki mælst síðan árið 2006, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Umferðin í júlí reyndist 2,4 prósentum minni en í sama mánuði í fyrra. Mestu munar um samdrátt á Norðurlandi. Á vef Vegagerðar- innar segir að hluti skýringarinnar á þessu kunni að vera að samkvæmt fyrstu tölum frá höfuðborgarsvæðinu sé talsvert meiri umferð innan borgarmarkanna í júlí en undanfarin ár. Vegagerðin spáir nú innan við prósents samdrætti í ár á hringveginum og að umferðin þar verði á milli þess sem hún var árin 2005 og 2006. Aldrei fleiri í vanskilum Tæplega 27.000 einstaklingar eru í alvarlegum vanskilum og hafa þeir aldrei verið fleiri, að því er fram kemur í tölum Creditinfo. Allt frá hruni hefur einstaklingum sem eru í alvarlegum vanskilum fjölgað statt og stöðugt, og ekkert lát er á þessari þróun. Creditinfo telur verulega líkur á því að uppboðsmálum muni fjölga á næstu mánuðum – miðað við þann fjölda sem nú er í alvarlegum vanskilum – og að nauðungarsölur nái hámarki næsta vor. Í ársbyrjun 2008 voru tæplega 16.000 í alvarlegum vanskilum. Ári síðar var talan komin upp í tæplega 18.000 og rúmlega 20.000 í ársbyrjun 2010. Í janúar 2011 voru 23.300 einstaklingar í alvarlegum vanskilum. Í dag eru þeir rúmlega 26.600. Þetta þýðir að tíundi hver fjárráða einstaklingur á Íslandi er í alvarlegum vanskilum, sem þýðir að vanskilin séu komin í löginnheimtu, og hefur ástandið aldrei verið jafnslæmt. Fleiri í utan- landsferðir Rúmlega 1.900 fleiri Íslendingar fóru utan í júní en í sama mánuði í fyrra, að því er fram kemur í talningum Ferða- málastofu. Í júní í ár voru þeir 39.361 en í fyrra 37.438. Fjölgun utanlandsferða verður að teljast tákn um bætt kjör landans frá því sem var fyrstu árin eftir hrun. Erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgar einnig stöðugt og hefur það sitt að segja fyrir þjóðarbúið en gjaldeyris- tekjurnar skila sér meðal annars til fyrirtækja í ferðaþjónustu, svo sem hótela. 74.325 erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum júní- mánuði eða tæplega 9.000 fleiri en í júní í fyrra. Þetta er 13,3 prósenta aukning á milli ára. Fjölgun einkahluta- félaga Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru skráð 185 ný einkahlutafélög í júnímánuði, flest í fasteignaviðskiptum. Til samanburð- ar voru 145 ný einkahlutafélög skráð í júní í fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 922, en það er rúmlega fimm prósenta aukning frá sama tíma í fyrra þegar 876 fyrirtæki voru nýskráð. Þá var 51 fyrirtæki tekið til gjald- þrotaskipta í júní, flest gjaldþrot voru í byggingarstarfsemi og mannvirkja- gerð sem og heild- og smásölu- verslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Fyrstu sex mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 572, en það er um 32 prósenta fækkun frá sama tíma í fyrra þegar 841 fyrirtæki var tekið til gjaldþrotaskipta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.