Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 8. ágúst 2012 Miðvikudagur Minnsta gallerí landsins n Örsýningar í Kaffifélaginu J ú, ætli þetta sé ekki minnsta gallerí á landinu,“ segir Tinna Jó- hannsdóttir hjá Kaffifé- laginu á Skólavörðustíg. „Að minnsta kosti veit ég ekki um neitt smærra,“ bætir hún við.  Flestir þekkja Kaffifélagið sem minnsta kaffibar lands- ins. Þar er hægt að kaupa kaffi og drekka það á staðnum eða kippa því með sér í götu- máli og kaffimenningin mik- il. Þar er mikið úrval ítalskra espressobauna og ítalskar espressovélar uppi um alla veggi og gefa staðnum sterk- an svip. Kaffið og tilkomumiklar vélarnar eru þó ekki það eina sem gefur staðnum karakt- er. Kaffifélagið hefur í rúmt ár haldið örsýningar á staðnum sem vekja forvitni kaffigesta.  Í ágústmánuði sýnir myndlistarmaðurinn Helgi Már Kristinsson tvö verk sín sem hann hefur komið hag- anlega fyrir í litlu rýminu. Lítið BMX-hjól sem svífur á örsmáum blöðrum og ber heitið „Þetta er ennþá allt í lagi“ og verkið Spectrum þar sem litríkir tennisboltar mynda litróf.  „Við sýnum ný verk í hverj- um mánuði og hér hafa lík- lega 13 til 14 listamenn sýnt verk sín. Listamennirnir eru margir hverjir líka fastir við- skiptavinir okkar,“ segir Tinna og útskýrir að ferlið sé afskap- lega lífrænt. Viðskiptavin- ir komi stundum með hug- mynd að innsetningu í spjalli yfir kaffibolla.  „Þetta er samtal og voða- lega lítið planað.  Viðskipta- vinir okkar eru margir hverjir listamenn og þeir selja sum- ir vörur sínar hér,“ segir hún og bendir á að í Kaffifélaginu fáist bækur, geisladiskar og handgerðar vörur.  „Upphaflega ætluðum við að nýta hornið í afþreyingu fyrir börn því þau verða stundum óþreyjufull með- an foreldrarnir fá sér kaffi. En við komumst fljótt að því að börnin hafa jafngaman af myndlistinni.“ kristjana@dv.is Á stæða þess að mað- ur fór út í þetta var að kynna einleikjaform- ið sem er lítið þekkt og líka til þess að geta boðið landsmönnum frítt í leikhús heila helgi,“ segir Elf- ar Logi Hannesson skipuleggj- andi einleikjahátíðarinnar Act Alone sem fram fer á Suðureyri um helgina. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin og frítt er á allar sýningar á hátíð- inni. Snöggt og alvestfirskt Elfar Logi segir hátíðina hafa verið smáa í sniðum til að byrja með. „Þetta byrjaði nú snöggt og alvestfirskt, við erum nátt- úrulega hálf klikkaðir, við sem búum hér og fáum svona hug- dettur þegar síst er von á. Ég fékk þessa hugmynd í maí 2004 því að leikhúsið mitt, Kómed- íuleikhúsið, hafði verið að fást við þetta skemmtilega form sem einleikur er. Mánuði síð- ar var haldin hátíð. Þessu var bara riggað upp á þremur vik- um og lukkaðist svo vel að há- tíðin hefur bara stækkað og dafnað ár frá ári. Fyrsta hátíð- in var óttalega lítil og sæt. Það voru þrjár sýningar á fyrstu há- tíðinni og gaman að sjá þetta hefur byggst hratt upp því núna erum við með um 20 við- burði á hátíðinni.“ Valið fólk í hverju rúmi „Hátíðin hefst á fimmtudags- kvöldið en þá byrjum við á að bjóða öllum í fiskiveislu. Svo tekur hver viðburðurinn við af öðrum. Við bjóðum upp á sambland af söng, dansi og leiklist til að sýna hvað ein- leikjaformið er fjölbreytt. Þá er valið fólk í hverju rúmi.“ Dagskráin í ár er fjölbreytt. „Tónlist er stór þáttur í ein- leikjaforminu þar sem menn koma og flytja músík. Þar sam- einast kynslóðirnar; Valgeir Guðjóns stígur á stokk og Svav- ar Knútur er með tvenna tón- leika hérna, eina á föstudegin- um og svo ætlar hann að bjóða sundlaugagestum upp á tón- leika í sundlauginni á laugar- deginum,“ segir Elfar. Dans- unnendur fá líka sitthvað fyrir sinn snúð. „Dansinn er líka stór þáttur í einleikjaforminu og oft hafa danssýningar stolið sen- unni á hátíðinni. Super Hero með Steinunni Ketilsdóttur sem hlaut Grímuna verður sýnt og svo verður frumsýnt nýtt dansverk á lokadeginum, Mamma – healing in process eftir Önnu Sigríði Ólafsdóttur sem er búsett fyrir vestan og er mikil listakona. Í verkinu fjallar hún um samskipti sín við móð- ur sínar sem tók sitt eigið líf. Hún hefur sagt þessa sögu áður en ætlar núna að túlka hana í dansi,“ segir Elfar spenntur. Dagskrá fyrir alla Leiklistin fær sinn sess á hátíð- inni. „Árni Pétur Guðjónsson sýnir Svikarann sem er verk sem hann sýndi í vetur og sló í gegn. Svo er það verkið Ná- strönd – Skáldið á Þröm, al- vestfirskt stykki sem fjallar um skáldið á Þröm, Magnús Hj. Magnússon og var fyrirmyndin að Ólafi Kárasyni í Heimsljósi Laxness. Svo sýnir Benedikt Gröndal verk sem var frumsýnt í vor og heitir Fastur og er leik- ur án orða,“ segir Elfar og lofar einhverju við allra hæfi. „Það er stútfull dagskrá fyrir alla, börn og fullorðna. Barna- leikritið Petit er sýnt á laugardeg- inum og svo er trúðaskemmtun fyrir börn og fullorðna.“ Elfar segist búast við fjöl- menni á hátíðinni en nánast allt gistirými í bænum er upp- pantað. „Það er þó nóg pláss á tjaldsvæðinu og um að gera að koma og tjalda. Það er alltaf gott veður á hátíðinni og við búumst ekki við neinu öðru núna,“ segir Elfar og hvetur landsmenn til að leggja leið sína á Suðureyri um helgina. viktoria@dv.is Frítt í leikhús alla helgina n Einleikjahátíð haldin í níunda sinn á Suðureyri n Dans, söngur og leiklist Svikarinn Árni Pétur sýnir Svikar- ann á hátíðinni. Söngvaskáldið Valgeir Guðjóns- son kemur fram. Elfar Logi Skipuleggjandi hátíðarinnar lofar mikilli skemmtun. „Það er stútfull dagskrá fyrir alla, börn og fullorðna Kaffifélagsstjórinn Tinna Jóhannsdóttir hjá Kaffifé- laginu á minnsta kaffibar og minnsta galleríi landsins. Spectrum Litríkir tenn- isboltar mynda litróf. Lars, Holger og Helgi Föstudaginn 10. ágúst klukkan 20 verður opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verk- um listamannanna Lars Ravn, Holger Bunk og Helga Þorgils Friðjónssonar en þeir hafa á undanförnum árum sýnt saman í Danmörku, ýmist þrír saman eða fleiri. Fyrsta sýningin var Blektårer í Overgaden ned Vandet í Kaupmannahöfn 1984 en síð- ast sýndu þeir með listhópn- um Corner í Charlottenborg í Kaupmannahöfn 2007, þar sem þeir voru með stóra inn- setningu með veggteikningu og myndum unnum á papp- ír, sem seldist í heilu lagi á Statens Museum for kunst í Kaupmannahöfn. Saman hófu þeir feril sinn á tímabili sem kennt hefur verið við „Nýja málverkið“ á Íslandi í kringum 1980. Aðgangur er ókeypis. Útgáfu- fögnuður In Siren Miðvikudaginn 8. ágúst mun hljómsveitin In Siren halda útgáfutón- leika á Gamla Gauknum í Reykjavík, vegna plötunn- ar In Between Dreams sem kom út á Gogoyoko í sum- ar. In Between Dreams hefur nú þegar vakið þó nokkra athygli erlendis og fengið góða dóma í miðl- um fyrir progressífa tónlist. Á útgáfutónleikunum verð- ur platan leikin í heild sinni og góðir gestir munu leggja hljómsveitinni lið við flutn- inginn. Tónleikarnir byrja klukkan 22 og kostar 1.000 krónur inn. Hljómsveitin Memoir sér um upphitun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.