Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 78
Umkringdur stjörnum í skemmtiferð n Sakaður um „hórerí“ fyrir að hitta Henry N ei, þetta var nú bara svona skemmtiferð með góðu fólki,“ segir sjónvarpsmað- urinn Björn Bragi Arnarsson nýkominn frá Bandaríkjunum eft- ir vel heppnaða ferð þar sem hann skellti sér meðal annars á leik með sínu uppáhalds félagi í ensku úrvals- deildinni; Tottenham Hotspur. DV spurðist fyrir hjá kappanum hvort hann væri með nýjan sjónvarps- þátt í vinnslu um ævintýri Gylfa Sig- urðssonar hjá enska félaginu en svo reyndist ekki vera. Björn hefur uppfært fylgismenn sína á Twitter nokkuð reglulega síð- ustu daga með myndum úr ferðinni sem vafalaust hafa gert einhverja græna úr öfund. „Við fórum á leik Tottenham og New York Redbulls og ég hitti einhverja leikmenn úr liðinu sem var gaman enda ég mikill Tottenham-maður.“ Af myndunum að dæma fékk Björn að valsa um baksviðs og hitta nokkrar stjörnur. Meðal annars Aar- on Lennon, Tom Huddlestone og Kyle Walker. Segir Björn að hæg hafi verið heimatökin enda Íslendingar í báðum liðum, þeir Gylfi og Guðlaug- ur Victor Pálsson sem leikur með Red Bulls í bandarísku MLS-deildinni. Viðureign liðanna var liður í undir- búningi enska félagsins. Björn vildi þó ekki taka alveg svo djúpt í árina að segja að hann hafi verið að hitta átrúnaðargoðin sín en „það var mjög skemmtilegt að sjá þessa leikmenn sem maður er að horfa á í hverri viku.“ En menn sendu Birni þó einhverj- ar pillur fyrir að stilla sér upp á mynd með stórstjörnunni Thierry Henry. Aðspurður um þetta hlær Björn. „Já, Henry er auðvitað frægasta Arsenal- legendið og ég harður Tottenham- maður þannig að menn vildu meina að ég væri ekkert annað en hóra vegna þess að ég pósaði með hon- um. En ég lét það sleppa fyrst hann er farinn frá Arsenal.“ Vísar hann þar til Twitter-skilaboða frá knattspyrnu- stjörnunni Alfreð Finnbogasyni sem hafði skotið á hann. 62 Fólk 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað S vona hljómar ljóðið Hval- beinið í Takena, eftir kín- verska ljóðskáldið og við- skiptamógulinn Huang Nubo, í þýðingu Hjörleifs Sveinbjörnssonar. Ljóðið orti Nubo þann 30. júní árið 2009 í þriðju búð- um McKinley-fjalls, hæsta fjalls Norður-Ameríku. Greining Hvalbeinið í Takena er ljóðræn ferða saga manns sem kaupir hólk úr hvalbeini af indjánahöfðingja í Takena, en þarna er líka lýst andatrú og álögum sem hvíla á gripnum og ferðalangurinn flækist í. Hvalbeinið reynist hafa í sér örlög ættbálksins sem veiddi hvalinn sem beinið er úr, en hvalurinn gleypti þrjú hundr- uð forfeður indjánans fyrir tvö þús- und árum. Ættbálkurinn hefur beint hatri sínu að hvalbeininu og bölv- un hans verður ekki aflétt fyrr en að tvö þúsund árum liðnum þegar því er spáð að maður muni koma og kaupa beinið. Sá er enginn annar en ferðalangurinn sjálfur sem hverf- ur inn í höfuðskel hvalsins og tekur þannig á sig áhyggjur og hatur ætt- bálksins. Í niðurlagi ljóðsins er gef- ið í skyn að þessa reynslusögu megi skilja sem „heimsins tákn“ og hún endurspegli veröldina eins og hún er. Sá sem talar í ljóðinu er væntan- lega maður frá Kína – borgin Beijing er nefnd í niðurlaginu – og hann er fulltrúi þeirra sem hafa nóg á milli handanna, enda kemur fram að hann hefur efni á því að ferðast og á dollara. Kannski má skilja þetta svo að hinn velmegandi nútímamaður geti auðveldlega komið sér í vand- ræði ef hann reynir að kaupa það sem tilheyrir frumbyggjum fjarlægra svæða? Niðurstaðan er að minnsta kosti sú að ferðalangurinn situr uppi með allar sálirnar sem hvalurinn gleypti og hverfur til síns heima með sjálfan sig í farangrinum, þannig að varla er hlutskipti hans gott þegar upp er staðið. Afkastamikill höfundur Þetta er ekki eina ljóðverk Nubos. Hann hefur gefið út fjölda ljóðabóka í Kína. Meðal útgefinna bóka hans má nefna Elskar mig ei meir og Litla Kanínan. Verk hans hafa verið þýdd á fjölda tungumála; ensku, japönsku, frönsku, mongólsku, kóresku og tyrk- nesku – og nú íslensku. Hvalbeinið í Takena er þó eina ljóð Nubos sem til er í íslenskri þýðingu. Verðlaunaður dreifbýlisunnandi Nubo, sem hyggst ráðast í stórtækar framkvæmdir á einu dreifbýlasta svæði landsins, Grímsstöðum á Fjöll- um, hefur gagnrýnt þéttbýlismenn- ingu í ljóðum sínum. Sem dæmi má nefna bút úr ljóðinu Miðnætti í Los Angeles: „Ys og þys stórborgarinnar er ekki fyrir mig. Eins og betlara finnst mér betra að rölta um grófgera vegi sveitarinnar.“ (lausleg þýðing blaða- manns.) Nubo er verðlaunahöfundur sem hefur hlotið mikið lof fyrir verk sín. Árið 2008 vann hann til dæmis bók- menntaverðlaun mongólska rithöf- undasambandsins. Að auki er Nubo meðlimur í kínverska rithöfunda- sambandinu og situr í stjórn kín- versku ljóðastofnunarinnar. Flókinn maður Undanfarnar vikur og mánuði hefur mikið verið ritað og rætt um innræti þessa kínverska auðkýfings. Margir halda að um sé að ræða grófgerð- an viðskiptaglæpon; leiksopp kín- verskra yfirvalda sem vilji mergsjúga auðlindir landsins. Ef sú er raunin er ljóst að margbreytilegri persónuleiki er vandfundinn. Hagyrðingurinn Huang Nubo er margt til lista lagt. Ljóðskáldið Huang Nubo n Huang Nubo er verðlaunaskáld n DV greinir ljóðið Hvalbeinið í Takena „Verk hans hafa verið þýdd á fjölda tungumála; ensku, japönsku, frönsku, mongólsku, kóresku og tyrknesku – og nú íslensku Indjánahöfðingi selur mér hvalbein Hólk eins og undir sálir eða anda Hann stingur á sig dollurunum og muldrar í barminn Ég sé sjálfan mig fljúga inn í hólkinn Indjánahöfðinginn segir hárri röddu að hólkurinn sé tvö þúsund ára gamalt handverk Forfeður þeirra drápu stórhveli en þrjú hundruð úr ættbálknum hafði stórhvelið gleypt Dag hvern beindu þau hatri sínu að hólknum úr höfuðskel hvalsins Sagan sagði að eftir tvö þúsund ár kæmi maður og keypti hólkinn og þá gætu þau gleymt áhyggjum sínum og hatri Ég sé sjálfan mig berjast um í hólknum meðan þrjú hundruð sálir rekja þrjú hundruð raunir en í höfuðskel sinni hremmir stórhvelið okkur fast Ég hugsa með mér: Kannski er þetta veröldin í dag og heimsins tákn Hvað um það Með sjálfan mig í farangrinum og sálirnar þrjú hundruð sný ég aftur til Beijing Annie kemur heim í dag Heimsmeistarinn Annie Mist Þór- isdóttir er væntanleg heim í dag, föstudag, eftir glæsilegan sig- ur sinn á heimsmeistaramótinu í CrossFit í Kaliforníu í síðasta mánuði. Með sigrinum varði Annie okkar titil sinn og er hún óumdeilanlega hraustasta kona í heimi. Í tilefni af heimkomu hennar verður henni fagnað og tekið vel á móti henni í höfuð- stöðvum CrossFit í Skeifunni á hádegi. Annie hlaut sem kunnugt er ríflega 30 milljónir króna fyrir sigur sinn á mótinu svo hún ætti að hafa efni á einhverju fallegu í Fríhöfninni. Gísli „Benjamin Button“ Marteinn Það voru áhugaverðar umræð- ur í kringum hnitleik Rögnu Ing- ólfsdóttur á þriðjudagskvöld á Twitter. Sjónvarpsstjarnan Guð- mundur Benediktsson spáði því að andstæðingur Rögnu, Jie Yao, myndi springa enda væri hún orðin 35 ára gömul. Gísli Marteinn Baldursson borgarfull- trúi gerði athugasemd við þetta og benti á að hann væri fertugur og hefði fyrr um daginn hlaup- ið 10 kílómetra. Það stóð ekki á svörum hjá Gumma Ben: „Það er líka ekkert eðlilegt við þig Gísli, þú verður yngri með hverj- um deginum!“ Auðunn Blöndal blandaði sér í málið og bætti við: „Svo þykist hann ekki nota nein krem!#Einmitt #BenjaminButt- on.“ Þegar fleiri þekkt nöfn höfðu blandað sér í umræðuna með ýmis konar fimmaurabrandara fékk Gísli nóg. „Fokkið ykkur.“ Lík- lega þó í léttum dúr. Minna hommaklám „Þú ferð létt með að henda saman einum pakka Þórður! Skoða aðeins minna hommaklám í vinnunni þá hefurðu nægan tíma,“ skrifar Egill „Gillz“ Einars- son í Twitter-skilaboðum til út- varpsmannsins Dodda litla en sá fyrrnefndi er ósáttur, líkt og fleiri, við að enginn samantekt- arþáttur um Ólympíuleikana sé á dagskrá RÚV í lok hvers dags. Doddi litli svarar um hæl að slík vinna sé mannaflsfrek og því þyrfti að hækka nefskattinn fyrir fleira starfsfólk. „Ef ég hefði ekki hommaklámið þá væri ég ekki í vinnu svo þú verður að finna aðra lausn. Svo er ég í fríi.“ Henry vildi endilega mynd Björn Bragi lét sig hafa það að láta taka mynd af sér með Thierry Henry, líkt og flestir myndu gera. Mynd: Björn BrAGi, Birt Með leyFi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.