Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 18
„Mér hefur verið nauðgað sex sinnuM“ É g hef ekki verið að opinbera mig neitt sérstaklega, en mér hef- ur verið nauðgað sex sinnum. Fjölskylda mín veit af þessu og ég hef verið með stuðningshópa á netinu sem hafa reynst mér vel, seg- ir Halldóra Kristjánsdóttir. Hún er vör um sig þar sem hún situr síðsumars á skrifstofu DV á Tryggvagötunni og ræðir við blaðamann. Aðdragandinn að því að hún segi sögu sína er lang- ur en tímabær að hennar mati. Hún hefur fylgst með umfjöllun sumarsins og séð að engin skömm er fólgin í því að segja frá kynferðisofbeldi, held- ur þvert á móti er mikilvægt að skila skömminni. Notaði hræðslu Halldóra var fimmtán ára þegar henni var nauðgað í fyrsta sinn. Maður- inn sem nauðgaði henni hefur hlotið dóm fyrir kynferðisbrot, auk þess sem hann á nokkuð langan afbrotaferil að baki vegna ofbeldis og auðgunar- brota. Halldóra tilheyrir stuðnings- hópi á netinu þar sem allir meðlimir eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir ofbeldi af hans hendi. Í umfjöll- un DV í júní síðastliðnum, „Rjúfum þögnina“, var fjallað um mál tengt honum sem er enn í kæruferli. Halldóra og maðurinn voru bæði unglingar þegar hann braut gegn henni; höfðu átt í ástarsambandi, en voru þó hætt saman. „Það má segja að við höfum verið vinir þegar þetta gerðist,“ segir hún. „Ég var ekki nema fimmtán og ég hreinlega áttaði mig ekki á því hvað hafði gerst. Ég varð rosalega hrædd, en það var ekki fyrr en ég sagði frá því ári seinna sem að ég skildi að þetta var nauðgun. Þá ákvað ég að kæra – en þá voru auðvitað öll lífsýni löngu farin,“ segir hún. „Ég treysti honum. En hann var enginn draumakærasti. Þegar ég horfi til baka og hugsa um það þá stjórnaði hann mér og beitti miklu andlegu ofbeldi. En þá áttaði ég mig ekkert á því – ég var bara blindur unglingur sem hlustaði ekki á varnað- arorð annarra. Hann notaði hræðslu og valdbeitingu og hann gerði mig bara skíthrædda.“ Engin ákæra Hún var sextán ára þegar málið var kært og það fór sína leið í gegnum kerf- ið. Barnaverndarnefnd kom að mál- inu, hún fór í Barnahús og lögreglan rannsakaði það. Meðferð málsins var, að hennar mati, til sóma af hálfu yfir- valda á Akureyri. Hins vegar vandað- ist málið þegar það var sent til ríkissak- sóknara. Niðurstaða hans var að ekki væru nægileg sönnunargögn í málinu og að því ætti að fella það niður. „Þrátt fyrir að hafa haft kjarkinn til að kæra, þá var það helvíti á jörð að ganga í gegnum það. Ég þurfti að tala við lögfræðinga, sálfræðinga og dóm- ara og ég var alltaf að segja það sama; aftur og aftur. Það kom ekkert út úr þessu – það var bara fellt niður,“ seg- ir hún. Ógn af honum Eins og oft vill verða í litlum samfélög- um rakst Halldóra ítrekað á manninn sem nauðgaði henni og það var erfitt fyrir ungling að upplifa. „Mér stóð veruleg ógn af honum eftir þetta. Við bjuggum bæði á Akureyri og ég rekst á hann reglulega og gerði það líka sem unglingur. Félagsmálayfirvöld tóku þess vegna þá ákvörðun að kosta fyr- ir mig nám í framhaldsskóla með heimavist. Þannig þurfti ég ekki að hitta hann um tíma,“ segir hún. Hall- dóra flutti frá Akureyri sem hún segir að hafi verið jákvætt skref, en hún fékk enga sálræna aðstoð eða aðhald eft- ir nauðgunina. Vonbrigðin yfir því að maðurinn væri ekki ákærður ágerðust. Þau reyndust henni svo mikil að þegar það gerðist aftur að henni var nauðg- að, þá treysti hún sér ekki til að kæra. Kærði ekki aftur „Ég gekk í gegnum helvíti á jörð og það var enginn árangur af því. Ég varð svo vonlítil þegar það var hætt við að ákæra. Mér leið eins og þetta hefði aldrei gerst. Þetta fyrsta skipti fylgdi mér alltaf og ég hugsaði oft: Þetta á aldrei eftir að hafa neinn tilgang.“ Halldóra segist reið yfir því hversu fá nauðgunarmál enda í ákæruferli eða sakfellingu og segir dóma vera of væga. Hún vísar til þess hversu margar konur það eru sem leita til Stígamóta og á neyðarmóttöku vegna nauðgana, en aðeins lítill hluti þeirra leiti til lög- reglunnar. „Það dregur úr manni vilj- ann að kæra þegar þetta er svona. Ég sá ekki tilganginn í því og ég held að það sé mjög algengt viðhorf.“ Sex nauðganir Nauðganirnar eru sex og Halldóra segir frá þeim hikandi. Hún segir frá því að þegar hún var um tvítugt hitti hún ókunnugan mann sem bað hana að vísa sér leið heim. Hann sagðist þekkja staðarhætti illa á Akureyri en ef hún gæti vísað honum á sundlaugina rataði hann þaðan. Hún samþykkti að gera það, en hann réðst á hana fyrir utan sundlaugina. Halldóra lýsir þriðja skiptinu sem ráðist var á hana þar sem hún vakn- aði eftir að hafa verið að skemmta sér. Hún rumskaði við það að maður, sem hún kannaðist við en þekkti ekki vel, var að nauðga henni. „Ég fraus og beið eftir því að hann lyki sér af. Þegar þessu var lokið flýtti ég mér út og var tekin fyrir of hraðan akstur á leiðinni heim.“ Sterk sönnunarbyrði Árið 2008 var Halldóra nýkomin heim þegar ráðist var á hana á heimili henn- ar eftir að hún hafði verið að skemmta sér, hún man gloppótt eftir árásinni og vill sem minnst um hana segja. Fjórða nauðgunin varð eftir að hún hafði verið að skemmta sér með vinkonum sínum. Þær fóru heim til manns sem þær kynntust á balli. Þetta var árið 2009 og Halldóra var allsgáð og bílstjóri hópsins. Þegar hún og vin- konur hennar yfirgáfu heimili manns- ins gleymdi hún veskinu sínu. Hún fór aftur heim til hans eftir að hafa keyrt vinkonur sínar heim og þegar hún reyndi að sækja veskið hafði hann fært það inn í svefnherbergið. Þar réðst hann á hana. Halldóra leitaði til neyðarmóttöku morguninn eftir; en þetta var í fimmta sinn sem hún varð fyrir slíku ofbeldi. Henni var tjáð að þar sem lífsýni hefðu fundist auk þess að áverkar á henni væru auðsýnilegir væri líklegt að hún hefði sterkt mál í höndunum vildi hún kæra nauðgun- ina til lögreglunnar. „Ég bara treysti mér ekki til þess að kæra. Ég vildi bara komast heim og reyna að vinna mig í gegnum þetta. Þegar maður fer í gegn- um kæruferlið þá upplifir maður þetta aftur og aftur og ég gat það bara ekki.“ Bláæðar sprungu Síðasta árásin var í fyrra. Þá réðst á hana maður sem hún hafði mælt sér mót við. Hún hafði valið stað þar sem hún taldi sig vera örugga; við Höfða- torg í Reykjavík. Maðurinn ógnaði henni með hníf og þrengdi trefil sem hún var með að hálsi hennar svo blá- æðar í andliti og á hálsi sprungu. Hún leitaði ekki strax til neyðarmóttöku eftir það heldur ók rakleiðis til Akur- eyrar í miklu uppnámi. Ekki í neyslu „Ég hef aldrei verið í neyslu,“ segir hún ákveðið. „Ég var líka edrú í fjögur af þessum sex skiptum þegar mér var nauðgað. Það er bara ein þeirra sem ég man ekki vel eftir.“ Gerendurnir eru sex talsins og Halldóra þekkti suma þeirra en ekki alla. Andlit tveggja þeirra eru henni horfin úr minni og það reynist henni mjög erfitt. „Ég get bara ekki mun- að hvernig þeir líta út. Það er hræði- leg tilfinning að vita það ekki, því þeir gætu verið hver sem er og stundum fæ ég það á tilfinninguna að það sé verið að fylgjast með mér.“ Halldóru dreymir stundum ofbeldið. „Í sum- um draumunum er ég gerandinn. Það fær rosalega mikið á mig. Í þeim draumum er ég karlmaður og það er ég sem nauðga. Það er rosalega erfitt að vakna eftir svona drauma.“ Seld fyrir sjónvarp Halldóra hefur lent í ýmsu og kyn- ferðisbrot gegn henni hafa ekki bara verið nauðganir. Hún segir frá því að um tíma bjó hún með manni en þau voru ekki formlega saman. Hún lýs- ir því hvernig maðurinn tilkynnti henni einn daginn að það ætti að vera í hennar höndum að fjármagna sjónvarpskaup. „Hann seldi mig fyrir sjónvarp,“ segir Halldóra þung á brún. Blaðamaður biður hana að útskýrir þetta nánar og segir hún að maður- inn hafi ætlast til þess að hún seldi sig til að hægt væri að kaupa sjónvarpið. Hún sá ekki að hún ætti undankomu auðið og hún gerði það sem hann bað hana um að gera. „Eftir þann sjötta þá neitaði ég að halda áfram. Þá fékk ég skyndilega röddina mína aftur. Mað- urinn flutti út – tók sjónvarpið að vísu með sér – en eftir þetta fór ég að vinna í því að byggja mig upp aftur.“ Það tekur á hana að segja frá þessu, en hún segir það mikilvægt að fólk skilji að sumar konur sem hafi 18 Fréttir 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað Kynferðisofbeldi er alvarlegur glæpur og okkur bregð- ur þegar við lesum um slík mál. En þrátt fyrir mikla vitundarvakningu um málaflokkinn undanfarið eiga einstök mál til að gleymast í umræðunni og sjaldan er rætt um langvarandi afleiðingar þess fyrir þá sem verða fyrir ítrekuðum brotum. „Ég verð að vera sterk fyrir börnin mín,“ segir Halldóra Kristjánsdóttir, 26 ára, þriggja barna móðir, búsett á Akureyri. Halldóra reynir nú að takast á við afleiðingar kynferðisofbeldis sem reynast henni svo erfiðar að hún hefur meðal annars þurft að leggjast inn á geðdeild vegna þeirra. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Fréttaviðtal Erfitt að treysta Halldóra segir að hún eigi erfitt með að treysta karlmönnum eftir allt sem á undan er gengið. Að undanskildum fjöl- skyldumeðlimum á hún tvo vini sem hún segist geta treyst á. MyNd EyþÓr ÁrNaSoN „Hann notaði hræðsluna og valdbeitingu. Hann gerði mig bara skíthrædda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.