Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað Stjórnin Sem Stökk- breytti Skattinum S kattar á einstaklinga og fyrir­ tæki hafa hækkað um þriðjung í stjórnartíð Samfylkingarinn­ ar og Vinstri grænna. Þetta kemur fram í gögnum þekk­ ingarfyrirtækisins KPMG. Viðskipta­ blaðið kallar þróunina Evrópumet í skattahækkunum og Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka at­ vinnulífsins tekur í sama streng í að­ sendri grein í Fréttablaðinu. Þrátt fyrir skattahækkanir síðustu ára hefur tekjuskattbyrði meirihluta fjölskyldna hér á landi lækkað. Frá þessu er greint í skýrslu Þjóðmála­ stofnunar Háskóla Íslands sem gef­ in var út í apríl á þessu ári. Viðskipta­ ráð hefur bent á að fleiri en hundrað skattbreytingar hafa verið gerðar á síðustu fimm árum. Samt sem áður eru skatttekjur ríkissjóðs nú lægra hlutfall af vergri landsframleiðslu en þær voru fyrir hrun. Viðskiptaráð og Norðurlöndin Hér á Íslandi var hlutfall skatta af landsframleiðslu, að viðbættum lög­ bundnum iðgjöldum til lífeyrissjóða, það næst hæsta í heiminum árið 2007. Þetta bentu skattasérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á í skýrslu árið 2010. Aðeins í Danmörku var skattbyrðin meiri en þar lagðist hún í mun ríkari mæli á tekjuháar fjöl­ skyldur en hér. Á þessum tíma var meira að segja seilst dýpra í vasa há­ tekjufólks í Bandaríkjunum en á Ís­ landi. Tekjuhæsta 1 prósent heimila vestanhafs greiddi að jafnaði rúm 30 prósent tekna sinna í skatta en sami hópur á Íslandi þurfti aðeins að láta 13 prósent af hendi árið 2007. Samkvæmt rannsóknum Stefáns Ólafssonar, prófessors í félagsfræði, og Arnalds Sölva Kristjánssonar hag­ fræðings, jókst ójöfnuður mun meira á Íslandi á tímum útrásarinnar en annars staðar í Evrópu. Þá lækkaði skattbyrði hátekjuhópa meðan skatt­ byrði lágtekjuhópa jókst til muna. Leiðirnar sem hér voru farnar voru gjörólíkar þeim á hinum Norður­ löndunum. Virðist annað gildismat hafa ríkt hér á landi eins og kristall­ ast í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands frá Viðskiptaþingi árið 2006. Þar er að finna þessa yfirlýsingu: „Viðskipta­ ráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum.“ Hægra megin við Bandaríkin Jón Steinsson, hagfræðingur við Col­ umbia háskólann í Bandaríkjunum hefur vakið athygli á sérstöðu skatt­ kerfisins sem Íslendingar bjuggu við fyrir hrun. Í desember árið 2009 voru skattbreytingar ríkisstjórnar Sam­ fylkingarinnar og Vinstri grænna í farvatninu. Þá skrifaði Jón Steinsson grein í Fréttablaðið þar sem hann hvatti til þess að skattaumhverfinu á Íslandi yrði breytt og það aðlagað að skattkerfum annarra vestrænna ríkja. „Skattkerfið sem við Íslendingar höfum búið við undanfarin ár hef­ ur verið það hægrisinnaðasta af skattkerfum allra efnaðra ríkja inn­ an OECD,“ skrifaði hann og gekk svo langt að fullyrða að íslenskt skattkerfi hefði verið „langt til hægri við skatt­ kerfi Bandaríkjanna.“ Í framhaldinu hvatti hann til þess að verulegar úr­ bætur yrðu gerðar á skattkerfinu en varaði við því að hátekjuskattar væru látnir ná yfir millistéttarfólk. Róttækar breytingar Farið var að ráðum Jóns að því leyti að tekinn var upp þrepaskiptur skattur á einstaklinga árið 2010. Honum hefur verið breytt lítillega síðan en nú eru viðmiðunartekjur fyrsta þreps 0–230 þúsund krónur. Á þær leggst 37,34 prósenta skattur. Annað þrep nær upp að 704.366 krónum með 40,24 prósenta tekjuskatt. Hærri tekjur falla undir þriðja þrep og af þeim er heimtur 46,24 prósenta skattur. Samkvæmt útreikningum Við­ skiptaráðs nemur heildarhækkun tekjuskatts hér á landi frá árinu 2007 9 prósentustigum. Meðal annarra róttækra breytinga á skattkerfinu er tvöföldun á fjármagnstekjuskatti og erfðafjárskatti, en þar að auki hafa flest gjöld hækkað til muna, sérstak­ lega þó kolefnisgjöld, bensíngjöld og tryggingagjald. Háskattalöndin í norðri Í lok ársins 2011 tók Viðskiptaráð Ís­ lands saman yfirlit um breytingar á skattkerfinu frá árinu 2007. Niður­ staða ráðsins var sú að samkvæmt fjárlögum hefðu orðið 110 til 120 skattabreytingar á árunum og flestar fælu þær í sér skattahækkanir eða álagningu nýrra skatta. Nú er svo komið að Ísland er „háskattaland“ að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en hinar Norðurlandaþjóðirnar eru í sama flokki. Í gögnum KPMG eru aðeins hæstu skattstigin á tekjur einstakl­ inga og fyrirtækja borin saman. Fram kemur að hæsta skattstig á Ís­ landi hefur hækkað úr 35,7 prósent­ um í 46,24 prósent. Í Noregi hef­ ur hæsta skattstigið haldist óbreytt í 47,8 prósentum. Í Danmörku hefur það lækkað úr 62,5 prósentum niður í 55,38 prósent, en í Finnlandi og Sví­ þjóð hefur lækkunin ekki verið jafn mikið. Þar eru hæstu skattstigin nú 49 prósent og 56,6 prósent. Meðaltal hæsta skattstigs í OECD­ríkjunum er talsvert lægra en í háskattalöndum norðursins, en það hefur hækkað úr 40,07 prósentum í 40,58 prósent. Hæsti virðisaukaskattur í heimi Í umfjöllun Viðskiptablaðsins um skatta hækk an irnar á Íslandi er vitn­ að í Alex ander Eðvardsson, sem er annar af tveimur yfirmönnum skatta­ og lögfræðisviðs KPMG. Hann bendir á að vegna ólíkra lífeyr­ issjóðakerfa á Íslandi og í Skandin­ avíu þurfi að bæta fjórum pró­ sentustigum við skattinn hér til að samanburðurinn sé raunhæfur. Þegar það er gert við hæsta skattstig­ ið á Íslandi hækkar það upp í 50,24 prósent sem er litlu hærra en hæsta skattstigið í Finnlandi. Þrátt fyrir að skattbyrðin hafi fyrst og fremst lagst á efri stéttirn­ ar eftir hrun og skattbyrðin lækkað hjá 60 prósentum fjölskyldna virð­ ast hæstu tekjuhóparnir hér á landi þurfa að borga mun lægri skatta en í Danmörku og Svíþjóð. Jafnframt eru fyrirtækjaskattar hér ennþá þeir lægstu á Norðurlöndunum. Það sama verður hins vegar ekki sagt um virðisaukaskatt, en efra skatt­ þrep hans er 25,5 prósent. Hvergi í heiminum er rukkaður svo hár virð­ isaukaskattur, en Danmörk, Svíþjóð og Noregur fylgja fast á hæla okkar með 25 prósenta virðisaukaskatt. Ekki stendur til að hækka tekju­ skatta og skatta á fyrirtæki í fjárlaga­ frumvarpinu sem nú er í vinnslu. Hins vegar eru uppi hugmyndir um að hækka virðisaukaskatt á gistinæt­ ur úr neðra þrepi í efra þrep, það er úr 7 prósentum í 25,5 prósent. Áformin hafa verið gagnrýnd harka­ lega af Samtökum ferðaþjónustunn­ ar sem hafa kallað hækkunina rot­ högg fyrir greinina. n Bjuggum við ójafnara kerfi en Bandaríkjamenn n Hæsti virðisaukaskattur í heimi Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Umdeilt tvíeyki Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur gjörbreytt íslenska skattkerfinu. „Þrátt fyrir að skattbyrðin hafi fyrst og fremst lagst á efri stéttirnar eftir hrun og tekjuskattbyrði lækkað hjá 60 prósent- um fjölskyldna virðast hæstu tekjuhóparnir hér á landi þurfa að borga mun lægri skatta en í Danmörku og Svíþjóð. Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is ÚTSÖLULOK laugardag 25-60% afsláttur opið 11-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.