Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 80
Ásmundur kærður n Kæra barst til forsvarsmanna Mýrarboltans um þátttöku þing­ mannsins Ásmundar Einars Daða- sonar á mótinu. Hafna liðsmenn áhugamannaliðsins Djöfull er ég fullur því að leika við hlið Ás­ mundar sem þeir telja vera at­ vinnumann í mýrarbolta, þar sem hann hafi það að atvinnu að vera á Alþingi þar sem leðjuslagur og skítkast sé stundað. Ásmundur, sem mun leika með liðinu Dala­ sýslu Pink Rams, þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki að taka þátt, því forsvars­ menn Mýrarbolt­ ans búast við að kær­ an týnist eða endi hreinlega á bálkesti. Alltaf blíða á þjóðhátíð! Yoko Ono í Dótturfélaginu n Stórstjarnan Yoko Ono er stödd á landinu og skellti sér á Lauga­ veginn á fimmtudaginn. Þar kom hún meðal annars við í kvenfata­ búðinni Dótturfélaginu ásamt fríðu föruneyti. Svo skemmtilega vildi til að í sömu mund og Yoko var stödd í búðinni þá kom á fón­ inn lagið Come Together en þó ekki með Bítlunum heldur með hljómsveitinni Aerosmith. Eng­ um sögum fer þó af því hvernig Yoko líkaði laga­ val búðarda­ manna í Dóttur­ félaginu. Þetta er þó ekki fyrsta stórstjarn­ an sem kíkir í heimsókn í búðina því í síðustu viku kíkti Jennifer Connelly þar við og keypti sér leður­ jakka. Ólafur Ragnar í jakkafötum n Á boðsbréfum sem send voru út vegna embættistöku Ólafs Ragnars Grímssonar forseta á miðvikudag var þeim tilmæl­ um beint til þingmanna að þeir ættu að mæta í kjólfötum og bera heiðursmerki. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar, ger­ ir þetta að umtalsefni og rifjar upp athyglisverða staðreynd. Ólaf­ ur Ragnar Gríms­ son mætti í jakka­ fötum við sömu athöfn árin 1988 og 1992 þegar hann var þingmað­ ur. „Þannig að ekki er leið­ um að líkjast,“ segir Mörð­ ur sem sjálfur mætti að vísu í „þokkaleg­ um“ jakkaföt­ um að eigin sögn. Þ að var á Þjóðhátíð ‘64 – þá fauk Þjóðhátíð,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks­ ins og brekkusöngvari, um eftirminnilegustu verslunarmanna­ helgi sem hann hefur upplifað. Það árið blés ekki byrlega fyrir þjóðhá­ tíðargesti enda geysaði vonskuveður í Eyjum. Þjóðhátíðargestir í ár ættu þó ekki að örvænta enda er spáð blíðviðri. „Hún bara hreinlega fauk. Þetta var sannkallaður stormur,“ segir Árni, sem þarna var rétt um tvítugt, en hann hafði tekið þátt í undir­ búningi hátíðarinnar, meðal annars gert gamla þjóðhátíðarborðið klárt sem var hlaðið kræsingum. „Bæði lundinn og rabarbaragrauturinn fuku út í buskann,“ segir Árni. Hvítu samkomutjöldin, sem eru eitt af sérkennum Þjóðhátíðar, tók­ ust einnig á loft. „Ég man til dæm­ is að það sátu tveir frægir skipstjór­ ar, Siggi í Vídó og annar, í tjaldinu sínu – en tjaldið sjálft var fokið. Þeir sátu bara við borðið og drukku kaffi í rólegheitum. Svo komu tveir menn sem stóðu fyrir utan grind tjaldsins. Þá sagði Siggi í Vídó: Blessaðir strák­ ar, komið inn úr rigningunni og setj­ ist hjá okkur.“ Veðrið á umræddri Þjóðhátíð var í raun svo vont að hún var slegin af. „Hún var svo haldin viku seinna – en var ekki nema svipur hjá sjón þá,“ segir Árni sem kveðst ekki muna hverjir spiluðu á hátíðinni. „Mig minnir þó að það hafi verið Svav­ ar Gestsson – svo voru þarna Raggi Bjarna og fleiri.“ Árni, sem mun leiða brekku­ sönginn á Þjóðhátíðinni í ár, lofar þéttri dagskrá og góðri stemningu í dalnum um helgina. baldure@dv.is Þegar Þjóðhátíð fauk n Árni Johnsen rifjar upp eftirminnilega verslunarmannahelgi Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 3.–7. ÁGúst 2012 89. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Látúnsbarki Árni Johnsen leiðir brekku- sönginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.