Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 6
Áróðursvefur í Moggahöll n Lögheimili AMX flutt í Hádegismóa V efmiðlun ehf. sem meðal annars á og rekur áróður- svefinn amx.is, flutti lög- heimili sitt og póstfang að Hádegismóum 2 í Reykjavík ný- verið, en þar er starfsemi Morgun- blaðsins einnig hýst. Þetta kemur fram í tilkynningu til fyrirtækja- skrár sem móttekin var 13. júní síðastliðinn, og  Vísir.is  greinir frá. Vefmiðlun ehf. er í eigu Friðbjörns Orra Ketilssonar og Arthúrs Ólafs- sonar en Friðbjörn Orri er titlaður útgefandi amx-vefsins. Vefmiðlun rekur að minnsta kosti átta aðra vefmiðla á Íslandi. Miðlarnir eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir, en þeirra á meðal er vefurinn Leikjanet sem er vin- sæll á meðal barna og unglinga og vefurinn Sax sem er sagður vera upplýsingavefur um sjávarútveg, en þar auglýsa fjölmörg sjávar- útvegsfyrirtæki. Þá heldur fyrir- tækið einnig úti Evrópuvaktinni undir ritstjórn Björns Bjarnason- ar og Styrmis Gunnarssonar. Þess má geta að Friðbjörn Orri Ketils- son er einnig skráður sem vefstjóri rnh.is, vefs  Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt,  sem undir- býr stórsókn Sjálfstæðismanna í Háskóla Íslands, fyrirlestraröð þar sem hægrisinnaðir hugsuðir utan úr heimi munu stíga á stokk. jonbjarki@dv.is 6 Fréttir 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað Hægt að Hemja Huang nubo E f ég á að draga ályktanir af þess- um lauslegu athugunum mín- um þá sýnist mér að ríkið hafi afskaplega víðtækar heimildir til að setja kínverska skáldinu skorður, segir Sigurður Líndal, pró- fessor emeritus í lögum, um það hvort lagalega sé hægt að búa þannig um hnútana að Huang Nubo geti ekki gengið á auðlindir lands Grímsstaða á Fjöllum – fái hann landið á leigu. Sig- urður nefnir máli sínu til stuðnings að í lögum um nýtingu auðlinda í jörðu, skipulagslögum, náttúruverndarlög- um, ábúðarlögum, vatnalögum og víð- ar sé að finna ítarleg skilyrði sem Nubo þyrfti að fara eftir hefði hann í hyggju að nýta sér þau verðmæti sem landið hefur að geyma – til dæmis vatn og jarðhita. Siglingar um Norðurhöf Eins og fram hefur komið segist Huang Nubo vilja leigja Grímsstaðalandið til að reisa þar lúxus-hótel, hestabú- garð og golfvöll. Fram hafa komið efa- semdir um að þau áform séu trúverð- ug. Mikið hefur verið ritað og rætt um hvað hann ætli sér í reynd að gera við landið en minna um hitt – hvað hann getur gert. Því hefur til dæmis verið haldið á lofti að væntanleg viðskipti Nubos sé liður í áætlun kínverskra stjórnvalda að tryggja sér aukinn rétt til siglinga um Norðurhöf. Sigurður Líndal segist ekki sjá tengsl milli sigl- inganna og þessara viðskipta. „Ég sé nú ekki alveg tengsl þarna á milli. Þau eru þá allavega ofar mínum skilningi og einungis á færi guðfræðinga að fást við það.“ Sigurður segir þó að annað myndi gilda ef hann eignaðist land að sjó. „Ef hann keypti Langanesið og Þistilfjörðinn þá væri hann orðinn viss hagsmunaaðili – með hafnargerð og annað.“ Veðsetning Því hefur einnig verið haldið fram, að Nubo hyggist nota Grímsstaðalandið sem hagstætt veðandlag til tryggingar lánum sínum. Sigurður telur að hægt sé að koma í veg fyrir það. „Leigusali getur að sjálfsögðu haft ástæðu til þess að banna veðsetningu á leigusamn- ingi – og getur gert það. Landeigend- um er ekkert endilega sama hver það er sem fer með yfirráð landsins í krafti leigusamnings. Sumum þætti hugs- anlega verra að fá banka í Peking sem leigutaka,“ segir Sigurður en bætir þó við að veðhafi öðlist ekki betri rétt en veðsalinn átti, komi til þess að ganga þurfi að landinu til fullnustu skulda. Því þyrfti bankinn í Peking að beygja sig undir nákvæmlega sömu skilyrði og Huang Nubo. „Ef veðhafinn hirð- ir veðið þá er hann bundinn af sömu skilyrðum og veðsalinn.“ Má ekki mismuna gróflega Auk ofangreindra laga nefnir Sigurð- ur ákvæði 6. kapítúla Jónsbókar, sem enn hefur lagagildi. Þar segir: „Ef fisk- veiðr fylgir leigulandi eða fuglveiðr eða eggver, ok á leigumaðr þat allt, nema frá sé skilt í kaupi þeira, ok svá ef þar rekr fiska eða fugla, sela, háskerðinga ok hnísur … Nú rekr hval á fjöru þar, þá skal hann festa hval sem hann eigi, ok hafa af sex vættir, hálft hvárt spik ok rengi, ef hvalr er tvítugr eða lengri eins kyns. Þó er hann skyldr at festa at skemmri sé. En ef hann bergr verr hval … en nú er tínt, þá … ábyrgist (hann) skaða þann allan er eigandi fær af hans órækt.“ Í ákvæðinu er gert ráð fyrir að leigusali geti undanskilið nefndar auðlindir jarðarinnar. Sigurð- ur tekur fram að þau atriði sem nefnd eru í ákvæðinu séu ekki tæmandi talin, heldur sé um að ræða svokallaða auð- kennatalningu. Það þýðir að ákvæð- ið nær yfir fleiri auðlindir en nefnd eru í texta þess. „Ég nefni þetta með þeim fyrirvara að önnur sérlög hafi ekki breytt þessari reglu, sem þarna er lögfest. En þarna er kannski að finna grunnregluna sem nær yfir það tilvik sem hér er til umræðu,“ segir Sigurður. Varðandi nýtingu vatns á svæðinu segir Sigurður: „Þar gilda vatnalögin. Samkvæmt þeim fylgja vatnsréttindi landareign til heimilisbrúks og iðnað- ar og til ýmiskonar venjulegra nota.“ Sigurður bendir einnig á að leyfi ráð- herra þurfi til að koma ætli menn sér að ráðast í stórfellda vatnstöku. Að- spurður hvort íslensk lög komi þannig í veg fyrir það að Nubo geti geng- ið á vatnsforða svæðisins þannig að hann ylli spjöllum segir Sigurður: „Þar myndu vafalaust náttúruverndarlög koma til skjalanna. Svo má hann ekki spilla vatnsbólum annarra, sam- kvæmt íslenskum lögum. Mér sýnist vatnalögin og önnur lög skorða þetta út og suður. Svo er margt í þessu háð leyfi ráðherra.“ Auk löggjafarinnar segir Sigurð- ur að leigusalinn geti bætt við skil- yrðum. „En þau skilyrði þurfa auðvit- að að vera málefnaleg. Það má ekki mismuna mönnum gróflega – stjórn- sýslulögin myndu náttúrulega taka á því.“ Sigurður segir niðurstöðu sína vera eftirfarandi: „Niðurstaða mín í þessu máli er því sú, að þarna sé hægt að setja Huang Nubo víðtækar skorð- ur og takmarkanir – með því skilyrði að þær séu málefnalegar, sanngjarnar og eðlilegar.“ n DV fer yfir lagalegu hlið Nubo-málsins ásamt Sigurði Líndal Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is „Sumum þætti hugsanlega verra að fá banka í Peking sem leigutaka. Erfitt að stela auðlindum Huang Nubo gæti þurft að láta sér nægja að byggja upp hótel, hestabúgarð og golfvöll. Sigurður Líndal Telur að hægt sé að skorða skáldið. Útgefandi AMX Vefmiðlun ehf. rek- ur að lágmarki níu vefmiðla á Íslandi. Skattlögð í útlöndum Allar tekjur og eignir Dorritar Moussaieff eru skattlagðar erlend- is. Athygli vakti að Dorrit greiddi ekki auðlegðarskatt, en hún borgar því ekki íslenskan skatt af eignum sínum. Eignir fjölskyldu Dorritar eru metnar á tugmilljarða og voru eignir fjölskyldunnar meðal annars taldar upp á lista Time um auð- ugustu einstaklinga heims. Bæði forseti Íslands og maki hans greiða skatta og gjöld af tekjum sínum. Hjón eru lögum samkvæmt sam- sköttuð þar sem auðlegðarskattur er aðeins lagður á hreinar eignir umfram 100 milljónir er hægt að draga þá ályktun að eignir þeirra hérlendis nái ekki þeim auð. Ásmundur Einar selur fyrirtækið Ásmundur Einar Daðason, þing- maður Framsóknarflokksins, og faðir hans Daði Einarsson hafa selt fyrirtækið Jón Bóndi, sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu á rekstrar- vörum fyrir bændur og aðra dýra- eigendur. Bændablaðið greinir frá. Feðgarnir stofnuðu fyrirtækið, sem áður hét Ísbú-búrekstrarvörur og starfræktu það á Lambeyrum, þar sem þeir eru búsettir. Starfstöð Jóns Bónda hefur undanfarið ver- ið í Reykjavík. Ásmundur titlar sig bónda á Lambeyrum í Dalasýslu. Þar stunda þeir sauðfjár- og geita- rækt á stórbýli. Leiðrétting Af umfjöllun miðvikudagsblaðs DV um Þjóðhátíð í Eyjum mátti ráða að söngvarinn Hreimur Örn Heim- isson hefði mætt seint á tónleika sína og þeim verið frestað af þeim sökum. Þetta er ekki rétt enda er Hreimur annálaður fyrir stundvísi. Hann mætti klukkutíma fyrr en hann þurfti og seinkaði tónleikun- um af öðrum ástæðum. Beðist er velvirðingar á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.