Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 37
 5Verslunarmannahelgin 3.–7. ágúst 2012 Þjóðhátíð í Eyjum Á rið 1977 var fyrst brekkusöng- ur á Þjóðhátíð í Eyjum undir stjórn Árna Johnsen. Síðan þá hefur brekkusöngurinn ver- ið árlegur viðburður á þjóðhátíð og hefur um árabil verið einn sá allra fjölsóttasti og vinsælasti. Þá er venj- an að Árni þenji raddböndin, vopn- aður kassagítar, og syngi hátt í 50 eða jafnvel 60 slagara við góðar undir- tektir margra þúsunda í Herjólfsdal. Samkvæmt hefð lýkur brekkusöngn- um á þjóðsöng Íslendinga og að hon- um loknum eru tendruð blys. Árið 2003 kom eilítið babb í bát- inn er Árni Johnsen, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins til nær 20 ára, var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyr- ir þjófnað. Hann afplánaði dóminn á Kvíabryggju og var hleypt út fyrr en til stóð, í febrúar 2004. Fangelsis- dómur Árna varð þó til þess að stórt skarð var höggvið í dagskrá Þjóðhá- tíðar árið 2003. Formaður þjóðhá- tíðarnefndar las upp úr bréfi frá Árna við upphaf brekkusöngsins. Árni sagði í bréfinu að sér þætti afar miður að geta ekki fengið að taka þátt í brekkusöngnum og sagði að allt fram á síðustu stundu hefði þyrla verið til taks að flytja hann til Vest- mannaeyja. Hann fékk þó ekki leyfi hjá Fangelsismálastofnun og dómsmálaráðuneytinu og komst ekki til Vestmannaeyja. Í bréfi sínu sagði Árni að allt hefði verið gert til þess að tryggja að hann gæti komið á Þjóðhátíð. „En við höfum þurft að glíma við menn sem fyr- irlíta fólk og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að gera lífið leiðinlegt,“ sagði meðal annars í bréfi Árna til þjóðhátíðargesta. Þó er ólíklegt að lífið hafi ver- ið leiðinlegt fyrir þá sem nutu brekkusöngsins árið 2003 undir stjórn Vestmannaeyingsins Ró- berts Marshall sem þá starfaði sem fréttamaður en situr nú á þingi fyrir Samfylkinguna. Er það mál manna að Róbert hafi staðið sig í stykkinu, verið vel æfður og mundað gítarinn af mikilli snilli. Árni Johnsen sneri þó aftur fílefldur ári síðar og hefur sung- ið og spilað við mikinn fögnuð á síðustu árum. Fyrir skemmstu birtist myndband á vefsíðunni mbl. is þar sem Árni og tónlistarmaðurinn Jón Jónsson bregða á leik. Þar hvet- ur Árni til þess í gríni að Þjóðhátíðin verði lögð niður til að verja lundana í Eyjum fyrir ágangi þjóðhátíðargesta. Árni og Páll Óskar „Árni Johnsen hegðaði sér ekki eins og viti borinn maður þegar hann stíaði mér og þáverandi elskhuga mínum í sundur í miðjum ástar- atlotum, og henti honum frá sér þannig að hann lenti utan í vegg.“ Þannig komst Páll Óskar Hjálmtýs- son söngvari að orði í aðsendri grein í Morgunblaðinu árið 1998. Tveimur árum áður hafði undar- legt atvik komið upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þegar kastað- ist í kekki milli Páls og þingmanns- ins. Árni Johnsen réttlætti framferði sitt gagnvart Páli og elskhuga hans á þá leið að hann hefði aðeins ver- ið að „vernda“ þjóðhátíðargesti fyr- ir ástaratlotum turtildúfanna. Hann sakaði Pál og elskhuga hans um að hafa viðhaft „ósiðlega tilburði“ fyr- ir framan þjóðhátíðargesti. Því vís- aði Páll alfarið á bug í grein sinni og nokkrir skemmtikraftar og áhorf- endur staðfestu frásögn hans í Séð og heyrt. Árni og Hreimur Brekkusöngvarinn knái hefur oft- ar en einu sinni valdið fjaðrafoki á Þjóðhátíð. Árið 2005 lenti honum og Hreimi Erni Heimissyni, söngv- ara Lands og sona, saman. Eftir at- vikið sendi Þjóðhátíðarnefnd frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún harmaði framferði Árna John- sen gagnvart Hreimi Erni Heimis- syni. Hreimur sak- aði Árna um að hafa slegið sig utan und- ir, en Árni sagðist hafa rekist slysalega á Hreim. „Það var því síður en svo ásetning- ur að bregða Hreimi söngvara,“ sagði Árni Johnsen í yfirlýsingu til fjölmiðla skömmu eftir Þjóðhátíðina. Árið 2006 og 2007 var Árni ekki ráðinn sem kynnir á Þjóðhátíð og í viðtali við Þjóðhá- tíðarblaðið sagði hann að sér hefði verið kastað fyrir borð af pólitísk- um ástæðum. Þá sendi Þjóðhá- tíðarnefnd frá sér yfirlýsingu um að Árni færi ekki með rétt mál. Ákveðið hefði verið að ráða hann ekki aftur sem kynni vegna fram- ferðis hans gagnvart Hreimi og vinnubragða hans í kjölfar atviks- ins. Stríðsöxin grafin Árni heldur ennþá uppi stuðinu með hinum sívinsæla brekkusöng á Þjóðhátíð í Eyjum. Lengi vel létu Páll Óskar og Hreimur ekki sjá sig á Þjóð- hátíð vegna atvikanna sem hér hef- ur verið sagt frá. Árið 2008 ákváðu þeir þó að brjóta odd af oflæti sínu og skemmta á hátíðinni. Þá samdi Hreimur og söng hið árlega þjóðhá- tíðarlag. Jafnframt kom Bubbi fram á hátíðinni, en tveimur árum áður hafði hann úthúðað Árna Johnsen á tónleikum og kallað hann glæpon og lygara. Þess má geta að þá skor- aði Árni Johnsen á Bubba í keppni í gítarleik og söng. Nú virðast þó tón- listarmennirn- ir fjórir hafa grafið stríðs- öxina, en bæði Bubbi og Páll troða upp á hátíð- inni í ár. Átök í Eyjum Brekkusöngur í blíðu og stríðu Golfkortið færðu hjá okkur 180 hrinGir samtals Frí spilun á 31 golfvelli ALLT AÐ 6 HRINGIR Á HVERJUM VELLI! Einstaklingskort Aðeins kr. 9000 Fjölskyldukort Aðeins kr. 14000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.