Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 4
Sáu ekki drukknandi dreng n Þrjár mínútur liðu þar til litlum snáða var bjargað L ítill drengur barðist við að ná andanum í þrjár mínútur í Sundlaug Akureyrar síðast­ liðinn föstudag áður en sund­ laugargestir urðu þess varir að eitthvað amaði að. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag en það voru tveir tólf ára drengir sem komu þessum sex ára dreng til bjargar. Þeir heita Adam Atli Sandgreen og Birgir Arngrímsson. Bekkjarbræðurnir voru að leika sér í sundlauginni þegar þeir sáu dreng liggja á botni laugarinnar. Í fyrstu héldu þeir að drengurinn væri að leika sér að kafa en sáu fljótlega að ekki var allt með felldu þegar dreng­ urinn hreyfði sig hvergi. Drengirnir komu drengnum upp á sundlaugarbakkann þar sem sund­ laugarverðir komu til aðstoðar. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 sagði Elín Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, að af öryggis­ upptökum að dæma liðu um þrjár mínútur frá því drengurinn fór út í laugina og þar til honum var bjarg­ að. Var drengurinn sagður hafa ver­ ið í stórum hópi fólks og sumir jafn­ vel næstum rekist utan í hann en enginn áttað sig á því hvað væri að gerast nema tólf ára bjargvættirnir. Elín sagði drukknun vera hljóðlátt fyr­ irbæri því manneskjan getur illa gert vart við sig ef hún nær ekki andanum. Drengurinn var útskrifaður af sjúkrahúsi á sunnudag. Betur fór því en á horfðist. birgir@dv.is 4 Fréttir 8. ágúst 2012 Miðvikudagur Kveiktu í skipi Eldur kviknaði í skipinu Arnari ÁR 55 í Þorlákshöfn að morgni mánudags. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að um íkveikju var að ræða. Eldurinn kom upp í svamp­ dýnu í vinnslurými bátsins. Lögreglan leitar vitna og eru allir þeir sem urðu varir við mannaferðir á svæðinu frá klukkan 04:00 til 07:30 í gær­ morgun beðnir að hafa sam­ band við lögreglu í síma 480 1010. Viðkomandi gætu hafa verið fótgangandi, á bílum eða hafa ferðast á annan máta og óskar lögregla eftir upplýsingum um mannaferðir í Þorlákshöfn á þessum tíma. Birt Með góðfúslegu leyfi tryggva Bacon sigurðssonar Þ að er ekki komin niðurstaða í málið ennþá, segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiski­ stofu, í samtali við DV, um bakreikningsrannsókn stofn­ unarinnar á útgerðarfélaginu Saltveri í Reykjanesbæ. Meira en eitt og hálft ár er síðan Fiskistofa hóf rannsókn á meintu löndunarsvindli fyrirtækisins, en það hafði meðal annars verið sak­ að opinberlega um skipulega og afar grófa löndun, þar sem tugum ef ekki hundruðum tonna, væri landað fram hjá vigt. Þessi mikla töf á rannsókn málsins þykir óvenjuleg. Fyrirtækið er í eigu Þorsteins Er­ lingssonar en hann er stjórnarmað­ ur í LÍU auk þess að vera fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem og stjórnarmaður í Sparisjóðnum í Keflavík. Þá var hann stjórnarformaður Reykjaneshafnar á sama tíma og meint löndunarsvindl fyrirtækisins á að hafa viðgengist við höfnina. umfangsmikið svindl DV fjallaði ítarlega um málið í ágúst í fyrra en þá hermdu heimild­ ir blaðsins að Þorsteini yrði gert að greiða yfir 200 milljónir króna í bak­ reikning til Fiskistofu vegna meints löndunarsvindls. Síðan þá er liðið eitt ár án þess að niðurstaða hafi fengist í málið. Samkvæmt fiskistofustjóra hafa ný gögn bæst í sarpinn á tímabil­ inu, en þau hafa verið tekin sérstak­ lega til skoðunar hjá stofnuninni og hefur það hægt á ferlinu. „Jú, þetta er klárlega langur tími,“ segir Eyþór aðspurður hvort rann­ sóknin hafi ekki tekið lengri tíma en búist var við í upphafi. Sé miðað við umfang rannsóknarinnar hjá Fiski­ stofu, þann tíma sem málið hefur verið í ferli og þær upphæðir sem nefndar hafa verið í tengslum við það, má ljóst vera að hér gæti verið um að ræða eitthvert umfangsmesta löndunarsvindl sem komið hefur verið upp um hér á landi. Fyrrver­ andi starfsmaður Saltvers, Þorleif­ ur Frímann Guðmundsson, hefur sagt frá því opinberlega hvernig tug­ um tonna var landað fram hjá vigt á meðan hann starfaði hjá fyrirtækinu. litlar upplýsingar „Það hafa ýmis atriði komið fram sem við höfum þurft að rannsaka betur þannig að það hefur tognað úr þessu,“ segir Eyþór í samtali við DV. Hann segir málið ennþá vera í vinnslu hjá Fiskistofu, málið sé í löngu ferli, ver­ ið sé að vinna úr andmælum og skýr­ ingum sem stofnuninni hafi borist í tengslum við rannsóknina. Aðspurð­ ur hvenær búast megi við niðurstöðu í málinu segist Eyþór ekki geta svarað því, „en ég myndi nú halda að það fari að styttast í það.“ Þegar DV fjallaði um málið í ágúst í fyrra fengust þær upplýsingar hjá Fiskistofu að málið væri í ferli og að það færi sínar leiðir, en búist var við niðurstöðu innan nokkurra mánaða. Þorsteinn Hilmarsson, starfsmaður Fiskistofu, staðfesti þá hvorki né neit­ aði því í samtali við DV að eiganda Saltvers hefði verið gert að greiða fjársekt til stofnunarinnar. Fiskistofu­ stjóri gefur ekkert upp um það í dag hvort og þá hve hár mögulegur bak­ reikningur verður þegar rannsókn málsins lýkur. Áfram í stjórn lÍú Eftirlitsaðilar á vegum Fiskistofu heimsóttu útgerðarfélagið Saltver í Reykjanesbæ þann 1. apríl í fyrra í þeim tilgangi að afla gagna fyrir rann­ sókn stofnunarinnar á fyrirtækinu. Þorsteinn vildi ekki tjá sig um málið þegar DV hafði samband við hann á sínum tíma. „Talaðu bara sjálfur við Fiskistofu og vertu blessaður,“ svaraði Þorsteinn spurður hvort hann þyrfti að greiða fjársektir og hversu háar þær væru. Í kjölfarið skellti hann á blaðamann. Þorsteinn hefur lengi verið í for­ ystusveit LÍÚ og er einn aðalmanna í stjórn, en málið hafði ekki áhrif á setu hans í stjórn LÍÚ. „Menn eiga að starfa eftir settum reglum, hann [Þorsteinn Erlingsson] fær engan afslátt af því þó að hann sé í stjórn LÍÚ,“ sagði Adolf Guðmundsson, formaður Landssam­ bands íslenskra útvegsmanna, í sam­ tali við DV. Hann sagði að ekki hefði verið rætt um það innan stjórnar LÍÚ að víkja Þorsteini úr stjórn á meðan meint löndunarsvindl Saltvers væri til rannsóknar hjá Fiskistofu. „Við höf­ um ekki húsbóndavald yfir mönnum, hann var kosinn á aðalfundi í stjórn félagsins.“ FiskistoFa enn að rannsaka svindl n Meint löndunarsvindl Saltvers til rannsóknar hjá Fiskistofu í hálft annað ár Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Það hafa ýmis atriði komið fram sem við höfum þurft að rannsaka betur þannig að það hefur tognað úr þessu. rannsókn gengur hægt Meira en eitt og hálft ár er síðan fyrstu ásakanir um gróft löndunarsvindl Saltvers komu fram í fjölmiðlum. fyrirtækið til rannsóknar Þorsteinn Erlingsson er eigandi Saltvers og stjórnarmaður í Landsambandi íslenskra útvegsmanna; LÍÚ. sundlaug akureyrar Drengnum var bjargað síðastliðinn föstudag. Tvö óhöpp á Vestfjörðum Sextán ökumenn voru stöðvaðir á Vestfjörðum fyrir of hraðan akstur um helgina. Fimm voru kærðir vegna gruns um ölvun við akstur og fjórir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkni­ efna. Þá voru þrjár líkamsárásir kærðar til lögreglu og eru þau mál í rannsókn. Tvö umferðaróhöpp voru til­ kynnt til lögreglu, annað á Vest­ fjarðavegi nr. 60 við Skála nes í Kollafirði, þar varð útafakstur, minni háttar slys urðu þar á fólki, ökumaður og farþegi flutt­ ir með sjúkrabíl á heilsugæslu­ stöðina á Hólmavík til skoðunar. Annað óhapp varð á Ísafirði og var minni háttar. Þrátt fyrir þessi óhöpp gekk umferðin nokkuð vel fyrir sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.