Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Page 20
Taska kostar árslaun í landinu n Kim Jong-Un gerir vel við nýja eiginkonu Á meðan milljónir íbúa Norður- Kóreu líða gríðarlegan skort og eiga vart í sig né á virðist Kim Jong-Un leiðtoga þjóðarinnar ekki muna um að splæsa ríkulega á nýbakaða eiginkonu sína. Í nýlegri heimsókn á herstöð náðist mynd af hjónakornunum þar sem þau sátu í forsælunni og börðu hernað- aræfingar svokallaðrar hersveitar númer 552 augum og líkaði vel. Nágrannar þeirra í suðri virðast nú hafa lagst í að kryfja þessa mynd sem stjórnvöld í norðri sendu út í gegnum ríkisfjölmiðil sinn enda má sjá að Ri Sol-Ju er með dýrindis handtösku sér við hlið í sætinu. Og niðurstaðan er sú að þarna sé leiðtogafrúin með lúxusveski frá Christian Dior sem þykir hin mesta munaðarvara í hinum vestræna heimi. En töskur sem þessar, að því gefnu að þær séu ekta, geta kostað sem nemur allt að 180 þúsund krón- um. Það er svipuð upphæð og meðal- verkamaðurinn í hinu fátæka ríki Kim Jong-Un getur vænst að þéna á heilu ári! En slíkur samanburður hefur sjaldnast truflað einræðisherra Norð- ur-Kóreu sem lifað hafa í vellysting- um um áratugaskeið meðan 24 millj- ónir þegna þeirra lifa í sárri fátækt. mikael@dv.is 20 Erlent 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað Þ etta er eins og vatnaveröld, sagði Benito Ramos, yfir- maður almannavarna Fil- ippseyja, um ástandið í höf- uðborginni Maníla. Minnst níu eru látnir eftir að linnulausar rigningar kaffærðu borgina með til- heyrandi aurskriðum sem engu hlífa sem á vegi þeirra verður. Yfirvöld áætla að allt að 60 prósent höfuð- borgarinnar séu bókstaflega á kafi. Samgöngur hafa lamast og tugþús- undir þurft að flýja heimili sín en björgunarsveitir hafa unnið myrkr- anna á milli alla vikuna. Flóðin eru þau verstu síðan árið 2009 þegar hundruð létu lífið í skyndiflóðum. Ástandið nú er afleiðing monsún- rigninga sem orðið hafa til þess að helstu stíflur og ár í nágrenni borg- arinnar flæddu yfir bakka sína. Með- fylgjandi er brot af því besta sem ljósmyndarar Reuters-fréttastofunn- ar hafa náð á mynd af raunum Fil- ippseyinga. n Neyðarástand í Maníla n Rúmlega helmingur höfuðborgarinnar á kafi Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Rýmt með bátum Björgunar- menn draga gúmmíbát fullan af fólki sem neyddist til að yfirgefa heimili sín í Marikina í Maníla. Tugþúsundir þurftu að gera slíkt hið sama í höfuðborginni. MYNDIR: REUTERS Enginn hunda- vaðsháttur Þessi maður er með forgangsmálin á hreinu og bjargar hundum sínum af húsþaki, þangað sem þeir flúðu vatnsflauminn. Ungbarni bjargað Björg- unarsveitarmenn koma fjölskyldu til hjálpar sem þurfti að flýja heimili sitt með nýfætt barn. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hafa styrkar hendur. Biðin langa Mínúturnar eru langar að líða þegar þú situr í glugga sem er eini þurri staðurinn í húsinu og bíður eftir aðstoð eins og þessi maður í Quezon í Maníla. HÖFUÐBORG ORÐIN VATNAVERÖLD Árslaun verkamanns Það tæki verka- mann í Norður-Kóreu heilt ár að vinna sér inn fyrir svona Christian Dior-veski. Enginn myndi þó láta sig dreyma um að kaupa slíka munaðarvöru þar. MYND: REUTERS Gríðarlegt tap hjá Murdoch Skilnaður er milljarðamæring- um sjaldnast ódýr, hvort sem er í einkalífi eða rekstri fyrirtækja. Rupert Murdoch og News Corp- veldi hans fær nú að reyna það því samsteypan skilaði stjarnfræði- legu tapi á síðasta ársfjórðungi. 1,6 milljörðum Bandaríkjadala. Er tap- ið að mestu rakið til áforma um að skilja arðbæran afþreyingarhluta fyrirtækisins frá útgáfuhluta þess sem átt hefur í miklum vandræð- um. Að auki hefur símaskandallinn í Bretlandi reynst News Corp dýr og málskostnaður vegna dóms- mála honum tengdur er kominn í 200 milljónir dala. Þá var mikið tekjuhögg fyrir samsteypuna að leggja niður News of the World í tengslum við þann skandal. Bestur í að senda SMS Hinn 17 ára gamli Austin Wi- erschke er hraðasti smáskilaboða- skrifari í Bandaríkjunum eftir að hafa unnið National Texting Competition sem haldin var á Times Square í vikunni. Þar tók- ust á tíu hröðustu smáskilaboða- skrifarar víðs vegar að úr Banda- ríkjunum og stóð Austin uppi sem sigurvegari. Er hann 50 þúsund dölum ríkari fyrir vikið. Þetta er annað árið í röð sem hann vinnur keppnina. „Þetta er ótrúleg tilfinn- ing,“ er haft eftir sigurvegaranum sem ætlar að nota peningana til að fjármagna háskólagöngu sína. Keppnisfyrirkomulagið er þannig að bundið er fyrir augu keppenda og hraði, nákvæmni og fingrafimi þeirra mæld. Hitlers-vín veldur usla Bandaríski lögmaðurinn Micha- el Hirsch frá Philadelphiu átti ekki til orð þegar hann var ásamt fjöl- skyldu sinni á ferðalagi í ítalska Garda og fann í verslun einni vín- flöskur til sölu sem skreyttar voru myndum af Adolf Hitler. Þá var að finna ýmiss konar nasistaáróð- ur og slagorð á flöskunum. Fór þetta mjög fyrir brjóstið á Hirsch sem fór með málið í þarlenda fjöl- miðla og segir í breska blaðinu Telegraph að málið, sem litið sé alvarlegum augum, sé nú komið inn á borð saksóknara á svæðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.