Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 27
Viðtal 27Helgarblað 10.–12. ágúst 2012 Ennþá að læra á móðurhlutverkið bara. Svo set ég eitthvað geggj- að gott og sexí lag á og dansa fyrir framan spegil. Þá líður mér eins og ég sé sexí og það gefur mér öryggi. Sexí gefur öryggi!“ Ekki hægt að kaupa hjartað Vala segist aldrei hafa þurft að kvarta yfir því að fá ekki athygli frá hinu kyninu. Hvorki fyrir né eft- ir aðgerð. Tvö sambanda hennar hafa verið nokkuð opinber en það var við æskuástina Baldvin Vigfús- son og svo hinn moldríka danska kaupsýslumanninn Nikolaj Voll. Hann rekur farsælt hugbúnaðarfyr- irtæki og sparaði engu til þegar kom að því að kaupa gjafir handa Völu. Vala sagði meðal annars frá gjafa- flóði Nikolaj í DV en hann gaf Völu BMW-bifreið, tölvur, skartgripi og hvað sem hana langaði í. En Vala segir peninga ekki geta keypt ást. „Með honum leið mér eins og ég væri einhver fylgihlutur en pen- ingarnir hans gátu ekki keypt hjarta mitt. Nikolaj vildi að ég væri bara einhver fín og flott húsfrú en það er ekki ég. Jú, jú ég get alveg verið snobbuð og allt það en ég þarf líka að geta verið svolítið fríkuð og haft læti,“ segir Vala um stormasamt sam- bandið með Nikolaj. Eins og auglýsing Stuttu eftir sambandsslitin við Niko- laj kynntist hún Eyjólfi. Þau hittust á bensínstöð og Vala segir að þetta hafi bara verið eins og klassísk N1 auglýsing. „Ég var að taka bensín og hann var að kaupa sér pylsu. Við höf- um meira að segja gert það að vana að einu sinni í mánuði förum við og fáum okkur eina pylsu saman.“ Vala segir sig og Eyjólf hafa smollið eins og flís við rass. „Ég og Eyjólfur erum alveg eins karakter- ar, algjörir sálufélagar. Hann hugsar eitthvað og ég segi það stuttu síðar og öfugt. Við erum rosalega sam- rýmd. Hann hefur aldrei pælt neitt í því að ég sé búin að fara í kynleið- réttingu. Hann hafði gert sér hug- mynd um hvernig ég væri en svo þegar hann kynntist mér sagði hann að ég hefði verið allt öðruvísi en hann hélt.“ Eyjólfur passar vel upp á kon- una sína og Vala segir að hún hafi fengið algjöran frið fyrir karlpeningi landsins eftir að þau byrjuðu saman: „Eyjólfur hefur algerlega séð um það að halda öllum í burtu. Eyjólfur hef- ur gert þeim öllum ljóst að ég er hans kona.“ Hreiðra um sig Aðspurð um hvað sé framund- an segir Vala að hún sé farin að skoða erlenda skóla þar sem hún geti lært hönnun. „Mig langar að hanna eitthvað í framtíðinni, fara á hönnunarbraut og mig langar ótrúlega að hanna skólínu eða kynæsandi undirföt. Svo langar mig að klára hárgreiðsluna en ég var byrjuð að læra hana. En annars vorum við að kaupa okkur hús saman ég og Eyjólfur og ég er á fullu þessa dagana að koma okkur fyrir.“ n Framhald á næstu opnu M Y N D IR E Y Þ Ó R Á R N A S O N Hvað er að vera trans? Að vera trans manneskja er það þegar einstaklingur er ekki sáttur við líkamlegt kyn sitt og upplifir sig sem annað kyn. Undir hugtakið transfólk falla klæðskiptingar sem fara í öfugt kynjahlutverk tímabundið, klæða sig til dæmis sem gagnstætt kyn. Einnig fólk sem er transsexual og lætur breyta kyni sínu til frambúðar og svo þeir sem eru „gender variant“ eða kynferðisfrábrugðnir en það merkir að upplifun á eigin kyni passar ekki við viðmið samfélagsins af kynjahlutverkum. Það getur þó líka átt við þá sem láta breyta kyni sínu með skurðaðgerð. Ferlið Einstaklingur sem upplifir sig ósáttan í eigin líkama og vill láta breyta líkamlegu kyni sínu fer af stað í ákveðið ferli. Fyrsta skrefið er að fara í viðtal hjá lækni. Þar er einstaklingurinn greindur og metið hvort um að ræða mikið ósætti við eigin líkama. Komi það í ljós þá er næsta skref að lifa sem manneskja af gagnstæðu kyni í heilt ár. Þá breytir manneskjan um nafn líka. Fljótlega áttar einstaklingurinn sig á því hvort þetta sé það sem hann vill og hvort hann upplifi sig á réttum stað í gagnstæðu kynhlutverki. Sé það upplifunin þá byrjar sá hinn sami yfirleitt í hormónaferð og er í framhaldi af því sótt um kynleiðréttingaraðgerð. (Upplýsingar fengnar úr pistli eftir Óttar Guðmundsson sem birtist 20.11.2011 á Deiglunni). Trans Ísland Félag transfólks á Íslandi var stofnað árið 2007 og heitir Trans Ísland. Upplýst markmið félagsins eru meðal annars að skapa transgender-fólki og aðstandendum þess menningarlegan vettvang, stuðla að auknum skilningi og vinna að laga- og réttarbótum á málefnum þess, auk þess að auka fræðslu til fagfólks. Allir sem skilgreina sig sem transgender geta orðið félagsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.