Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 18
18 Neytendur 8. ágúst 2012 Miðvikudagur E ld sn ey ti Algengt verð 246,8 kr. 249,8 kr. Algengt verð 246,6 kr. 249,6 kr. Höfuðborgarsv. 246,5 kr. 249,6 kr. Algengt verð 246,8 kr. 249,8 kr. Algengt verð 248,6 kr. 249,9 kr. Melabraut 246,6 kr. 249,6 kr. Rík þjónustu- lund n Lofið í þetta sinn fær þjónustu- fulltrúi hjá Íslandsbanka. Kona hafði samband en hún lenti í vand- ræðum með pin-númer á visakorti sínu og heimsótti útibú bankans á Seltjarnarnesi. Klukkan var orðin fimm mínútur í fjögur en þjón- ustufulltrúinn gaf sér dágóð- an tíma í að leysa úr vand- ræðum konunnar og var til hálf-fimm að útrétta fyrir hana. Þjónustulundin til fyrirmyndar. Svifasein þjón usta n Lastið fær Tal en Guðrún nokk- ur Snorradóttir hafði samband vegna svifaseinnar þjónustu. „Ég vil hér með koma á fram- færi lélegri þjónustu við net- og símaþjónustu. Ég hef verið við- skiptavinur Tals í nokkur ár og verið nokkuð sátt. Nú í vor flutti ég og fékk heimasímanúmerið geymt gegn vægu gjaldi. Málið er að þegar ég síðan óska eft- ir að það verði tengt að nýju og ég fái nettengingu hef ég beðið í mánuð og alltaf lofað að þetta gerist á næstu tveimur dögum. Ég er enn síma- og netlaus. Ég hef rætt þetta við fleiri og sagt að ekki skipti öllu máli hjá hvaða símafyrirtæki ég sé, þessi þjón- usta sé mjög slök. Mér finnst þetta eigi ekki við nein rök að styðjast – að ég þurfi að bíða svona lengi eftir þessari þjón- ustu. Mér finnst full ástæða til að skoða og opinbera þessa lélegu þjónustu.“ Ítrekað var reynt að fá svör hjá Tali vegna málsins. Hringt var í forstjóra Tals, Viktor Ólason sem ekki svaraði og nokkrum sinnum í skiptiborð án ár- angurs. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Bensín Dísilolía E rfðabreyttur matur virðist kveikja á ónæmiskerfi til- raunamúsa og rotta eins og þær séu alvarlega veikar,“ seg- ir Jeffrey M. Smith forstöðu- maður stofnunar um skynsama tækni (The Institute for Responsi- ble Technology). „Meltingarkerf- ið verður fyrir áhrifum, dýrin eld- ast hraðar og mikilvæg líffæri verða fyrir skemmdum,“ segir hann í grein sinni Dramatic Health Recoveries, í hinu virta tímariti um heilsufarsmál- efni, Vitality. Í greininni rekur hann heilsufarsleg áhrif sem kunna að verða af því að neyta erfðabreyttra matvæla og segir sögur af fólki sem hætti að neyta slíkrar fæðu og fékk bata af ýmiskonar krankleika. „Þegar tilraunamýs og rottur fá erfðabreytt fæði þá geta þær einnig orðið ófrjóar eða eignast lítil eða ófrjó afkvæmi. Dæmi eru um ýmis afbrigðileg áhrif, svo sem hárvöxt í munni. Hef ég náð athygli ykkar?“ Spyr Jeffrey. Hið sanna kemur í ljós Líftæknifyrirtæki á borð við Mons- anto reyna að dylja sannleikann, vill Jeffrey meina og segir þá styðj- ast við eigin rannsóknir sem sýni engin áhrif eða tengsl. „Monsanto ætti ekki að þurfa að skýra frá öryggi erfðabreyttra matvæla. Hagsmunir okkar eru að selja sem mest af þeim,“ sagði til að mynda Philip S. Angell, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasam- skipta hjá Monsanto. En þegar vísindamenn á borð við hinn franska eiturefnafræðing, G.E. Seralini fara yfir sömu gögn og Monsanto leggur fram, kemur ann- að í ljós. Seralini skoðaði gögn vís- indamanna Monsanto en komst að öðrum niðurstöðum en þeir. Hann sá að rottur sem fengu erfðabreytt korn sýndu mikil eitrunaráhrif. Fengu lækningu Jafnvel þótt það hafi ekki verið gerð- ar nægilega umfangsmiklar rann- sóknir á fólki, draga sérfræðingar þá ályktun að sannanir um áhrif á dýr séu nægar til þess að gefa til kynna skaðsemi erfðabreyttra matvæla. Í dag hafa margir læknar og næringarfræðingar tekið til sinna ráða samkvæmt Jeffrey og ráð- leggja sjúklingum sínum að sneiða hjá erfðabreyttum matvælum með góðum árangri. Jeffrey birti sögur nokkurra þeirra: LaDonna Carlton, þurfti að taka tvær pillur, þrisvar á dag við sárs- auka vegna iðrabólgu. Hún var með stöðuga magakrampa og niður- gang. Læknir LaDonnu tók hana af erfðabreyttu fæði og innan tveggja Forðist erFða- breytt matvæli n Rottur og mýs verða ófrjóar við neyslu erfðabreyttra matvæla n Dýrin eldast hraðar Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Viltu sneiða hjá erfðabreyttu fæði? mánaða voru lyfin óþörf. „Ég hætti að borða vörur sem innihéldu, soja, korn, kornolíu og sykur,“ sagði LaDonna. Innanhússhönnuðurinn Carol Salb þjáðist að sama skapi af mikl- um iðrabólgum. Hún þjáðist einnig af hand- og fótkulda, ofnæmi, melt- ingar vanda og hárið var farið að þynnast. „Mér leið betur eftir tvær og hálfa viku eftir að hafa sleppt erfðabreyttum matvælum,“ sagði Carol. Kennslukonan Theresa Haerle missti 5 kíló á tæpum mánuði og fann ekki lengur fyrir einkennum ristilbólgu sem hún hafði þjáðst af í 30 ár. Dr. Emily Lindner segir: „Ég ráð- legg sjúklingum mínum að forðast erfðabreytt matvæli vegna þess að Keyptu lífrænt Vottaðar lífrænar vörur innihalda engin erfðabætt innihaldsefni. Þegar þú kaupir 100 prósent lífrænt ertu örugg/ur. Leitaðu að NON-GMO merkingum Sum fyrirtæki sjá hag sinn í að merkja vörur sínar séu þær án erfðabreyttra innihaldsefna. Forðastu áhættuþætti Forðastu vörur sem eru samsettar úr uppskeru sem er erfðabreytt. Þau helstu eru maís, sojabaunir og canola. Ferskir ávextir Afar lítið af ferskum ávöxtum og grænmeti er erfðabreytt. Nýjungar á markaði svo sem steinlausar vatnsmelónur eru ekki erfðabreytt fæði. Eina varan sem er framleidd í nokkru magni og er erfðabreytt er papaya ávöxturinn frá Hawaii en um helmingur þeirrar tegundar sem er framleiddur þar er erfðabreyttur. Villibráðin best Erfðabreytt kjöt eða fiskur er ekki leyft til neyslu. Hins vegar eru fjölmörg dæmi þess að dýr séu alin á erfðabættu fóðri. Því er best að neyta kjöts sem er alið á grasi eða lífrænu fóðri. Sælgæti og snakk Súkkulaði án GMO: Ghirardelli Chocolate, Green & Black’s Organic Chocolate, Newman’s Own Súkkulaði sem getur innihaldið GMO: Hershey’s, Nestlé (Crunch, Kit Kat, Smarties) Toblerone (Kraft) Snakk án GMO: Kittles Snakk sem getur innihaldið GMO: FritoLay (Lay’s, Ruffles, Doritos, Cheetos, Tostitos)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.