Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 16
F iskmarkaður Suðurnesja fékk alls 532 milljónir króna af skuldum sínum afskrif­ aðar árið 2010, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins fyrir sama ár. Þar kemur einnig fram að í lok árs 2010 hafi fyrirtækið gert samning við Lands­ bankann (NBI) um niðurfellingu á 328 milljónum króna af skuldum félagsins við bankann. Ekki kemur fram hvaða lána­ stofn anir það voru sem afskrif­ uðu hinar 204 milljónirnar en vit­ að er að Fiskmarkaðurinn var einn af stærstu viðskiptavinum SpKef áður en ríkið tók bankann yfir. Í ársreikningi fyrir árið 2010 kemur fram að skuldir félagsins við SpKef hafi numið rúmlega 1.500 millj­ ónum í lok árs 2010. Heimildir DV herma að frekari afskriftir á skuld­ um fyrirtækisins séu fyrirhugaðar, en unnið er að endurfjármögnun fyrirtækisins. Fiskmarkaður Suðurnesja er með höfuðstöðvar í Sandgerði en er jafn­ framt með útstöðvar í Grindavík, Hafnarfirði og á Ísafirði og Höfn í Hornafirði. Starfsmenn fyrirtækisins eru um þrjátíu talsins að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. Unnið að endurfjármögnun „SpKef afskrifaði engar skuldir hjá Fiskmarkaði Suðurnesja, hann hafði aldrei þrek til þess,“ segir Ell­ ert Eiríksson, stjórnarmaður í Fisk­ markaði Suðurnesja og fyrrverandi bæjarstjóri í samtali við DV. Hann segir að það muni ráðast á næstu vikum hvort félagið fái frekari af­ skriftir: „Þetta mál er ekki búið, og það er bara verið að vinna að endurfjármögnun félagsins núna.“ Ellert segist ekki geta tjáð sig frekar um málið að svo stöddu en ítrekar að á næstu vikum ráðist fjárhags­ staða félagsins. Í gögnum um félagið segir að Fiskmarkaður Suðurnesja hf. sé þjónustufyrirtæki sem sjái um að bjóða upp fisk ásamt annarri þjón­ ustu við útgerðir og fiskkaupendur. Á meðal eigenda félagsins er út­ gerðarfélagið Saltver ehf. sem ver­ ið hefur til rannsóknar hjá Fiski­ stofu síðasta eina og hálfa árið vegna meints kvótasvindls. DV hefur greint frá því að Saltver sem er í eigu Þorsteins Erlingssonar, fyrrverandi bæjarfulltrúa, hefur verið sakað opinberlega um skipu­ lega og afar grófa löndun, þar sem tugum ef ekki hundruðum tonna, hafi verið landað fram hjá vigt. Þorsteinn var stjórnarformaður Reykjaneshafnar á sama tíma og meint löndunarsvindl fyrirtækis­ ins á að hafa viðgengist við höfn­ ina. Þorsteinn situr í dag í stjórn Fiskimarkaðarins, en hann var stjórnarformaður SpKef á sama tíma og Fiskmarkaðurinn var einn stærsti viðskiptavinur bankans. Samið við SpKef Auk Saltvers eru stærstu eigendur Fiskmarkaðs Suðurnesja þeir Berg­ þór Baldvinsson, Einar Þórarinn Magnússon og einkahlutafélagið Stekkur þú ehf. Skuldir Fiskmark­ aðarins voru árið 2009 rúmir 2,3 milljarðar en ári síðar voru skuld­ ir félagsins komnar niður í rúman 1,7 milljarð króna. Þá kemur fram að fyrirtækið hafi greitt niður lang­ tímaskuldir upp á um 100 milljón­ ir króna en það sem eftir stendur, 532 milljónir króna, voru afskrif­ aðar. Í ársreikningi félagsins fyrir árið 2010 segir að þann 27. desem­ ber hafi tekist að gera samning við Landsbankann um afskriftir á alls 328 milljóna króna skuld félags­ ins við bankann gegn því að félag­ ið greiddi um 115 milljónir króna í afborganir og vexti. Þá kom einnig fram í ársreikn­ ingnum að samningaviðræður við SpKef stæðu yfir: „Samningavið­ ræður við SPKEF sparisjóð standa yfir varðandi áframhaldandi endurskipulagningu á skulda­ stöðu félagsins en skuldir félags­ ins við SPKEF sparisjóð nema um 1.515,3 milljónum króna í árs­ lok og þar af eru um 106 milljónir gjaldfallnar afborganir og vextir.“ Ellert staðfestir að niðurstöðu úr skuldauppgjöri fyrirtækisins sé að vænta á næstu vikum. „Við erum að vinna í þessu máli, það er ekki alveg búið en það verður ekkert leyndarmál þegar að því kemur.“ Hann bendir á að stór hluti skulda félagsins hafi verið í erlendri mynt og því hafi þurft að endurreikna sum lánin í kjölfar gengislána­ dóms Hæstaréttar fyrr á árinu. Töpuðu á stofnfjárbréfum „Miðað við framangreindar upp­ lýsingar um mjög erfiða fjárhags­ stöðu félagsins verður erfiðleikum háð að endurfjármagna gjaldfalln­ ar skuldir ásamt vaxtagreiðslum næstu 12 mánaða. Framtíð félags­ ins er háð því að samningar ná­ ist við SpKef sparisjóð um skuld­ breytingar og niðurfærslu skulda, og því er óvissa um rekstrarhæfi þess en ársreikningurinn er gerður miðað við að forsendan um rekstr­ arhæfi sé til staðar.“ Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýr­ ingum með ársreikningi Fiskmark­ aðs Suðurnesja fyrir árið 2010. Þá segir ennfremur að skuld­ ir félagsins hafi hækkað mikið við gengishrun íslensku krónunnar á árinu 2008. „Stærstur hluti skulda félagsins myndaðist vegna kaupa á stofnfjárbréfum í Sparisjóðn­ um í Keflavík. Umrædd stofnfjár­ bréf voru færð niður í núll á árinu 2009. Eftir stóðu því skuldir vegna þessara kaupa sem höfðu hækk­ að verulega við gengisfall íslensku krónunnar á árinu 2008.“ Áfram í LÍÚ Eftirlitsaðilar á vegum Fiskistofu heimsóttu útgerðarfélagið Salt­ ver í Reykjanesbæ þann 1. apr­ íl í fyrra í þeim tilgangi að afla gagna fyrir rannsókn stofnunar­ innar á fyrirtækinu. Þorsteinn Er­ lingsson vildi ekki tjá sig um málið þegar DV hafði samband við hann á sínum tíma. „Talaðu bara sjálf­ ur við Fiskistofu og vertu blessað­ ur,“ svaraði hann aðspurður hvort hann þyrfti að greiða fjársektir og hversu háar þær væru. Í kjölfarið skellti hann á blaðamann. Þorsteinn hefur lengi verið í forystusveit LÍÚ og er einn að­ almanna í stjórn, en málið hafði ekki áhrif á setu hans í stjórn LÍÚ. „Menn eiga að starfa eftir sett­ um reglum, hann [Þorsteinn Er­ lingsson] fær engan afslátt af því þó að hann sé í stjórn LÍÚ,“ sagði Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs­ manna, í samtali við DV á sínum tíma. Hann sagði að ekki hefði ver­ ið rætt um það innan stjórnar LÍÚ að víkja Þorsteini úr stjórn á með­ an meint löndunarsvindl Saltvers væri til rannsóknar hjá Fiskistofu. „Við höfum ekki húsbóndavald yfir mönnum, hann var kosinn á aðalfundi í stjórn félagsins.“ 16 Fréttir 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað Sjö þúsund milljónir afskrifaðar Í fimm hundruð blaðsíðna skýrslu Price Waterhouse Coopers um starfshætti SpKef, sem unnin var að beiðni Fjármálaeftirlitsins og opinberuð var nú í sumar, má finna ýmsar krassandi upplýs- ingar um sjóðinn. Skýrslan fjallar um síðustu tvö ár sjóðsins, eða þar til Fjármálaeftirlitið tók hann yfir, í apríl 2010. Um fimm mánuði tók að vinna skýrsluna, en henni var skilað til FME í fyrravor. Þar kemur meðal annars fram að Sparisjóðurinn færði niður útlán um rúmar átján þúsund milljónir króna og afskrifaði sjö þúsund milljónir króna síðustu tvö árin. Starfsmönnum, stjórnendum og félögum þeim tengdum voru lánaðar háar fjárhæðir án trygginga eða viðskiptalegra forsendna. Þá kemur meðal annars fram í skýrslunni að þáverandi sparisjóðsstjóri, Geirmundur Kristinsson, hafi verið því sem næst einráður, og virðist stjórn sjóðsins og lánanefnd hafa verið nánast upp á punt. Geirmundur hafði heimild til að veita lán sem voru allt að fimmtán prósent af eiginfjárgrunni sjóðsins, og dæmi eru um að hann hafi samþykkt lánveitingar sem lánanefnd hafði hafnað. Engar takmarkanir voru í útlánareglum um lánveitingar til aðila með neikvætt eigið fé eða til þeirra sem höfðu fengið lán afskrifuð. Fiskmarkaður slapp við hálFan milljarð n Fiskmarkaður Suðurnesja hefur fengið 532 milljónir króna af skuldum sínum afskrifaðar Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Einn eigenda Þorsteinn Erlingsson er einn eigenda Fisk- markaðs Suðurnesja í gegnum fyrirtækið Saltver ehf. sem nú er til rannsóknar hjá Fiskistofu fyrir stórfellt kvótasvindl. „Stærstur hluti skulda félagsins myndaðist vegna kaupa á stofnfjárbréf- um í Sparisjóðnum í Keflavík Lánadrottinn SpKef lánaði Fiskmarkaði Suðurnesja hundruð milljóna króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.