Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 56
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 04 Ágú 03 Ágú 05 Ágú Mosfellsdalur 2012 Fjölskylduhátíð með hestaívafi sem fer fram á Mosskógum í Mosfellsdal. Hátíðin verður sett á Laxnesi klukkan 16 á föstudag. Þaðan er riðið á Mosskóga þar sem hátíðin fer fram. Nánari upplýs- ingar á Facebook undir Mosfells- dalur 2012. Hátíðin er ókeypis fyrir utan gistingu á tjaldstæði og inn á dansleik á laugardagskvöldinu. Innipúki alla helgina Hinn árlegi Innipúki hefst á föstu- daginn. Hægt er að kaupa miða á midi.is en þétt dagskrá er alla helgina. Á föstudag koma fram Dr. Gunni, Kiriyama Family, Borko, Auxpan, Jónas Sigurðsson, Prins póló og Mammút. Palli í Sjallanum Síðasta Sjallaballið er ekki búið því Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að halda uppi fjörinu þar á laugardaginn. Það er bara einn Palli og ballið stendur langt fram á morgun. Það er opið í Sjallanum til 05.00. Stuttmynd í Skaftfelli Á sunnudaginn verður eistnesk stuttmyndahátíð í Skaftfelli á Seyðisfirði. Það eru þau Ülo og Heilika Pikkov sem velja myndirnar og munu þau einnig halda stutta kynningu um hverja mynd. Stutt- myndakvöldið hefst klukkan 20.00 og er áætlaður sýningartími um klukkustund. Nánari upplýsingar um myndirnar er að finna á Face- book-síðu Skaftfells. 40 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g H era Hilmarsdóttir fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Da Vinci’s Demons sem sýndir verða næsta vor í Bandaríkjun- um, Bretlandi og víðar. Það er David S. Goyer sem skrif- ar handrit þáttanna og leik- stýrir þeim en hann er einn þekktasti handritshöfund- ur Hollywood um þessar mundir. Goyer skrifaði til að mynda handritið að mynd- unum Batman Begins, The Dark Knight og The Dark Knight Rises ásamt leikstjór- anum Christopher Nolan. Hera hefur verið búsett í Bretlandi síðustu fjögur ár en frá því að hún útskrif- aðist úr London Academy of Music and Dramatic Arts, eða LAMDA, fyrir um ári síð- an hefur hún náð eftirtektar- verðum árangri í leiklistinni. Hún hefur meðal annars unnið með Keiru Knightley og Jude Law. Hera heldur sér þó á jörðinni þrátt fyr- ir skjótan frama og ætlar að halda áfram að taka að sér spennandi verkefni sama hvar þau eru. Vinkona Da Vinci „Ætli þetta sé ekki stærsta tækifærið hingað til,“ segir Hera um þættina Da Vinci’s Demons en landsmenn ættu að kannast við leikkonuna ungu úr myndinni Veðra- mót, þar sem hún fór með eitt af aðalhlutverkunum, og spennuþáttunum Svörtum Englum. Hera er dóttir Hilm- ars Oddssonar leikstjóra og Þóreyjar Sigþórsdóttur leikkonu og á því ekki langt að sækja hæfileikana. „Þættirnir eru samstarfs- verkefni BBC og banda- rísku sjónvarpsstöðvarinn- ar Starz,“ bætir Hera við en sjónvarpsrisinn Fox hefur keypt dreifingarréttinn af þáttunum en þeir eru með á sínum snærum þætti eins og American Idol, Bones, Family Guy, Glee, House, The Simpsons og marga fleiri. Auk þess að hafa skrif- að handritið að Batman- þríleiknum þá hefur Goyer einnig skrifað handritið að Blade-myndunum og vænt- anlegum myndum um Superman og Godzilla. Líkt og nafn þáttanna gefur til kynna fjalla þeir um Leon- ardo Da Vinci og gerast á 15.öld. „Þættirnir fjalla um Da Vinci þegar hann var ung- ur og einskonar gengi hans sem ég er hluti af. Ég leik sem sagt stúlku sem kemur frá mjög fátæku heimili og er því send í klaustur fjarri fjölskyldu sinni til að afla sér menntunar og mögulegra tækifæra. Í Flórens kynnist hún Da Vinci og fer hægt og rólega að vinna fyrir hann og sitja fyrir hjá honum,“ en Da Vinci og verk hans þarf vart að kynna fyrir lesendum. Hann málaði til að mynda eina frægustu mynd allra tíma, af Mona Lisu. Hera segir að Da Vinci’s Demons sé ekki týpísk sögu- leg sería. „Þær eiga það til að geta orðið svolítið þurrar en þetta er spennandi „thrill- er“ þar sem nóg er um að vera.“ Ekki vantar efniviðinn en Da Vinci var ekki bara listamaður og myndhöggv- ari heldur uppfinningamað- ur og ævintýramaður mik- ill. Inn í söguna tvinnast svo Vatíkanið og rómverska bræðralagið Synir Míþrasar. „Ég byrjaði í tökum í júní og verð sennilega fram í nóv- ember en ég reikna með að þættirnir verði frumsýndir í mars á næsta ári.“ Lánsöm og dugleg Hera var ekki búin með skól- ann þegar hún hreppti fyrsta hlutverkið úti en það var í sjónvarpsþáttaröðinni World Without End. Hún skart- ar nokkrum heimsþekktum meðleikurum og má þar nefna Cynthiu Nixon úr Sex And The City og Peter Firth sem aðdá- endur þáttanna Spooks ættu að kannast vel við. En Hera lék eiginkonu hans í þáttunum. En hvernig hreppir mað- ur svona hlutverk og það fyrir útskrift? Það er ekki algengt að nýútskrifaðir leikarar fái þau tækifæri sem Hera hefur feng- ið síðasta árið „Á síðasta árinu í skólanum eru sýningar og við bjóðum umboðsmönnum. Ef þú ert í skóla sem er nógu góður og vinsæll þá kemur fleira fólk og þú ert líklegri til að koma þér á framfæri.“ Hera þurfti þó að hafa fyr- ir sínu, fara í prufur og sanna sig. Sem hún og gerði. „Ég var svo lánsöm að hreppa þetta fyrsta hlutverk síðasta sumar og þegar maður hefur fengið eitt þá er maður líklegri til að fá annað. Síðan vindur þetta upp á sig.“ Þurfti að bjarga sér Hera tók meðvitaða ákvörðun um það á sínum tíma að fara út og standa á eigin fótum. „Það hefur bæði verið erfitt, skemmtilegt og allt þar á milli. En þetta er algjörlega það sem ég vildi gera og ég valdi erfiðu leiðina að mér fannst. Ég vildi skora á sjálfa mig með því að fara út. Ég vildi komast í umhverfi þar sem ég þekkti ekki neinn og þurfti bara að bjarga mér sjálf. Ég er bara mjög ánægð með að hafa gert það. Fá þá líka tækifæri til að vinna úti því maður veit aldrei hvern- ig það verður og þess vegna ætla ég líka að njóta þess á meðan ég get.“ Hera, Keira og Jude En sagan er ekki öll sögð enn þar sem Hera fékk einnig hlutverk í myndinni Anna Karenina sem frumsýnd verður í desember á þessu ári. Þar er á ferðinni mynd sem skartar Keiru Knightley og Jude Law í aðahlutverk- um en þau teljast alla jafn- an til hóps þekktustu leikara heims. Myndinni er leikstýrt af Joe Wright en hann hef- ur gert myndir eins og The Soloist með þeim Robert Downey Jr. og Jamie Fox og Atonement sem var með- al annars tilnefnd til Ósk- arsverðlauna sem besta myndin á sínum tíma. „Myndin er byggð á sögu Tolstoy og er sagan sögð á frekar óhefðbundinn en spennandi hátt. Sagan er eiginlega öll sögð í gegn- um leikhús og myndin tekin upp í nett klikkuðum Fellini- stíl,“ segir Hera og vísar þar í ítalska kvikmyndaleikstjór- ann Federico Fellini sem var þekktur fyrir sérstakan stíl sinn. „Ég leik sem sagt Varyu sem er mágkona Vron- sky sem er ástmaður Önnu Kareninu.“ Óneitanlega steikt Miðað við hvað Hera hef- ur afrekað frá útskrift er hún hógvær með meiru en neitar því þó ekki að það hafi ver- ið hálf súrrealísk upplifun að vinna með svo þekktum nöfnum. „Jú, það var óneit- anlega mjög steikt. En maður bara segir við sjálfan sig: OK, þetta er að gerast og mætir í tökur. Maður gerir sitt besta og heldur sínu striki þó mað- ur klúðri einhverju. Það er í fínu lagi. Það gera það all- n Hera Hilmarsdóttir í Da Vinci’s Demons n „Nokkuð steikt“ að leika með Keiru Knightley n Ekki hætt að leika á Íslandi handritshöfundur batman myndanna leikstýrir heru Hera Hilmarsdóttir Ung og upprennandi leikkona. Hjálmar á Rauðku Hjálmar leika á Græna hattinum á Akureyri á laugardaginn en á sunnudaginn er komið að Kaffi Rauðku á Siglufirði. Þar fer fram Síldarævintýrið eins og venjulega. Það er hljómsveitin Danimal sem hitar upp fyrir Hjálma. „Bókina ættu allir að lesa …“ Ég er á lífi, pabbi Siri Mari Seim Sønsteli, Erik Sønsteli „Endalok á epískum þríleik“ The Dark Knight Rises Christopher Nolan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.