Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 68
Svona lítur iPhone 5 út n Nýjar myndir leka á netið N ýjar myndir af væntanlegum iPhone 5 hafa lekið á netið. Áður hafa svipaðar mynd- ir sést á netinu en nú þegar styttist í markaðssetningu símans virðast flestir tæknimiðlar sammála um það að þarna sé á ferðinni raun- verulegt útlit símans. Eins og sjá má er hann nettari en forveri hans. Hann er þynnri og bakhlið hans er úr áli en á iPhone 4s eru hliðarnar úr áli en bakhliðin úr plasti. Framhlið símanns er svipuð en á botni hans má sjá hið nýja 19-pin vöggutengi sem mun leysa af hólmi hið klassíska 31-pin vöggutengi sem hefur einkennt vörur Apple í nærri áratug. Þá sést einnig að heyrnar- tólatengið er komið á neðri enda símans en það hefur hingað til verið á efri efna hans líkt og á iPod. Þessar myndir af smáatriðun- um í útliti iPhone 5 eru í raun eitt verst geymda leyndarmál tækni- heima. En þangað til Apple birtir sjálft myndir og smáatriði um nýja símann mun alltaf ríkja einhver dulúð. Þessar myndir staðfesta þó flest af því sem kom fram í nýlegri frétt Reuters sem staðfesti nýja tengið en það hefur verið hvað mest rætt hing- að til. Nýja tengið er orðið löngu tímabært að margra mati á meðan aðrir eru ósáttir við að þurfa að upp- færa fylgibúnað. Líklega verður þó hægt að fá millistykki. Nýjustu fregnir herma að iPhone 5 og iPad Mini verði kynnt um miðj- an september og fari á markað skömmu síðar. asgeir@dv.is 52 Lífsstíll 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað Skósóli á símann Ef þér finnst gripið á nýja tæp- lega 150.000 króna iPhone-síman- um þínum ekki nægilega gott þá ætti Vans Waffle-hulstrið að vera eitthvað fyrir þig. Bakhlið þess er nefnilega úr gúmmíi. Því sama og Vans notar í sólana á skónum sínum en munstrið er einnig eins og á skósóla. Hulstrið er fáanlegt í hvítum, svörtum og bleikum lit. Ytra kostar það 28 dali eða 3.500 krónur. Símon mælir með Lookout Tæknisíðan simon.is mælir með öryggis-appinu Lookout fyrir snjallsímanotendur en það gefur notendum til dæmis möguleika á að staðsetja síman sinn með GPS-stillingum. Þá getur þú látið símann gefa frá sér hljóð ef hann finnst ekki, skannað fyrir vírusum þegar þú setur upp forrit, stundað örugga vefskoðun og margt fleira. Þá er sagt að frí útgáfa forritsins sé meira en nóg en hún sé svo góð að það gæti orðið til þess að hönnuð- ir Lookout gætu hætt að sinna því og uppfæra. Mixteip í vasann Þeir sem ólust upp við kassettu- tækið muna eftir hinu svokallaða „Mixtape“. Stafræn væðing tónlist- ar gerði út um mixteipið en það gat tekið heilu klukkustundirnar og mikla þolinmæði að raða upp- áhalds lögunum á kassettu. Það mun því eflaust gleðja einhverja að nú sé hægt að fá Mixtape-MP3 spilara. Spilarinn lítur út eins og kassetta og er með 2GB minni. Hleðsla hans býður upp á fjóra klukkutíma í spilun en græjan heitir theMakerBot Mixtape. iPhone 5 Eitt verst geymda leyndarmál tækniheima. iLab láku myndunum fyrstir í vikunni. J apanska fyrirtækið Suidobas- hi Heavy Industry kynnti nýju- stu vöru sína á Wonder Festi- val í Tókýó á sunnudag. Er það fjögurra metra vélmenni sem vegur 4,4 tonn og hægt er að stjórna með snjallsíma og 3G-tengingu. Græjan kostar 1,35 milljónir dala eða nær 1,4 milljarða króna og verð- ur hægt að kaupa sér eintak innan skamms. Fáanlegt í bleikum lit Vélmennið verður fáanlegt í 16 litum, þar á meðal bleikum og svörtum, en fyrir auka 11.500 krónur er hægt að fá glasahaldara í stýriklefann. Vél- menninu, sem kallast Kuratas, er sem sagt stjórnað af einum aðila sem staðsettur er í því miðju. Þó einnig sé hægt að stjórna því með fyrrgreind- um hætti í gegnum síma. Vélmennið er knúið áfram af dísilvél og er á fjórum „fótum“ sem á eru dekk. Til stendur að betrumbæta vélmennið sem hefur verið í þróun frá ársbyrjun 2010 með það að markmiði að það geti gengið. 6.000 kúlur á mínútu Kuratas getur keyrt á allt að 10 kíló- metra hraða á klukkustund en vél- mennið er vel vopnað, útbúið tveim- ur stórum vélbyssum eða „mini guns“ sem geta skotið allt að 6.000 plastkúlum eða BB-skotum á mín- útu. Þá er einnig að finna eldflauga- byssu sem skýtur vatnsflöskuflaug- um, svokölluðum „bottle rockets“. Einnig flugeldum. Vélmennið er með skynjunarbúnað sem nemur skot- mörk sín með hreyfingu og fylgir þeim eftir svo að ekki er auðvelt að komast undan. Þegar Kuratas hefur læst miði sínu á skotmarkið þarf sá sem stýrir vélmenninu ekki annað en að brosa til að hleypa skotum af. Þó svo að fyrirtækið bjóði al- menningi að kaupa þessa útgáfu af vélmenninu þarf ekki mikið ímynd- unarafl til þess að sjá hversu hættu- legt stríðstæki er þarna á ferð þegar leikföngunum hefur verið skipt út fyrir alvöru vopn. Framtíðarsýn? Það voru listamaðurinn Kogoro Kurata og vélmennahönnuðurinn Wataru Yoshizaki sem þróuðu Kurat- as en Suidobashi stefnir á fjölda- framleiðsu. Það verður þó að teljast ólíklegt að eftirspurnin verði nægileg til þess enda á fárra færi að kaupa sé eitthvað, hvað þá vélmenni, á 1.400 milljónir króna. Vélmennið gæti þó gefið innsýn í framtíð hernaðar. Sér- staklega vegna fjarstýrikerfisins, þar sem hægt væri að senda fullkom- in ómönnuð vélmenni á vettvang til þess að berjast. Hægt er að sjá hin ýmsu mynd- bönd og þar á meðal kennslumynd- bönd um hvernig nota skuli vél- mennið á YouTube. asgeir@dv.is n Kostar 1,4 milljarða króna n Vopnað vatnsflaugum og plastkúlum Vélmenni stjórnað með snjallsímanum Vélmennið Kuratas Ásamt listamannin- um Kogoro Kurata og vélmennahönnuður- inn Wataru Yoshizaki ásamt „vélstjóranum“ Önnu. SKjáSKot aF VeF Daily Mail Stjórnað með síma Vélmennið er fáan- legt í 16 litum. MyND youtube
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.