Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Page 12
12 Fréttir 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað S jö sækjast eftir embætti tveggja dómara við Hæsta- rétt Íslands sem auglýst voru í byrjun júní. Sam- kvæmt lögum um skipan dómara skal skipa sérstaka dóm- nefnd sem fer yfir hæfi umsækj- enda. Nefndinni er ætlað að skila innanríkisráðuneytinu umsögn um hæfi þeirra sem sækjast eftir starf- inu. Árið 2010 var lögum um skip- an dómara breytt og vægi nefndar- innar aukið. Þá kveða lögin á um að ráðherra dómsmála verði bund- inn af niðurstöðu dómnefndar, en þó geti hann vikið frá henni með því að Alþingi samþykki tillögu hans um að skipa í embætti annan hæf- an umsækjanda en dómnefnd hefur talið standa fremst. DV hefur safnað saman upplýsingum um umsækj- endurna sjö en skipað verður í emb- ættið frá og með 1. október. Hjónin Arnfríður Einarsdóttir héraðsdóm- ari og Brynjar Níelsson hæstarétt- arlögmaður eru bæði á meðal um- sækjenda. Ljóst er að ekki er hægt að skipa þau bæði sem dómara við Hæstarétt Íslands, því lögum sam- kvæmt mega hjón ekki vera samtím- is dómarar við sama rétt. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is B rynjar Níelsson hefur starf- að við lögfræði í um 20 ár. Þar til nýlega var hann formað- ur Lögmannafélags Íslands. Hann er giftur Arnfríði Einarsdóttur héraðsdómara og sama eiga þau tvo syni. Brynjar var kjörinn for- maður lögmannafélagsins árið 2010 með 75 prósentum atkvæða. „Mér hefur fundist undanfarin miss- eri bæði stjórnmálamenn og fjöl- miðlamenn, sem og margir aðrir, þjarma að réttarríkinu svo það hef- ur bognað og gæti jafnvel brotnað,“ sagði Brynjar við Lögmannablað- ið stuttu eftir formannskjörið sem ástæðu fyrir því að hann ákvað að bjóða fram krafta sína. Í sama við- tali sagði Brynjar þættina Réttur er settur, vera áhrifavald í lífi sínu. „Ég sá að lagadeildin byrjaði ekki fyrr en 1. október, þar voru engin jóla- eða miðsvetrarpróf og bara einhver þrjú próf að vori. Unga manninum þótti þetta henta sér mjög vel enda frekar latur á þessum árum. Þetta er nú ástæðan fyrir því að laganám- ið varð fyrir valinu. Að vísu hafði ég haft gaman af því að horfa á þættina „Réttur er settur“ sem voru vinsælir sjónvarpsþættir á þeim tíma.“ Hann útskrifaðist með stúd- entspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og fór þaðan í lög- fræði við Háskóla Íslands það- an sem hann lauk embættisprófi árið 1986. Afstaða Brynjars og op- inber ummæli hafa oftar en ekki bakað honum vandræði. Hann er afar umdeildur til að mynda vegna framgöngu sinnar og ummæla um nektarstaði. Brynjar hefur gjarnan tekið upp hanskann fyrir rekstrar- aðila slíkra staða. Raunar var Brynj- ar lögmaður Ásgeirs Þórs Davíðs- sonar heitins, betur þekkts sem Geira á Goldfinger. Annar fræg- ur viðskiptavinur Brynjars er Jón Gerald Sullenberger en Brynjar var lögmaður hans í Baugsmálinu svokallaða. Jón Gerald var dæmd- ur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að útbúa ranga reikn- inga. Brynjar skrifar pistla reglulega á vefsíðunni pressan.is en í einum slíkum gagnrýndi hann aðgerð- ir Stóru systur sem meðal annars gagnrýndi linkind lögregluyfir- valda í málum þar sem grunur er um mansal. Brynjar gagnrýndi að- ferðafræði hópsins og sagði hann taka lögin í sínar hendur. Brynjar Níelsson varði tvo í hópi níumenninganna svokölluðu sem ákærðir voru fyrir að hafa í heim- ildarleysi ruðst inn í Alþingishús- ið 8. desember 2008. Níumenn- ingarnir voru ákærðir á grundvelli 100. greinar hegningarlaganna en það hafði síðast verið gert eftir mótmælin á Austurvelli þegar Ís- land gekk í Atlantshafsbandalagið í mars 1949. Í nýlegri nærmynd Íslands í dag á Stöð 2 um Brynjar er honum lýst sem ljúfmenni sem þoli illa rugl og óréttlæti. „Er einn fárra sem þora að segja það sem flestir hugsa en þora ekki að tala um vegna hræðslu við að reita litla háværa hópa sem telja sig hafa einu réttu skoðunina til reiði.“ Þar var klæðaburði hans lýst sem einum helsta ókostinum við hann. Brynjar klæðir sig nefni- lega eins og kommúnisti ef marka má nærmynd Stöðvar 2. Klæðn- aður Brynjars virðist endurtek- ið til umræðu meðal lögfræðinga og kom hann meðal annars inn á kommúnistaklæðnaðinn í þakkar- ræðu eftir að hann var kjörinn for- maður Lögmannafélagsins. Brynjar Níelsson Þa vilja í Hæstarétt Fæðingarár: 1960 Starf: Hæstaréttarlögmaður Stjórnmálatengsl: Fékk frelsisverðlaun SUS, kennd við Kjartan Gunnarsson, árið 2010. B enedikt var skipaður héraðs- dómari án sætis árið 2001 af Sólveigu Pétursdóttur, þá- verandi dómsmálaráðherra. Fyrsta starfsstöð Benedikts var við Héraðsdóm Vesturlands. Ögmund- ur Jónasson innanríkisráðherra setti Benedikt í embætti dómara við Hæstarétt Íslands frá og með 1. nóv- ember 2011 til 31. desember 2014. Benedikt tók sæti í landsdómi í fjar- veru Bjargar Thorarensen prófessors sem telst vanhæf sökum þess að hún er gift Markúsi Sigurbjörnssyni, for- seta landsdóms. Hann er einn þeirra dómara sem vildu sýkna Geir H. Ha- arde, fyrrverandi forsætisráðherra, af öllum ákæruliðum. Benedikt útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990. Hann starfaði sem skrifstofustjóri laga- skrifstofu dóms- og kirkjumála- ráðuneytis frá árinu 1997 til 2001 í ráðherratíð Þorsteins Pálssonar og Davíðs Oddssonar. Árið 2004 skip- aði Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, þá menntamálaráðherra og vara- formaður, Benedikt sem formann útvarpsréttarnefndar, forvera fjöl- miðlanefndar. Fjallað var um bíóferð Bene- dikts og Karls Axelssonar, verjanda Baldurs Guðlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu, sem seinna var kallaður sem vitni fyrir landsdóm. Benedikt var einn dómara í máli Baldurs, þess sama og Karl var verjandi í. Hæsti- réttur staðfesti dóm héraðsdóms yfir Baldri um miðjan febrúar. Benedikt sat í stjórn Heimdall- ar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á árunum 1983 til 1987. Þá sat Benedikt í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 1989 til 1991. Með honum í stjórn var Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins. Benedikt Bogason Fæðingarár: 1965 Starf: Hæstaréttardómari Stjórnmálatengsl: Hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn I ngveldur er formaður Dómara- félags Íslands en hún náði nokk- uð óvænt kjöri síðari hluta ársins 2009. Áralöng hefð hafði skap- ast í félaginu fyrir kosningu varafor- manns sem formanns með einföldu lófaklappi þegar sitjandi formað- ur hafði tilkynnt um ætlun sína að hætta. Á aðalfundi félagsins árið 2009 bauð Ingveldur sig fram gegn tillögu aðalfundar um sama hátt. Þá var lagt til að kosningin yrði leyni- leg. Benedikt Bogason sem er nú meðal umsækjenda um starf hæsta- réttardómara var á þeim tíma vara- formaður. Svo fór að Ingveldur var kjörin formaður félagsins sem talar opinberlega fyrir hönd dómara. Ingveldur hefur talað fyrir stofn- un sérstaks millidómstigs hér á landi sem hefði þá tekið á auknu álagi vegna málarekstrar fyrir landsdómi sem og fjölda mála sem fyrirsjáanlegt er að verði fylgifisk- ur rannsóknar sérstaks saksóknara. Þá gagnrýndi Ingveldur úrskurð kjararáðs um laun dómara á síð- asta ári. Kjararáð hafði þá ákveðið launahækkun til handa hæstarétt- ardómurum og dómurum Héraðs- dóms Reykjavíkur. Krafðist Ingveld- ur að hækkunin næði jafnt yfir alla dómara. Ingveldur skrifaði grein í Lög- mannablaðið í fyrra þar sem hún hvatti lögmenn til að fara varlega í gagnrýni á dómstóla. Hún sagði gagnrýni ávallt af hinu góða væri hún málefnaleg. „Erfiðara er fyrir dómara að skilja ummæli sem lög- menn láta falla á opinberum vett- vangi um dómarana sjálfa og eru svo miskunnarlaus og óvægin að eftir er tekið.“ Þá sagði hún dómur- um oft gerðar upp skoðanir og að þeir væru gerðir að blóraböggli. „Þeim eru gerðar upp stjórnmála- legar skoðanir, þeir eru á ómálefna- legan hátt dregnir í dilka og berlega gefið í skyn að þeir séu ekki starfi sínu vaxnir.“ Ingveldur Þ. Einarsdóttir Fæðingarár: 1959 Starf: Héraðsdómari Stjórnmálatengsl: Óljós m y n d m o r g u n b la ð ið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.