Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 21
Erlent 21Helgarblað 10.–12. ágúst 2012 www.ils.is | Sími: 569 6900 | Grænt númer: 800 6969 | Borgartúni 21, 105 Reykjavík Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs Lán til íbúðarkaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa Ráðgjöf og úrræði í greiðsluvanda Hverfi á kafi Flugher Filippseyja tók og birti þessa yfirlitsmynd sem sýna greinilega hvernig heilt hverfi er á kafi. Standa saman Fjölskylda í Valenzuela, norður af Maníla, veður vatnið upp að mitti og reynir að koma sér í skjól. Berst við beljandi flóð Þessi maður neyddist til að synda til að komast upp veg í Marikina í Maníla. Tók með sér góða skó ef ske kynni að það myndi kannski stytta upp. Þurrkatíð er hins vegar hvergi í kortunum.HÖFUÐBORG ORÐIN VATNAVERÖLD Fórnarlamba leitað Björgunarsveitir og sjálfboðaliðar í Quezon í Maníla koma fólki til bjargar og leita þeirra sem gætu hafa lifað af undir aurskriðu. Vitað er að minnst níu létu lífið í hamförunum. Allt reynt Þessi náungi í Valenzuela reynir að þurrka föt á heimili sínu. Það er vafalaust óvinnandi vegur við aðstæður sem þessar. Skaut vin sinn óvart í höfuðið Anthony McGivern, 25 ára Breti, hefur verið dæmdur í minnst 30 ára fangelsi fyrir manndráp í Liverpool Crown Court. Mc­ Givern, sem var dópsali, skaut besta vin sinn óvart í höfuðið af stuttu færi þegar hann ætlaði að skjóta á keppinauta sína í fíkni­ efnaviðskiptum. Skotárásina ætlaði McGivern að gera úr bif­ reið á ferð, svokallað „drive­ by“, en ekki vildi betur til en svo að hann skaut Kevin Gott, vin sinn sem sat í farþegasætinu, í höfuðið þegar hann reyndi að skjóta á meðan hann ók bif­ reiðinni. „Fannst hann fínn náungi“ Ronald Poppo var bara óþekkt­ ur og heimilislaus 65 ára mað­ ur í Miami í Bandaríkjunum þar til 26. maí síðastliðinn þegar hann komst í heimsfréttirnar eftir hrottafengna árás. Hinn útúrdóp­ aði Rudy Eugene veittist þá að honum og beit hann í andlitið og reif úr honum augun. Poppo er blindur eftir árásina eins og gef­ ur að skilja en hann hefur gengist undir umfangsmiklar aðgerðir í kjölfar hennar. CBS­fréttastofan hefur komist yfir lögreglu skýrslu þar sem rætt er við Poppo sem segir meðal annars: „Hann reif mig í tætlur. Hann nagaði andlitið á mér og plokkaði úr mér augun. Og það er raun­ ar allt sem hægt er að segja um málið.“ Poppo og Eugene höfðu hist úti á götu og rætt stuttlega saman áður en árásin, sem stóð í 18 mínútur, byrjaði. „Mér fannst hann fínn náungi. En síðan gekk hann bara gjörsamlega af göfl­ unum. Hann átti slæman dag á ströndinni eða eitthvað og tók það út á mér.“ Eugene var skotinn til bana af lögreglumönnum meðan hann var enn að naga sundur andlit Poppos.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.