Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Miðvikudagur 8. ágúst 2012 Forðist erFða- breytt matvæli n Rottur og mýs verða ófrjóar við neyslu erfðabreyttra matvæla n Dýrin eldast hraðar „Monsanto ætti ekki að þurfa að skýra frá öryggi erfða- breyttra matvæla. Hagsmunir okkar eru að selja sem mest af þeim af minni reynslu er meira um of- næmi og astma og ristilbólgum þar sem erfðabreyttrar fæðu er neytt.“ Lindner segist einnig sjá tengsl milli gigtar, sjálfsofnæmis, kvíða, ein- kenna frá taugakerfi og erfðabreyttr- ar fæðu. „Í raun allt sem tengist of- virku ónæmiskerfi,“ segir Lindner. Hún segist sjá árangur umsvifa- laust. „Þegar mataræðinu er breytt og sneitt hjá erfðabreyttu fæði sé ég árangur strax.“ Hún segir algeng- ast að fólk sem skiptir yfir í fæði án erfðabreyttra innihaldsefna snúi sér oftast að lífrænu fæði. Í lífrænu fæði er ekki leyfilegt að nota nein erfða- breytt innihaldsefni. Bændur vitna Jeffrey bendir á að vegna þess að fólk skiptir oftast yfir í lífrænt fæði sé hægt að benda á að umbreytingin geti einfaldlega stafað af ríkara næringarinnihaldi lífræna fæðisins og minni áhrifum eiturefna. Sem andsvar við þessu bendir hann á reynslusögur bænda og garðyrkju- fólks víða um heim. Þegar þeir taka búfénað sinn af erfðabættu fóðri fá þeir jafn dramatíska umbreytingu. Danskur svínabóndi skipti um fóður í apríl 2011 og tók út erfða- bætt innihald. Eftir tvo daga voru dýrin hætt að fá niðurgang en árið áður höfðu 36 svín dáið úr magasár- um og meltingarsjúkdómum. Bóndi í Iowa segir svipaða sögu og bætti líðan 3.000 svína sinna með því að taka út erfðabætt fóður. „Svínin eru hamingjusamari og það er meiri leikur í þeim,“ sagði þessi natni bóndi. Í góðum tilgangi Hvernig má það vera að orðspor erfðabreytts fæðis sé jafnslæmt og raun ber vitni? Til að skilja það hlýtur að vera gagnlegt að skilja nokkur smá atriði er varða tæknina. Erfðabreytt mat- væli eru afurðir erfðatækni sem breytir plöntu með því að splæsa í hana framandi geni úr alls ólík- um tegundum – til dæmis bakter- íu, vírus, óskyldum matjurtum eða jurtum sem ekki eru notaðar til matar, skordýri, öðrum dýrum og jafnvel geni úr manni – í því skyni að endurhanna plöntuna og veita henni eftirsóknarverða eiginleika sem eru hagkvæmir. En hvers vegna? Eru þau ódýr- ari en hefðbundin matvæli? Eða næringarríkari? Því er haldið fram að nytjaplöntum sé erfðabreytt til hagsbóta fyrir bændur en ekki neyt- endur. Vísindamenn sem þróa erfða- breytt matvæli halda öðru fram. Þeir vonast til þess að geta í framtíðinni þróað erfðabreyttar korntegund- ir sem hafi meira næringargildi en nú er. Þannig geti erfðabreytt fæða orðið til góðs. Ráðið niðurlögum sjúkdóma og jafnvel gegnt hlutverki bóluefnis. Erfðabreytt matvæli eru notuð í einhverjum mæli til að berj- ast gegn næringarskorti í Afríku. Óheimilt að selja ómerkta vöru Á meðan erfðabreytt matvæli eru jafn umdeild og raun ber vitni, hafa neytendasamtök sett fram þá kröfu að stjórnvöld geri að for- gangsmáli að koma á skyldumerk- ingum þeirra, og verndi þannig rétt neytenda til að velja. En enn eru fá erfðabreytt matvæli merkt á Íslandi þótt reglur um merkingar á þeim hafi tekið gildi um síðustu áramót og nú er óheimilt að selja slík mat- væli án þess að þess sé getið á um- búðum að þau séu erfðabreytt. Sé um samsett matvæli að ræða verð- ur að upplýsa um það ef erfðabreytt hráefni er meira en 0,9 prósent af vörunni. Um þetta er rætt á heimasíðu Neyt- endasamtakanna en þar segir að sam- tökin hafi fengið mörg erindi vegna þessa. Neytendur séu hissa á því að enn séu engin matvæli merkt sem erfðabreytt og velti því fyrir sér hvort nýju reglurnar hafi ekki tekið gildi. Samtökin svara þessu og segja að reglur um merkingar á erfða- breyttum matvælum hafi vissulega tekið gildi um áramótin og að Mat- vælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafi, lögum samkvæmt, eftirlit með því að reglunum sé fylgt. Á síðunni segir að samtökin ætlist til að eftirlitið tryggi að birgjar og versl- anir fari að settum reglum þannig að valfrelsi neytenda sé tryggt. Þeir neytendur sem vilja kynnast umræðunni enn frekar geta kynnt sér efni vefsíðunnar: www.erfda- breytt.net, þar sem eru kortlögð þau lög og þær reglur sem gilda um erfðabreytta framleiðslu og flutt- ar nýjustu fréttir af því sem gerist á þessu sviði á Íslandi. Heimildir: www.foodconsumer.org, Vitality Magazine Dramatic Health Recoveries eftir Jeffrey Smith, digitaljo- urnal.com, www.erfðabreytt.net „Þegar tilrauna- mýs og rottur fá erfðabreytt fæði þá geta þær einnig orðið ófrjóar eða eignast lítil eða ófrjó afkvæmi. Dæmi eru um ýmis afbrigðileg áhrif, svo sem hárvöxt í munni. Fá bata með því að sneiða hjá erfðabreyttu fæði Í dag hafa margir læknar og næringarfræðingar tekið til sinna ráða samkvæmt Jeffrey M. Smith, og ráðleggja sjúklingum sínum að sneiða hjá erfðabreyttum matvælum, með góðum árangri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.