Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 25
Sigldi fyrir ÍranS- keiSara og gaddafi Viðtal 25Helgarblað 10.–12. ágúst 2012 Hann var skipstjóri á Arya Taj þegar keisaranum var bolað frá völdum og var ákveðið að fjarlægja allt sem hafði með hann að gera, svo sem peningaseðla þar sem voru myndir af honum. „Ég lenti í miklum ævintýrum á þessu skipi. Ég fékk skeyti um að allt, sem hefði með keisarann að gera, yrði tekið niður; mála átti yfir nafnið á skipinu í hvínandi hvelli og henda öðru fyrir borð. Íranar vissu alveg hvað þeir voru að gera. Að hugsa sér að vera nafnlaus á fullri siglingu! Öll skip hafa númer sem fylgir þeim þar til þau eru höggvin, sökkva eða stranda. Uppi hjá mér voru þrjár myndir í myndarömm- um úr gulli af keisaranum, Farah Diba og prinsinum, honum litla Shah. Ég hugsaði með mér að þetta léti ég ekki fara fyrir borð. Myndirn- ar eru niðri í kjallara heima og það sama er að segja um fín glös með myndum af keisaranum sem ég stakk niður í kassa.“ Ný áhöfn hafði komið um borð í síðustu höfninni í Íran; eiginlega tvær ættir og var rígur á milli þeirra. „Þeir tóku upp á því að krúnuraka sig og safna skeggi. Þeir voru æs- ingaseggir og eitt kvöldið, þegar við vorum að nálgast Bremerhaven í Þýskalandi, var hringt til mín og var einn næstum því dauður en hann hafði verið skorinn í magann þegar hann var að slást. Ég hafði engan lækni um borð og gerði það besta sem hægt var: Ég reisti manninn upp og límdi skurðinn saman með breiðum heftiplástri. Það lá annar Arya-dallur við bryggju í Bremerhaven og börðust áhafnirnar á bryggjunni. Þetta var trúarbragðastríð. Lögreglan vildi ekki gera neitt en ég fór í hrúguna, talaði við mennina og þá róuðust þeir niður.“ Barnsfæðingar um borð Skemmtiferðaskipið Kota Bali sigldi á milli eyjanna við Singapore og Bangkok. „Það var malasískt flagg á skipinu sem var gamalt, hollenskt farþegaskip. Eigandinn, Chang, var 75 ára gamall og átti stærstu byggingarnar í Singapore. Hann sagði mér að ég myndi verða vitni að ýmsu sem ég væri ekki vanur og að ég ætti að loka augunum fyrir því. Það var allt í mútum. Það voru lögreglumenn og fang- elsi um borð og áttu ófrískar kon- ur það til að koma um borð þar sem var spítali en ég var ekkert að spek- úlera í því. Svo kom „staff captain“ til mín einn daginn og sagði að það hefði fæðst barn um borð. Ég fór á spítalann og heilsaði upp á lækni sem sagði að fæðingin hefði gengið vel. Ég heilsaði líka upp á móðurina sem var ung stúlka með lítinn króga í fanginu. Svo fjölgaði fæðingunum um borð og kom í ljós að kasólétt- ar konur áttu það til að kaupa ferð með skipinu til að eiga börnin þar í staðinn fyrir að eiga þau kannski í bambuskofa á ströndinni.“ Ferðin var ódýr þar sem hún var niðurgreidd af ríkinu en skipið var í leigu hjá ríkinu. „Ég var næstum því um borð í eitt ár og fæddust 15–20 börn á þeim tíma. Ég kíkti alltaf á þau.“ Kjöt frá Sláturfélagi Suðurlands Kristján var skipstjóri á Eben Batuta sem var í eigu Gaddafis Líbýuleið- toga. Þýskur skipstjóri, sem Kristján tók við af, varaði hann við áhöfn- inni sem hann sagði að hefði ekki almennileg skírteini heldur hefði fengið stöðurnar um borð í gegn- um vini og vandamenn; skipinu hafði meðal annars næstum því ver- ið siglt í strand. Fyrsti stýrimaður var morðingi og grunar Kristján að hann hafi auk þess verið eiturlyfjaneyt- andi. Stýrimaðurinn sá um að kaupa birgðir fyrir skipið og þurfti að slátra kjöti fyrir múhameðstrúarmenn með sérstökum hætti, „kosher“. Kjöt- ið var síðan stimplað sem átti að vera sönnun þess að svo væri. „Það var verið að taka um borð fleiri skrokka af þessu kjöti í grisju- pokum þegar við vorum í Rotterdam. Ég kíkti niður og þá voru þeir merkt- ir SS – Sláturfélagi Suðurlands. Ég var sjálfur feginn að fá íslenskt lamba- kjöt. Hinir héldu að þessir stimplar væru „certificate“ – öryggi fyrir því að þetta væri kosher.“ Kristján sagði engum frá þessu og síðan voru lestaðir gámar í Rott- erdam sem í voru vopn fyrir flugher- inn í Líbíu. Hann segir Líbíumennina um borð hafa unnið lítið en mikið horft á sjónvarp – og þá oft á myndbands- spólur þar sem Gaddafi hélt ræður. Andinn um borð var sérstakur og að sögn skipstjórans fyrrverandi þvoðu mennirnir sér ekki. „Ég átti í miklu andlegu stríði að sitja með þessum sóðum. Það var agalegt. Ég segi þér alveg eins og er.“ Skipið lá einn daginn við bryggju í Trípólí. „Lítill dallur kom, fullhlað- inn af rollum frá Líbanon. Næsta dag þegar fór að birta heyrði ég „meeee“. Þá hafði minn kall, stýrimaðurinn, náð í þrjár rollur og stungið þeim inn í masthúsið. Rollurnar fengu að vera áfram í masthúsinu, þeim var gefið að éta og var svo slátrað að sið múslima.“ Sjórinn hefur aldrei heillað Kristján Óskarsson er mælskur og sögurnar renna upp úr honum. Ógleymanlegir atburðir, samferða- menn og lönd í gegnum áratuga- langa siglingu. Lífssiglingu. Sögurn- ar sagði hann fleiri í ævisögu sinni sem kom út á sínum tíma: Captain Oskarsson. Sögur skipstjórans. Hvað með hafið? Sjóinn? „Sjór- inn hefur aldrei heillað mig. Ég sagði við sjóinn að hann næði aldrei í mig. Þetta var starf og ég var yfirleitt heppinn; ég var með góð skip, góð- ar áhafnir og gott kaup. Ég hef feng- ið mitt kaup að undanskildu þessu ferðalagi með Eben Batuta en þeir skulda mér ennþá peninga þarna niður frá.“ Hann er hættur að sigla en dreymir stundum að hann sé á sjón- um – um borð í skipum á heimshöf- unum. Þegar hann dreymdi Ísland á árum áður leið honum alltaf vel daginn eftir. „Mig dreymdi nýlega að ég stæði í sólskini og horfði á fallega fjalls- hlíð sem í voru svo mikil ljósbrot; það voru gil og hamrar. Ég tók eft- ir því að það stóð kona við hliðina á mér; ég sá bara bakið á henni. Þetta er eins og draugasaga. Hún var í mórauðu pilsi – svona gamaldags eins og peysufatapilsi og í blússu með pokaermum. Það var eins og hún væri líka að líta á fjallshlíðina. Ég vaknaði og hafði á tilfinningunni að þetta hefði gerst. Á stað þar sem ég hef aldrei verið.“ Svava Jónsdóttir „Ég reisti mann- inn upp og límdi skurðinn saman með breiðum heftiplástri „Ég átti í miklu and- legu stríði að sitja með þessum sóðum. Það var agalegt. Ég segi þér alveg eins og er. Sigldi um heimsins höf „Ég fer með þessu skipi út í heim, niður til Afríku á ljóna- veiðar og kem aldrei til baka,“ sagði Kristján 17 ára og stóð við orð sín. myndir jg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.