Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 8. ágúst 2012 Miðvikudagur D anir ætla að gera tilkall til stórs svæðis á norðurslóð- um. Í síðustu viku sendu þeir hóp vísindamanna til norðurpólsins til að afla gagna og kanna landgrunnið. Svæðið sem þeir ásælast er um 150 þúsund ferkílómetrar að stærð, en talið er að þar sé að finna olíu og jarðgas. Til að eignast svæðið þurfa dönsk stjórnvöld að leggja fram kröfu á grundvelli hafréttarsamn- ings Sameinuðu þjóðanna, en slík krafa gæti stangast á við hagsmuni Rússlands og Kanada sem einnig gera tilkall til norðurpólsins. Rannsóknarleiðangur hafinn „Ég hafna alfarið þessari átakanálg- un sem kynnt hefur verið í fjölmiðl- um og innan háskólasamfélagsins,“ sagði norðurheimskautsráðherra Danmerkur, Klaus Holm, í samtali við fréttastofuna Reuters. „Ef það er einhver staður í heiminum þar sem allir aðilar hafa hag af samvinnu, þá eru það heimskautin. Áskorun- in er risavaxin og svæðin víðfeðm.“ Lagt var af stað í leiðangurinn frá Svalbarða á sænska ísbrjótinum Óðni, en rannsóknarnefndin mun vinna í 45 daga að söfnun jarð- fræðigagna. Frestur Dana til að gera tilkall til svæðisins rennur út í nóvember árið 2014. Í ljósi reglna í hafrétt- arsamningi Sameinuðu þjóðanna er ólíklegt að dönsk stjórnvöld fái sínu framgengt nema sýnt verði fram á að Lomonosov-hryggur- inn svokallaði, sem umrætt svæði liggur yfir, sé framlenging af land- grunni Grænlands. Rússar ollu nokkru fjaðrafoki og voru sakað- ir um heimsveldistilburði þegar þeir drógu fána sinn að húni á ís- breiðu norðurheimskautsins árið 2007. Danir gerðu slíkt hið sama árið 2009 og formaður rann- sóknarnefndarinnar hefur ekki útilokað að það verði einnig gert í þessum leiðangri. Hér er því ekki farið í grafgötur með að kröfur um svæði á norðurpólnum eru liður í útþenslustefnu danska þjóðríkis- ins. Nýlendustefna Dana Danir hafa verið harðlega gagn- rýndir fyrir yfirráð sín yfir Græn- landi og Færeyjum. Sjálfstæðis- barátta þessara þjóða hefur skilað nokkrum árangri í seinni tíð og nú er svo komið að þær eru um margt sjálfráðar um innanríkismál. Þjóð- irnar þurfa þó að lúta danska þjóð- þinginu þar sem þær eiga saman aðeins fjóra fulltrúa á móti 175 full- trúum Dana. Mikið er um félags- leg vandamál á Grænlandi og má þá nefna háa sjálfsmorðstíðni og þunglyndi. Fjárhagsaðstoð Dana við Grænland og Færeyjar hefur verið kennt um ýmislegt sem mið- ur fer í löndunum, en sumir telja að hún sé einungis til þess fall- in að gera þjóðirnar háðar Dön- um. Flestir viðskiptasamningar við Grænland eru gerðir í gegnum danska milligöngumenn, en meðal fyrirtækja sem hafa komið sér fyrir þar í landi eru Alcoa, Rio Tinto og ExxonMobil. Ísland og norðurslóðir Samkvæmt þeim fræðimönnum sem DV leitaði til hafa áætlanir Dana lítil sem engin áhrif á hags- muni Íslands í málefnum norður- slóða. Þá hefur utanríkisráðuneytið ekki mótað neina afstöðu gagnvart áformum Dana. Samkvæmt Hjálm- ari W. Hannessyni, fulltrúa Íslands í embættismannanefnd Norður- skautsráðsins, má ætla að ráðinu verði kynntar niðurstöður rann- sóknarleiðangursins að honum loknum. Þann 28. mars í fyrra samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um stefnu Íslands í málefnum norður- slóða. Þar er ríkisstjórninni falið að efla áhrif Íslands á málefni norð- urskautsvæðisins, styðja við Norð- urskautsráðið og vinna gegn lofts- lagsbreytingum af manna völdum. Jafnframt á Ísland að styðja réttindi frumbyggja á norðurslóðum og auka samstarf við Færeyjar og Grænland með það fyrir augum að efla hag og pólitískt vægi land- anna. Ragnar Baldursson, sem komið hefur að vinnu Norður- skautsráðsins fyrir Íslands hönd, gaf nýverið út skýrslu um þýðingu norðurslóðastefnu Evrópusam- bandsins fyrir Ísland. Þar er bent á að ekkert aðildarríki Evrópu- sambandsins eigi land að Norður- Íshafi nema Danmörk í gegnum Grænland. Þess vegna yrði banda- laginu mikill akkur í aðild Íslands, ekki síst vegna legu þess við syðri mörk Norður-Íshafsins. Tekið er fram í skýrslunni að með því að gerast aðili að Evrópusambandinu yrði Íslandi komið í stöðu fram- varðar Evrópusambandsins við anddyri Norður-Íshafsins. Aðild geti því greitt fyrir evrópskum fjár- festingum á Íslandi á sviði norður- slóðarannsókna, í orkumálum og flutningum tengdum auðlindanýt- ingu á Norður-Íshafi. n Danir gera tilkall til norðurpólsins n Hefur lítil áhrif á hagsmuni Íslands Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is NýleNduveldið færir út kvíarNar „Svæðið sem þeir ásælast er um 150 þúsund ferkílómetr- ar að stærð en talið er að þar sé að finna olíu og jarðgas. Þjóðrækið barn 10 mánaða barn fagnar brúðkaupi danska krónprinsins. Ísbrjótur Hópur vísindamanna ryður sér veg. Rifist um ráðherralaun Launakjör Ögmundar Jónasson- ar innanríkisráðherra voru nýlega til umræðu á síðu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, á samskiptavefn- um Facebook. Ögmundur þigg- ur ekki ráðherralaun fyrir störf sín, sem eru 855 þúsund krónur á mánuði, heldur almenn þing- mannalaun, sem eru 520 þús- und. Þetta staðfesta meðal annars álagningarseðlar ríkisskattstjóra sem birtir voru fyrr í mánuðinum. Upplýsingar ríkisskattstjóra ná þó ekki nema til síðustu áramóta. Tryggvi Þór sagði að Ögmundur hefði verið á þingmannalaunum fyrstu mánuðina í starfi en síðar hefði hann þegið ráðherralaun. „Gerði það fyrstu mánuðina… en ekki lengur,“ sagði Tryggvi. Að- spurður um athugasemdina seg- ir Tryggvi það vera eitthvað sem hann hafi haft eftir sínum heim- ildum. En þegar blaðamaður ber undir hann að Ögmundur sé á öðru máli dregur hann sína full- yrðingu til baka. „Það hlýtur að vera rétt hjá honum,“ Í samtali við DV segir Ögmundur að upplýs- ingar um kjör sín séu aðgengi- legar bæði á heimasíðu flokksins og á heimasíðu hans. Hækkunin á herðar skatt- greiðenda Stjórnendur Hörpu vilja tvöfalda leigu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar sem greiða samtals 170 milljónir króna á ári fyrir aðstöðu í Hörpu. Stjórnend- ur hússins vilja hækka þá upphæð í 340 milljónir og bæta með því reksturinn á húsinu. Fréttablað- ið greindi frá þessu á þriðjudag. Þar kemur meðal annars fram að hækkunin myndi lenda á ríkis- sjóði og Reykjavíkurborg. KPMG fór yfir rekstur og skipulag Hörpu fyrir eigendur hússins, sem eru ríkissjóður og Reykjavíkurborg. Hækkunin myndi því með öðrum orðum lenda á skattgreiðendum. Rekstraráætlun Hörpu gerir ráð fyrir að rekstrartap hennar verði 407 milljónir króna á þessu ári og er það til viðbótar við þann tæpa milljarð króna sem ríki og borg leggja húsinu til vegna greiðslu á lánum. Fleiri gistu í júní Gistinóttum á Íslandi fjölgaði í júní um 13 prósent samanborið við júní í fyrra. Samkvæmt Hag- stofu Íslands fjölgaði þeim í öll- um landshlutum en mest á Aust- urlandi, þar sem þær voru um 19 prósentum fleiri en í fyrra. Alls voru þær 202.500 í júní ár en 178.800 í sama mánuði í fyrra. Um 86 prósent gesta voru erlendir ferðamenn. Athygli skal vakin á því að hér eru gistiheimili eða hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann ekki talin með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.