Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 15
Þetta vissir Þú ekki um Ólympíuleikana Erlent 15Miðvikudagur 8. ágúst 2012 H eilbrigðar sálir í hraust- um líkömum, rómantísk þjóðernisást, drengileg samkeppni og sam eining þjóða. Þetta er líklega sú mynd sem flestir hafa af Ólympíuleik- unum. En ekki er allt sem sýnist. 5 Ólympísk lögregluríki Til að mæta þeim gríðarlega kostn- aði sem felst í að halda Ólympíuleik- ana þurfa borgirnar risastyrki frá al- þjóðlegum stórfyrirtækjum. Og hvað fá styrktaraðilarnir fyrir sinn snúð? Þeir fá hálfgerða einokunaraðstöðu; maka krókinn með sölu á vörum og þjónustu á uppsprengdu verði með- an á leikunum stendur. Ofurvald þeirra fyrirtækja sem styrkja Ólympíuleikana kemur harkalega niður á samkeppnisað- ilunum. Bresk lög um Ólympíuleik- ana 2012 setja ströng skilyrði fyrir notkun orða á borð við leikar, gull og silfur í auglýsingum. Brot á lögun- um geta varðað sekt að jafnvirði 3,6 milljóna íslenskra króna. Virðingin fyrir tjáningarfrelsi einstaklinga og fyrirtækja er ekki mikil meðan á Ólympíuleikunum stendur. Svo dæmi sé tekið sölsa borgaryfirvöld undir sig auglýsinga- skilti borgarinnar og veita aðeins styrkjendum Ólympíuleikanna að- gang að þeim. Vilji einhver setja upp auglýsingu þar sem Ólympíuleikun- um er mótmælt er lögreglan kölluð til. Dagblaðið Guardian hefur fjallað ítarlega um þetta en lögunum hefur verið harðlega mótmælt af breskum mannréttindasamtökum. 4 Efnahagslegir harmleikir Borgaryfirvöld út um allan heim krjúpa á kné frammi fyrir til- hugsuninni um að fá að hýsa stærsta íþróttaviðburð í heimi. Þetta er ekki ólíkt hungurleikunum, að minnsta kosti ef við undanskiljum hungrið sjálft og fjöldamorðin. Þegar borg er valin til að halda Ólympíuleikana, líta íbúar hennar á það sem stað- festingu á því hvað borgin er merki- leg. En þetta er dýru verði keypt og getur jafnvel sett gjörvallt hagkerfið á hliðina. Grikkland fékk svo sannar- lega að gjalda fyrir það að hafa haldið Ólympíuleikana, en kostnað- ur Ólympíuleikanna þar árið 2004 jafngilti 5 prósentum af landsfram- leiðslu þjóðarinnar. Vetrarólympíuleikarnir í Naga- no í Japan árið 1998 steyptu borginni í gríðarlegar skuldir sem kostuðu að lokum hverja fjölskyldu jafnvirði 3,6 milljóna íslenskra króna. Hátíðin bitnaði enn verr á íbúum Montreal í Kanada en það tók borgina meira en 30 ár að greiða upp skuldirnar sem stofnað var til vegna Ólympíuleik- anna. Líklega eru þetta ástæðurn- ar fyrir því að íbúar Bern í Sviss kusu gegn því að að hýsa Ólympíuleikana árið 2010. 3 Kynsvöll og kynsjúkdómar Á Ólympíuleikunum er kepp- endum hrúgað saman á lítil svæði sem kallast Ólympíuþorp. Nöfn á borð við Kynmakadónía, Sódóma og Svallland ættu betur við enda eru þorpin alræmd fyrir kynlífshátíðir þar sem íþróttamenn eðla sig látlaust. Ólympíuþorp, þar sem 10 þús- und íþróttamenn í blóma lífsins búa vikum saman, er ávísun á kynferð- islega sprengingu. Árið 1988, þegar Ólympíuleikanir voru haldnir í Suð- ur-Kóreu, þurfti Ólympíunefndin að leggja sérstakt bann á kynlíf ut- andyra eftir að fjöldi kvartana hafði borist um notaða smokka á húsþök- um. Fjórum árum síðar, á Ólympíuleikunum í Vancouver, þótti kynsjúkdómahætt- an svo mikil að skipuleggjendur ákváðu að útdeila smokkum til keppenda. 100 þúsund smokkar voru keypt- ir en það dugði ekki til. Þegar leik- arnir voru hálfnaðir þurfti að ferja þúsundir smokka til viðbótar til Kanada. 2 Sýndarherferðir og smjaður „Hér eru engir heimilisleys- ingjar. Allt er hreint og fínt og sið- samlegt. Megum við plís halda Ólympíuleikana?“ Þetta eru skilaboð borgaryfirvalda til Ólympíunefndar- innar þegar metið er hvort borg sé í stakk búin til að halda leik- ana. Íþróttaleikvangar, samgöngukerfin, húsnæðismál og viðhorf borgarbúa; allt er þetta grandskoðað af nefndinni. Það er einföld ástæða fyrir því að París fékk ekki að halda Ólympíuleikana í ár. Daginn sem Ólympíunefndin heim- sótti borgina stóð yfir allsherjarverk- fall þar á bæ og samgöngur voru lamaðar. Þar fauk tækifæri Frakka til að halda leikana út í veður og vind. Smjaður borgaryfirvalda gagn- vart Ólympíunefndinni jaðrar oft og tíðum við mútur. Reiðufé og dýrum gjöfum er útdeilt eins og um sælgæti væri að ræða. Sem dæmi má nefna að kostnaður borganna Nagano og Salt Lake City árið 1998 við að heilla rannsóknarnefndir Ólympíuleikanna hlaupa á milljörðum íslenskra króna. 1 Fátæklingar hraktir á brott Eins og fram hefur kom- ið kostar sitt að fá umboð til að halda Ólympíuleikana. Til þess að íbúar borgarinn- ar samþykki þessar fjárveitingar þurfa borgaryfirvöld að sannfæra þá um að Ólympíuleikarnir séu kostnaðarins virði, íbúð- um fjölgi og glæsilegir íþróttaleik- vangar verði reistir. Vandinn er sá að einhvers staðar verður að koma þessum leikvöngum og íbúðum fyrir og þá eru það oftast fátækrahverfin sem verða fyrir valinu. Þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir í Atl- anta árið 1996 voru 30 þúsund íbúar hraktir af heimilum sínum. Í Suður- Kóreu árið 1988 lentu 720 þúsund manns í því sama, en Kóreumenn komast ekki með tærnar þar sem Kínverjar höfðu hælana árið 2008. Þá þurftu 1,5 milljón Kínverja að yf- irgefa heimili sín svo unnt væri að halda leikana. Þá eru þær fjölskyld- ur ekki taldar með sem misstu hús- næði vegna gríðarlegrar hækkunar á leiguverði þegar Ólympíuleikarn- ir voru haldnir. Algengt er að leik- vangarnir endi uppi sem nokkurs konar rónanýlendur eða ruslahaugar að leikunum loknum. n Fimm skelfilegar staðreyndir um Ólympíuleikana n Ekki fyrir viðkvæma Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Galli á gjöf Njarðar Ólympíuleikum fylgir yfirgangur og bruðl. MyNd ReuteRs Norsk stúlka hvarf sporlaust n dularfullt mál skekur Noreg L eit að sextán ára stúlku í Østen- sjø í Osló hefur engan árang- ur borð. Lögreglan í Osló telur að Sigrid Giskegjerdet Schjetne hafi verið rænt á laugardagskvöld, en til hennar hefur ekki spurst síð- an. Farsími hennar, sokkur og skór fundust nálægt heimili hennar og allt bendir til að Sigrid hafi horfið spor- laust. Þar sem eigur hennar fundust telur lögregla að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Hún hefur þó varann á og segir það forgangsatriði að finna stúlkuna. Sigrid lagði af stað heim á leið frá vinkonu sinni á laugardagskvöld en skilaði sér aldrei heim. Foreldr- ar hennar gerðu lögreglunni viðvart sem setti af stað umfangsmikla leit stuttu síðar. Leitin hefur staðið yfir í rúmlega tvo daga, en enn sem komið er hefur lögregla ekkert í höndunum um það hvar hún gæti verið niður- komin. Leitarhundum hefur gengið illa að rekja slóð hennar og telur lögregla að Sigrid hafi jafnvel verið neydd til að setjast upp í bifreið sem hafi svo verið keyrt af vettvangi. Hundarnir geta rakið slóð hennar að leikskóla í nágrenni við heimili hennar, en þar endar slóðin. Lögreglunni hefur borist mikill fjöldi ábendinga um það hvar Sigrid gæti verið niðurkomin en hún beit- ir nú öllum leiðum til að finna stúlk- una. Kynferðisbrotadeild norsku lög- reglunnar fer með málið. „Við vitum ekki hvort eitthvað refsivert átti sér stað, en við verðum að gera þetta svona til að tryggja að öll sönnunar- gögn varðveitist og við rannsökum þetta eins vel og hægt er,“ segir Hanne Kristin Rohde, yfirmaður kynferð- isbrotadeildarinnar. Hún segir það vera reynslu lögreglunnar að fólk skili sér gjarnan aftur. „Við verðum að vona að svo verði í þessu tilfelli.“ Hennar er leitað Farsími, sokkur og skór Sigrid Giskegjerdet Schjetne fundust nálægt heimili hennar Fái bætur fyrir hermennsku Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hefur úrskurðað að fórnarlömb Thomasar Lubanga frá Austur-Kongó fái bætur fyrir að hafa verið neydd til að gegna her- mennsku sem börn. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem dómstóllinn tekur ákvörðun á borð við þessa. Búist er við að um þúsund manns gætu fengið bæturnar, en til þess að standa undir kostnaði af slíku var stofnaður sjóður sem hefur jafnvirði um 170 milljóna íslenskra króna til ráðstöfunar Stríðsherrann Lubanga var nýlega dæmdur fyrir að nota börn sem hermenn árin 2002 til 2003.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.