Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 52
3. ágúst 1914 - Þjóðverjar sögðu Frökk- um stríð á hendur. 1958 - Kjarnorkuknúni kaf- báturinn USS Nautilus sigldi undir Norðurpólinn. 1960 - Níger fékk sjálfstæði frá Frakklandi. 1969 - Í Húsafellsskógi voru um tuttugu þúsund manns á Sum- arhátíðinni, eða um tíu prósent allra Íslendinga. Þetta er fjöl- mennasta úti- hátíð sem haldin hefur verið um versl- unarmanna- helgi á Íslandi. 4. ágúst 1907 - Ungmennafélag Íslands var stofnað og var fyrsti formaður þess Jóhannes Jósefsson. 1928 - Ásta Jóhannesdótt- ir synti frá Við- ey til Reykja- víkur. Sundið tók tæpar tvær klukku- stundir og er um fjórir kílómetrar. 1993 - Alríkisdómari dæmdi tvo lögreglumenn frá Los Angeles í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á réttindum Rodney King. 5. ágúst 1874 - Þjóðhátíð hófst á Þingvöll- um í tilefni af 1000 ára Íslands- byggð og stóð í fjóra daga. 1943 - Sjö manna áhöfn þýskr- ar flugvélar komst lífs af er vél þeirra var skotin niður úti fyrir Norðurlandi. Bandarísk flugvél skaut hana niður. 1949 - Knattspyrnufélagið Þróttur var stofnað í bragga við Ægissíðu. 1985 - Kertum var fleytt á Reykjavíkurtjörn til minningar um 40 ár frá því að kjarnorku- sprengju var varpað var á Hiros- hima í Japan 6. ágúst 1945. 6. ágúst 1933 - Steinn Steinarr skáld og fjórir aðrir hlutu dóm fyrir að skera niður hakakrossfána við hús þýska vararæðismanns- ins á Siglufirði. 1937 - Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis var stofnað á stofnfundi. 1974 - Gerald Ford tók við emb- ætti Banda- ríkjaforseta í kjölfar afsagn- ar Nixons. 7. ágúst 1727 - Öræfajökull tók að gjósa. Mikið öskufall stóð í þrjá daga svo sá vart mun dags og nætur. Gosið stóð í eitt ár. Áður gaus Öræfajökull á sögulegum tíma árið 1362 og lagði þá Litlahérað í auðn. 1772 - Útilegumennirnir Fjalla- Eyvindur Jónsson og Halla Jónsdóttir voru handteknir á Sprengisandi og flutt norður í Mývatnssveit. Skömmu síðar slapp Eyvindur og tókst honum fljótlega að frelsa Höllu. Þau lágu úti í tæpa tvo áratugi. 1945 - Áfengisskömmtun, sem staðið hafði í fimm ár, var hætt. 36 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað Stórafmæli Dröfn Áslaugsdóttir, 40 ára 3. ágúst 40 ára 6. ágúst Söngkonan Geri Halliwell sem var þekkt sem Ginger Spice í Spice Girls. 52 ára 7. ágúst David Duchovny varð stórstjarna þegar hann lék Fox Mulder í The X-Files. 51 árs 4. ágúst Fyrsti þeldökki forseti Bandaríkjanna, Barack Obama. Stórafmæli Viðskiptafræðingur og fyrrverandi skáti É g fæddist á Akureyri en fluttist síðan til Reykjavíkur og bjó þar fyrstu tvö ár ævinnar,“ segir Dröfn. „Þá flutt- ist ég til Akureyrar og bjó þar til sex ára aldurs og gekk í núll-bekk í Lundarskóla,“ segir hún og bætir við hlæj- andi að hún hafi nú eiginlega verið í þremur skólum. „Síð- an flutti ég árið 1979 í Öng- ulstaðarhrepp og var fyrri hluta grunnskólagöngunn- ar í Laugalandsskóla í Eyja- fjarðarsveit.“ Dröfn flutti síðan aftur til Akureyrar. „Ég kláraði síðan grunn- skólagönguna í Glerárskóla – lítið meira um það að segja, þannig lagað!“ Hún starfaði í Skátafélaginu Klakki á Ak- ureyri sem barn og ungling- ur og í Hjálparsveit skáta á Akureyri í nokkur ár. Hún var einnig í Tónlistarskólan- um á Akureyri og lærði þar á orgel og klarínett frá 12 til 17 ára aldurs. Lagði stund á viðskipta- fræðinám Eftir gagnfræðiskólagöng- una hélt Dröfn í Verk- menntaskólann á Akureyri. Þaðan útskrifaðist hún af félagsfræðibraut á því herr- ans ári 1993. Á árunum eft- ir það vann hún við mörg mismunandi störf, m eðal annars sem dagmamma og sem starfsmaður Búnaðar- bankans. Einnig stundaði hún nám í viðskiptafræði við HA veturinn 1995–1996. „Síðan hóf ég aftur nám í Háskólanum á Akureyri og kláraði viðskiptafræði þar,“ segir hún. Lokaverkefni Drafnar frá háskólanum árið 2002 fjallar um frammistöð- ustjórnun og nýtingu mannauðs. Starfar hjá þekkingar- fyrirtæki „Svo fór ég að vinna sem skrifstofustjóri á bifreiða- verkstæði sem heitir Trukk- urinn frá 2002–2006,“ segir hún. Dröfn vann einnig hjá Einingaverksmiðjunni Borg á árunum 2006–2007. Hún hóf störf hjá þekkingarfyr- irtækinu KPMG á Akureyri árið 2007 og starfar þar enn. Hún á þrjár dætur með eig- inmanni sínum, Sveinbirni Sveinbjörnssyni, sem hún kynntist árið 1990. „Við höf- um búið saman hérna á Ak- ureyri síðan þá.“ Fjölskylda Drafnar n Foreldrar: Hulda Harðardóttir f. 17.08.1951 Áslaugur Haddsson f. 06.11.1952 n Systkini: Haddur Áslaugsson f. 10.06.1975 Rósfríð Kristín Áslaugsdóttir f. 06.01.1977 n Maki: Sveinbjörn Sveinbjörnsson f. 27.06.1971 n Börn: Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir f. 16.01.1992 Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir f. 20.10.1998 Áslaug Dröfn Sveinbjörnsdóttir f. 07.09.2004 Með háskólapróf í bleiuskiptingum Dofri Örn Guðlaugsson uppeldisfræðingur, 40 ára 5. ágúst Þ ú veist að við sem eig- um afmæli um versl- unarmannahelgina eigum ekkert afmæli því það er enginn heima á þessum tíma,“ seg- ir Dofri Örn hlæjandi þegar blaðamaður hefur samband vegna stórafmælis hans. „Ég er Njarðvíkingur í húð og hár, hef alltaf verið það og eyddi æsku- árunum þar. Það var glæsilegt að búa þar, nálægt sjónum og hernum og frjálsræðið var mikið.“ Þegar Dofri Örn var lítill var herinn ennþá á landinu, þar sem Keilir er staðsettur í dag. „Það hafði að sjálfsögðu góð áhrif á mann að búa í ná- vígi við herinn og flugvélarnar og allt sem þeim fylgdi, maður bar mikla virðingu fyrir þessu öllu.“ Fyrir tvítugt var hann svo kominn með einkaflug- mannspróf. Lærði uppeldisfræði í Danmörku Dofri Örn er hámenntaður og hefur farið í ýmsa skóla: „Ég fór í Njarðvíkurskóla í grunn- skóla, svo fór ég í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og svo fór ég til Danmerkur í háskóla- nám í Gentofte Seminarium þar sem ég lærði uppeldis- fræði. Danska uppeldisfræðin er þriggja og hálfs árs nám og er blanda af því sem á Íslandi er bæði leikskólakennari og þroskaþjálfi svo að ég hef starfsleyfi þroskaþjálfa á Ís- landi. Eftir að ég kom heim til Íslands starfaði ég í upp- eldisgeiranum. Fyrst eftir að ég kom heim var ég deildar- stjóri á sérdeild fyrir einhverfa í Hamraskóla, svo var ég að vinna hjá Vinnuskóla Reykja- víkur í mörg ár, bæði sem fræðslustjóri og svo alls kyns sérverkefni. Svo breytti ég al- veg til og varð þjónustustjóri hjá Securitas, þar sem ég var með rúmlega 50 manns und- ir mér og við sáum um gæslu hjá stærstu staðbundnu gæslustöðunum á höfuð- borgarsvæðinu. Ég sá líka um fræðslumálin fyrir öryggis- verðina.“ Skiptir á rúmum á Stöðvarfirði Eftir að Dofri hætti hjá Secur- itas fór hann aftur í skóla. „Ég fór að læra flugumferðastjórn- un á Keili og kláraði bóklega hlutann í vor. Þá er ég kominn með réttindi til að sækja um að komast í starfsnám og það tek- ur um þrjú ár. Nú bíður maður bara eftir að það verði auglýst eftir fólki og þá sæki ég um.“ Í sumar hefur hann dvalið úti á landi þar sem hann er að gera alveg nýja hluti. „Nú í sum- ar rek ég gistiheimili og kaffi- hús á Stöðvarfirði sem heit- ir Saxa. Vinur minn fékk þetta eiginlega upp í hendurnar og ég er búinn að vera að vinna hjá honum síðastliðið árið en hann rekur Hótel Bláfell. Svo núna er ég að skipta á rúm- um og svona, þó ég sé þroska- þjálfari. Ég er með háskólapróf í því að skipta um bleiur en ég hef eiginlega ekkert unnið við það“ segir hann hlæjandi. „Við erum bara þrjú sem sjáum um þetta svo við göngum öll bara í öll verkefni, ég er til dæmis að skipta á rúmum núna og á eftir fer ég í eldhúsið og svo að versla inn.“ Generalprufa fyrir afmæli Dofri segist ekki ætla að halda upp á afmælið strax. „Opin- berlega þá var ætlunin ekki að koma aftur í bæinn fyrr en í september, en ég ætla samt að „læðast“ í bæinn um versl- unarmannahelgina og tjútta smá. Það verður bara eins kon- ar generalprufa fyrir afmælið sem ég held svo í haust,“ segir þessi hressi uppeldisfræðing- ur að lokum. Dofri Örn „Nú í sumar rek ég gistiheimili og kaffihús á Stöðvarfirði.“ Fjölskylda Dofra n Foreldrar: Guðlaugur Borgarsson f. 23.3. 1932 – d. 14.2. 2010 Katrín Sigurðardóttir f. 15.7. 1937 n Systkini: Sigurður Óskar Lárusson f. 24.4. 1955 Lárus Ingi Guðlaugsson f. 25.2.1959 Soffía Guðlaugsdóttir f. 9.7. 1960 Sigurbjörg Guðlaugsdóttir f. 4.8. 1962 Sædís Guðlaugsdóttir f. 24.6. 1963 Magnea Guðlaugsdóttir f. 5.4. 1969 n Kærasti: Vilhjálmur Þór Merkis- atburðir Dröfn Áslaugsdóttir Starfaði í Skátafélaginu Klakki á Akureyri sem barn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.