Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 38
6 3.–7. ágúst 2012 Verslunarmannahelgin Feðgin á Lækjartorgi n Valgeir Guðjónsson og Vigdís Vala Valgeirsdóttir spila á tónleikasyrpu 1.–6. ágúst Í NemaForum á Lækjartorgi hefst verslunarmannhelgin mið- vikudaginn 1. ágúst og er því ein sú lengsta í manna minn- um. Um er að ræða þétta tónleika- syrpu Valgeirs Guðjónssonar, en hann mun njóta liðstyrks Vigdís- ar Völu Valgeirsdóttur ungskálds og tónsmiðs. Tónleikasyrpan er haldin dag hvern dagana 1.–6. ágúst kl 20:00. Búast má við að Valgeir skarti lögum og textum á ensku sem urðu til í vinnudvöl hans í Banda- ríkjunum, lögum og textum sem Íslendingar hafa ekki áður notið. Valgeir ætlar að taka mið af þörf- um erlendra gesta og spinna fyr- ir þá léttar kynningar fyrir þau lög sem flutt eru á móðurmálinu. Spennandi verður að heyra hvern- ig Valgeir kynnir þessum góðu gestum íslenskan veruleika í text- um og tónum. Miðasala er við innganginn, en að fenginni reynslu er mælt með því að gestir bóki sig fyrir komu. Tekið er við pöntunum í síma 821 2428 og á asta@nema.is Verð kr. 2.500 og frítt fyrir 12 ára og yngri. Holl og heilbrigð skemmt- un við kjöraðstæður í hjarta höf- uðborgarinnar. Te og kaffi í boði hússins! Fossaganga Ferðafélag Íslands býður upp á þriggja daga gönguferð, svokall- aða Fossagöngu, um verslunar- mannahelgina. Lagt verður af stað á laugardag frá höfuðstöðv- um Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og haldið áleiðis í Þjórsárdal. Á laugardeginum verður geng- ið á Stangarfell og inn Fossárdal að Háafossi og komið að honum í fallegu gljúfri þar sem hinn 122 metra hái foss fellur fram af brún- inni. Á sunnudeginum verður ekið inn í Gnúpverjaafrétt og þaðan gengið með Bjarnarlæk að Þjórsá. Þaðan er göngunni haldið áfram og gist í skála í Gljúfurleit þar sem boðið verður upp á heitan mat. Á mánudeginum er ekið að Kóngs- ás og meðal annars gengið að fossinum Dynk. Dagurinn endar á göngu upp með Geldingaá sem fellur í mörgum stöllum í Þjórsá. Áætluð koma til Reykjavíkur er klukkan 20. Verð fyrir félagsmenn Ferðafélagsins er 27 þúsund krón- ur en fyrir þá sem ekki eru í fé- laginu kostar 30 þúsund. Einstakt útsýni Ferðafélagið Útivist býður upp á dagsferð á mánudag á fjallið Klakk sem er tæpir 1.000 metrar á hæð. Fjallið er einn af útvörðum Lang- jökuls og rís upp úr jaðri jökuls- ins miðja vegu á milli Geitlands- jökuls og Helgafells. Gönguleiðin að tindinum er löng og úr fjarska ber hann ekki með sér að bjóða upp á mikið útsýni. Af tindi hans fæst þó sérstakt sjónarhorn yfir svæðið suður og suðvestur af Langjökli. Gangan er um 30 kíló- metrar og er hækkunin um 500 metrar. Hún tekur 10 til 12 klukku- stundir. Fararstjóri er Grétar W. Guðbergsson. Ferðin kostar 4.900 fyrir félagsmenn en þeir sem ekki eru í Útivist greiða 5.900 krónur. Lagt er af stað frá BSÍ klukkan 8 á mánudag. 63. Kotmótið Árlegt landsmót hvítasunnu- manna, Kotmót, verður haldið um verslunarmannahelgina í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Kot- mót er nú haldið í 63. sinn en fjöldi mótsgesta hefur aukist með ári hverju auk þess sem dagskrá- in verður sífellt fjölbreyttari. Fyrir utan samkomuhald verður í boði sérstök barnadagskrá, viðburðir fyrir unglinga, varðeldur, tónleik- ar, karnival og margt fleira. Flestir viðburðirnir fara fram í Örkinni, en til upprifjunar má benda á að það er annað þeirra húsa sem áður hýstu hið víðfræga tívolí í Hveragerði. Eins og fyrri ár er að- gangur ókeypis inn á svæðið en greitt er fyrir tjaldsvæði og barna- dagskrá. Kotmót er bindindismót og opið fyrir alla. Gera má ráð fyr- ir að yfir 3.000 manns sæki mótið yfir helgina. S vo innblásnir voru tveir vestfirskir eldhugar af heim- sókn sinni á Heimsmeist- aramót mýrarboltans í Finnlandi árið 2004 að ekki varð aftur snúið. Strax sama ár hóf mýrarboltinn innreið sína á Vest- firði en stuttu eftir heimkomuna fór fram mýrarboltamót á Ísafirði. Á vef Mýrarboltafélags Íslands seg- ir að eftir góðar móttökur keppenda og áhorfenda á mótinu á Ísafirði var ákveðið að slá til og halda veglegt mót sumarið 2005. „Mótið sló í gegn og tóku 14 lið þátt, þar af 5 kvenna- lið,“ segir á vef félagsins og því við bætt að Mýrarboltafélag Íslands, sem sér um mótahald hafi einmitt ver- ið stofnað í kjölfarið á vel heppnaðri keppni í greininni. Mótshaldarar segja stefna í met- þátttöku þetta árið. „Nú þegar hafa 56 lið skráð sig til þátttöku, og má þar bæði sjá þaulreyndar og velþekktar mýrarboltakempur eins og til dæmis FC Kareoke og Wakiki Nullrocks, en einnig má sjá ný og fersk nöfn bæt- ast í fríðan hóp þátttakenda.“ Upp- rennandi mýrarboltakempur sem eiga ekki vini með sama áhuga- mál geta skráð sig í sérstök skraplið. „Það er alltaf fullt af einstaklingum eða fólki í litlum hópum sem safn- ast í skrapliðin og er það frábær leið til að kynnast nýju fólki og hafa gam- an,“ segir á vef Mýrarboltans. Þátt- tökugjald eru 8.500 krónur á kepp- anda á mótinu en miðinn gildir einnig á þrjú „dúndurböll“ og á loka- hóf keppninnar. Þeir sem ekki vilja keppa en langar að mæta og vera hluti af stemningunni geta keypt ballband fyrir 6.500 krónur. Mýrarbolti að hætti Finna n 56 lið keppa í ár og stefnir í metþátttöku n Öll flug að fyllast Að koma sér á staðinn Flug Fljótlegast er að fljúga. Flugfélag Íslands flýgur tvisvar á dag til Ísafjarðar frá Reykjavík og oftar þegar þurfa þykir. Hægt er að bóka far á heimasíðu félags- ins. Það fer þó hver að verða síðastur að panta flug ætli hann til Ísafjarðar þessa verslunarmannahelgi. Flug virðist að mestu bókað og það sem er laust kostar samkvæmt vef Flugfélags Íslands tæp- lega 40 þúsund krónur fram og til baka. Að aka sjálfur Um þrjár leiðir er að velja. Vinsælustu leiðirnar eru annars vegar um Dali, Þröskulda og Ísafjarðardjúp, 455 kílómetra löng og hinsvegar um Dali og Dynjandisheiði, 455 kílómetra löng. Fyrri leiðin er á malbiki alla leið en sú seinni er drjúgan hluta á möl. Gera má ráð fyrir að það taki um 5 tíma að keyra frá Reykjavík til Ísafjarðar. Vertu samfó Á vefnum Samferða.net er auðvelt að komast í samband við fólk sem er á sömu leið og þú. Þannig er bílferðin bæði skemmtilegri og fleiri um bensínút- gjöldin. Valgeir og Vigdís Vala Spila lög sem Íslendingar hafa ekki heyrt áður á lítilli tónlistarhátíð í miðborginni. Í djúpum skít Búningarnir skipta gríðar- legu máli þegar keppa skal í mýrarbolta. Í trans Það er líkt og leikmenn séu fallnir í trans. Hvaða guð liðsmaðurinn á hnjánum er að tilbiðja er óljóst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.