Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 14
„Við tökum bara einn dag í einu“ 14 Fréttir 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað A ð kvöldi þess 5. ágúst urðu þau Guðmundur Már Einarsson og Helga Sigur­ veig Kristjánsdóttir foreldr­ ar í þriðja sinn þegar lít­ ill drengur fæddist á sjúkrahúsinu á Akureyri. Fyrir eiga þau tvo drengi, Kristófer sem er sex ára og Þórð sem er eins og hálfs árs. Fæðingin gekk vel, drengurinn var skoðaður og fékk þann úrskurð að hann væri heilbrigð­ ur. Morguninn eftir tók móðir hans hins vegar eftir því að hann var ekki með endaþarmsop. Í kjölfarið var drengurinn skoðaður og þá kom í ljós að hann var einnig með fjórþættan hjartagalla. Drengurinn var sendur strax með sjúkraflugi suður til Reykjavík­ ur þar sem hann fór í þriggja tíma stóma aðgerð og frekari rannsókn­ ir. Aðgerðin gekk vel en drengnum er haldið sofandi og honum verður haldið sofandi þar til hann hefur far­ ið í aðgerð á hjarta. Til stendur að fara til Svíþjóðar næstkomandi þriðju­ dag þar sem hann á að fara í tvíþætta hjartaaðgerð. Hann á síðan að fara í aðra aðgerð í febrúar. Þá á einnig eftir að koma í ljós hvort sjónin er í lagi eða ekki, en það er óvíst á þessari stundu. Þá er einnig vitað af einhvers konar nýrnabilun, annað nýrað er stærra en hitt en það er ekki vitað hvað það þýð­ ir og verður ekki skoðað fyrr en dreng­ urinn er kominn aftur að utan. „Hann er sterkur“ Amma drengsins, Gyða Árnadóttir, furðar sig á því að það hafi ekkert sést að drengnum, hvorki í sónar né í læknisskoðun nema þessi nýrnabil­ un. „Þeir sáu hana í sónar og það var fylgst reglulega með henni á með­ göngunni. Það átti svo bara að skoða þetta betur daginn eftir að hann fæddist. En það var ekkert verið að athuga með neitt annað. Hann var bara sagður heilbrigt barn þegar hann fæddist. Mamma hans tók síðan eftir því þegar hún var að skipta á honum að þetta var ekki eins og þetta átti að vera. Sem betur fer, því ef hann hefði verið með endaþarmsop þá hefði hjartagallinn kannski ekki uppgötv­ ast í tæka tíð. Hann var líka orðinn blárri en eðlilegt gat talist því súrefn­ ismettunin var ekki nógu mikil. Þá fór allt þetta ferli í gang, eitt leiddi af öðru og í ljós kom að það var eitthvað mik­ ið að. En hann er sterkur strákur og ég vona að hann nái sér að fullu.“ Þurfa á stuðningnum að halda Gyða sagði það engu að síður ljóst að nú biði þeirra Guðmundar og Helgu mikið verkefni. Það hefði verið áfall að uppgötva hversu veikur drengurinn litli var en í ofanálag hefði það einnig áhrif á afkomu þeirra. Guðmundur var í átaksvinnu sem hann hafði fram í september og ætlaði þá í nám. Helga var að klára sjúkraliðann og ætlaði að vinna fram í ágústlok þegar litli dreng­ urinn átti að fæðast, en hann kom þremur vikum á undan áætlun. „Þó að við vitum ekki alveg hvernig þetta verður þá eru þetta eflaust fyrstu að­ gerðirnar af mörgum sem drengurinn þarf að fara í í framtíðinni. Þess vegna stofnaði dóttir mín styrktarsíðu fyr­ ir þau,“ en síðuna er hægt að finna á Facebook undir nafninu Styrktarsíða fyrir strák Guðmundsson. Þá hefur einnig verið opnaður söfnunarreikn­ ingur þar sem fólk er hvatt til þess að n Fæddist með alvarlegan hjartagalla, nýrnabilun og ekkert endaþarmsop Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Það sem af er þessu ári hafa fæðst tvö börn með missmíð í endaþarmi, anal atresíu. Á síðasta ári fæddust önnur tvö börn en talið er að um eitt af hverjum 5.000 börnum fæðist með þennan galla. Hann er örlítið algengari á meðal drengja en stúlkna en orsökin er óþekkt. Hvert tilfelli er einstakt en þeim er skipt í tvo flokka, háan og lágan, eftir alvarleika þeirra. Misalvarleg tilfelli Algengara er að börn fæðist með missmíð í lága flokknum en þeim háa. Það á við um þau tilfelli þar sem endaþarmsopið er á vitlausum stað, aðeins framar en það á að vera. Það getur þýtt að hringvöðvinn sem á að vera í kringum endaþarmsopið nær ekki utan það sem gerir það að verkum að það er ekki starfhæft. Hjá stelpum getur opið einnig verið í leggangaopinu og hjá strákum getur það farið fram á punginn. Í háa flokknum eru öllu alvarlegri tilfelli. Þá getur opið jafnvel verið í þvagblöðru eða þvagrás. Kristján Óskarsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að vandinn geti einnig verið margþættur. „Í sumum tilfellum vantar rófubeinið, hluta af spjaldhryggnum og þá tilheyrandi vöðva sem mynda ytri hringvöðvann. Þar sem það er ekki hægt að búa til vöðva getur það orðið erfitt viðureignar. Í öðrum tilvikum geta vöðvarnir verið rýrir en í sumum tilfellum er hægt að þjálfa þá upp. Þannig að það er ansi misjafnt hvað það þýðir fyrir barn að fæðast með þennan galla.“ Yfirleitt þrjár aðgerðir Þau börn sem fæðast með missmíð í endaþarmi fara alltaf í aðgerð á fyrstu dögum ævinnar. Í flestum tilvikum er ristillinn orðinn útþaninn og farsælla að leyfa honum að jafna sig en að reyna að eiga við hann í því ástandi. Það er því yfirleitt byrjað á stómaaðgerð. Seinna er síðan framkvæmd aðgerð þar sem endaþarmurinn er lagaður og opið er fært þangað sem það á að vera. Áður fyrr vildu flestir læknar bíða með þá aðgerð þar til barnið var orðið tíu kíló að þyngd eða um eins árs gamalt, en nú til dags er tilhneiging til þess að framkvæma þess aðgerð mun fyrr. Það er nefnilega mun erfiðara að leggja það á börnin þegar þau eru farin að hreyfa sig meira og komin með meira vit. „Þetta eru lítil börn sem tjá sig kannski ekki um sársauka en maður veit samt hvort þeim líður illa eða ekki og það er merkilegt hvað þau þola þetta vel,“ segir Kristján. Að því loknu þarf barnið að fara aftur í aðgerð þar sem stómanu er lokað. „Það er alltaf markmiðið að þar með sé vanda- málið úr sögunni. En ef grindarbotns- vöðvarnir eru lítið þroskaðir þá getur verið erfitt að hafa stjórn á hægðum og eins getur orðið mjög erfitt að losa um. Í alvar- legustu tilfellum þá þurfa börn kannski að fá einhver hjálparmeðöl varðandi það. Þá er til dæmis hægt að gera ristilinn þannig að það sé hægt að tæma hann reglulega þannig að fólk helst hreint.“ Samhangandi miðlínugallar Kristján segir að þessum galla geti fylgt fleiri áhættuþættir. „Það eru ákveðnir hlutir sem virðast hanga saman án þess að við vitum af hverju. Ef maður finnur þetta þá verður maður líka að athuga hvernig hjartað er, hvort vélindað sé í lagi og nýrun. Ef maður finnur galla í nýrunum þá fer maður líka að skoða rassinn betur og hjartað. Þetta eru kallaðir miðlínugallar, hjarta, vélinda og endaþarmur og ef einn þeirra er til staðar þá eru auknar líkur á því að þeir séu fleiri. Svo geta nýrun verið löskuð og jafnvel útlimir. Það hefur komið fyrir að börn með þennan galla fæðist einnig með klumbufætur eða að bein vanti í útlimi. En sem betur fer gerist það afar sjaldan.“ Missmíð í endaþarmi leggja foreldrum drengsins lið. „Við vonumst til þess að sem flestir geti hjálpað þeim því margt smátt gerir eitt stórt og við þessar aðstæður þurfa þau virkilega á stuðningi að halda,“ segir Gyða og bætir því við að mót­ tökurnar hafi verið ótrúlega góðar. Á fyrsta sólarhringnum hafi meðlim­ ir síðurnar verið orðnir rúmlega 800 talsins og kveðjurnar streyma inn. Þakklátur faðir Fyrir það er Guðmundur þakklát­ ur. Í samtali við blaðamann sagðist hann vilja koma því á framfæri hversu þakklát þau Helga væru. „Við höfum bara verið á spítalanum og vitum í rauninni ekkert hvað bíður okkar eða hvernig okkar staða er. Við höfum heldur ekkert verið að leita eftir upp­ lýsingum um okkar réttindi heldur höfum við bara verið hjá litla kút, það er þar sem við viljum vera núna. En við erum svo heppin að það stendur fólk á bakvið okkur sem er að aðstoða okkur og reyna að styrkja okkur. Í raun kom það okkur á óvart hversu mikinn stuðning við höfum fengið, því við átt­ um alls ekki von á því. Fyrir það erum við afar þakklát. Það er líka rétt að taka það fram að stuðningurinn er ekki að­ eins í krónum talinn, góðar hugsan­ ir geta verið gulls ígildi þegar svona stendur á,“ sagði hann. Að lokum sagði hann að hingað til hefði allt gengið vel, allir hefðu reynst þeim vel og að líðan drengsins væri stöðug. „Við tökum bara einn dag í einu.“ n „Hann er sterkur strákur og ég vona að hann nái sér að fullu. Drengur Guðmundsson Litli drengurinn fæddist með missmíð í endaþarmi sem leiddi til þess að alvarlegur hjartagalli uppgötvað- ist. Á fyrstu viku lífs síns er hann þegar búinn að fara í eina skurðaðgerð og er á leið til Svíþjóðar þar sem hann fer í hjartaaðgerð. Segir strákinn sterkan Amma drengs- ins, Gyða Árnadóttir, segir verkefnin ærin en vonast til að drengurinn nái sér. Vilt þú styrkja foreldrana? Reikningsnúmerið er 0162–26–2838 og kennitalan 240466–3339 Fjölskyldan Fyrir áttu þau Guðmundur Már og Helga Sigurveig tvo stráka, þá Krist- ófer sem er sex ára og Þórð sem er eins og hálfs árs. Hér eru þau við skírn Þórðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.