Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 2
StjörnufanS í Vík í Mýrdal 2 Fréttir 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað Enn of mörg dauðaslys 3 Umferðarslys eru algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi og í fyrra létust 12 í um- ferðinni og helmingur þeirra hafði ekki náð 18 ára aldri. Í síðasta helgarblaði DV var ítarleg úttekt á banaslysum í umferðinni og einnig rætt við foreldra sem hafa þurft að upplifa þá martröð að missa börn sín í slíkum slysum. Framsókn vill fjölmiðil 2 Mánuðum saman hafa aðil-ar innan Framsóknarflokks- ins íhugað kaup eða rekstur á fjöl- miðli sem talað gæti máli fram- sóknarstefnunn- ar. Svo virðist sem framsóknar- menn telji á sig hallað í umfjöll- un fjölmiðla. Flokkurinn njóti ekki sannmæl- is og sjónarmið hans komist ekki til skila vegna fjandskapar blaðamanna gagnvart flokknum. DV fjallaði ítarlega um bollaleggingar framsóknarmanna sem hafa gert tvö tilboð í Frétta- tímann. Keating kostaði 9 milljónir 1 Kostnaðurinn við að fá írska tónlistarmanninn Ronan Keating til að skemmta á Þjóð- hátíð í Eyjum nemur um það bil 9 milljónum. Upphæðin jafn- gildir virði 470 miða á hátíðina. Ákvörðunin var umdeild enda er þjóðhátíðin eins konar fjáröflun- arviðburður fyrir íþróttafélag ÍBV. Skipuleggjend- ur hátíðarinnar hafa einnig ver- ið gagnrýndir fyrir að verja ekki nægilegu fé í forvarnir gegn kyn- ferðisafbrotum. DV fjallaði um uppgjörið á Þjóðhátíð. Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni T ökurnar fara fram á ströndinni hinum megin við Reynisfjall,“ segir starfsmað- ur Hótel Lunda í Vík í Mýr- dal um það hvar tökur á kvik- myndinni Noah fara fram – og á þar við Reynisfjöru. Kvikmyndin skartar meðal annars stórleikurunum Russell Crowe, Emmu Watson og Anthony Hopkins. Stóru nöfnin á Hótel Rangá Starfsmaðurinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir að fjórir úr tökuliðinu gisti á hótelinu. „Svo gist- ir restin af tökuliðinu og leikararn- ir á hótelunum í kring,“ segir starfs- maðurinn sem kveðst hafa séð leikara myndarinnar spóka sig um bæinn. „Tökuliðið og leikararnir fá sér reglu- lega drykki á öldurhúsum bæjar- ins. Russell Crowe var til dæmis á Halldórskaffi í gær.“ Starfs- maðurinn segist virkilega spenntur yfir komu stórleik- aranna. „Allir í bænum eru mjög spenntir yfir þessu, þar á meðal ég. Það eru um 300 manns í tökuliðinu. Þau nota öll gistipláss sem þau kom- ast í – sumir úr tökuliðinu þurfa að dvelja í töluverðri fjarlægð frá bænum.“ Starfsmaðurinn segir framleiðsluteymi myndar- innar gista á Hótel Lunda. En hvar eru Russell Crowe og félagar? „Ég held að stóru nöfnin gisti á Hótel Rangá. Það er eina fimm stjörnu hótelið á Íslandi,“ segir hann en samkvæmt heimasíðu Hótel Rangár fær hótelið eingöngu fjór- ar stjörnur. Margrét Herdís Jónsdóttir, starfsmaður Hót- el Rangár, vildi hins vegar ekki staðfesta að stórleikar- ar væru meðal gesta hótelsins. „Ég get ekki sagt neitt – við segjum ekkert hérna.“ Útsýni yfir tökustaðinn Jakobína Elsa Ragnarsdóttir rekur bændagistingu rétt hjá Reynisfjöru. „Bærinn er stað- settur alveg við tökustaðinn. Þeir eru búnir að taka hérna upp í tvo daga, kláruðu tökur á þriðjudagskvöldið. Það er búið að vera frábært veður – akkúrat veðrið sem þeir von- uðust eftir.“ Jakobína, sem er með 14 gistipláss, segir enga fræga leikara hafa verið með- al þeirra sem gistu hjá henni – eingöngu óbreytta meðlimi tökuliðsins. Sökum nálægðar við tökustaðinn gat Jakobína fylgst vel með. „Maður fylgd- ist með þessu út um gluggann. Það var gaman að sjá þetta; þetta er mikið batterí,“ segir Jakob ína sem kveðst hafa séð sjálfan Russell Crowe út um gluggann. „Ég held ég hafi nú séð hann þarna. Maður sá þetta í kíki. Hann var með skegg og svona en var ekki kominn í neinn búning.“ Yfirgáfu heimili sín Heimildir DV herma að framleiðend- ur myndarinnar hafi, sökum skorts á gistiplássum, beðið suma íbúa bæj- arins að fara úr húsum sínum til að rýma fyrir tökuliðinu – gegn því að fá hótelgistingu í Reykjavík. Jakobína staðfestir að íbúar hafi verið beðn- ir að yfirgefa húsin sín. „Fólk var að ganga úr húsum fyrir þá og annað. Ég veit að minnsta kosti um tvo sem fóru úr húsunum sínum.“ „Maður fylgdist með þessu út um gluggann Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Fréttir vikunnar Falleg fjara Birtist brátt á hvíta tjaldinu. Hress á Halldórskaffi Russell Crowe leikur í stórmyndinni Noah. n Íbúar yfirgefa heimili sín til að rýma fyrir tökuliði myndarinnar Noah Veghefill á Miklubraut Stundum verður misbrestur á að ökumenn virði umferðarlög- in eins og gengur og gerist. Karl- maður á þrítugsaldri gerðist einmitt sekur um slíkt en lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för hans á Miklubraut, rétt austan Grensásvegar, um fimmleytið síðdegis á miðviku- dag. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að maðurinn ók veghefli og fór því ekki hratt yfir. Olli þessi snigilför veghefilsins um Miklubrautina á háannatíma tilheyrandi töfum og vandræðum og var hann lát- inn leggja honum. Fékk hann að halda för sinni áfram eftir klukk- an sex. Lögreglan brýnir fyrir fólki að virða þær takmarkanir sem allvíða eru í gildi um hæg- fara ökutæki á vegum og götum. Vítavert kæruleysi Karl á fertugsaldri var stöðvað- ur við akstur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði um kvöldmatarleytið í á miðvikudag en hugsunarleysi hans, og tveggja fullorðinna far- þega sem einnig voru í bíln- um, var með ólíkindum að mati lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Í aftursætinu voru tvö lítil börn en hvorugt þeirra var með tilskilinn öryggisbún- að. Fátt var um svör þegar leit- að var svara við því hvers vegna eldra barnið var ekki í bílbelti og því yngra leyft að sitja í fangi annars farþega í stað þess að vera tryggilega fest í barnabíl- stól. Í tilkynningu lögreglu seg- ir að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar áður en fólkinu var leyft að halda för sinni áfram. Ökumaðurinn má búast við sekt og að upplýsingar um málið verði sendar barnaverndaryfir- völdum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.