Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Síða 28
UPPRISA TRANSFÓLKSINS 28 Viðtal 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað Árlega fæðast 2 til 3 einstaklingar hér á landi með svokallaðan kynáttunarvanda. Þá upplifir einstaklingurinn sig af öðru kyni en líkam- legt kyn segir til um. Á undanförnum árum hefur barátta þessa fólks fyrir tilverurétti sínum orðið sýnilegri og æ fleiri hafa þorað að stíga fram. Frá árinu 1989 hafa 13 einstaklingar undirgengist kynleiðréttingaraðgerð hérlendis en í heildina hafa rúmlega 20 Íslendingar farið í slíka aðgerð, sumir erlendis. Í júlí samþykkti Alþingi frumvarp velferðarráðherra til laga um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunar- vanda. Það var stór stund í lífi transfólks en þó er ekki öll baráttan unnin enn. Nokkrir þessara einstaklinga deildu með DV sögum sínum af baráttunni sem þeir hafa háð til þess að fá að vera þeir sjálfir. Þ egar ég var að fara í gegnum mitt ferli á níunda áratug síðustu aldar þá var vonlaust að nefna þetta við nokkurn mann,“ segir Anna Kristjáns- dóttir. Hún hefur lengi verið meðal þeirra mest áberandi sem undir- gengist hefur kynleiðréttingaraðgerð. Anna var lengi vel eini Íslendingur- inn sem þorði að koma opinberlega fram sem transmanneskja. Hún segir það ekki alltaf hafa verið auðvelt en það hafi aldrei komið til greina að gefast upp. Hafði heyrt um þetta erlendis Anna segir margt hafa breyst síðan hún gekk í gegnum ferlið á sínum tíma. Hún hafði heyrt af fólki sem færi og léti leiðrétta kyn sitt. Þetta var þó algjört „tabú“ í þjóðfélaginu. „Ég hafði heyrt um þetta í útlönd- um. Í fyrsta skipti sem ég heyrði um svona hluti var í einhverri svona fréttamynd sem var sýnd í Laugarás- bíó. Þar var sagt frá einni manneskju sem hafði gengið í gegnum þetta þannig ég vissi alveg að þetta var til. Svo heyrði maður eitthvað talað um hluti í Singapúr. Ég man svo eftir ein- um pistli sem Illugi Jökulsson flutti á gömlu gufunni og fjallaði um fyrstu konuna sem fór í aðgerð. Þannig ég hafði heyrt um þetta og ég hafði líka lesið mér til,“ segir Anna. Vildi lækna hana Það var svo árið 1984 sem hún leit- aði fyrst til geðlæknis eftir hjálp. „Sá var uppfullur af hugmyndum um að lækna mig af einhverju. Eftir nokk- ur viðtöl þá gafst hann upp á mér og mætti ekki einu sinni í eigin viðtöl og þar með var þetta búið. Við þessi fáu sem vorum að reyna eitthvað fyrir okkur í þessu fengum yfirleitt mjög neikvæðar undirtektir. Við vorum nokkur en á þessum tíma vissum við ekkert hvert af öðru. Eftir á að hyggja þá vitum við að við vorum þarna að berjast hvert í sínu lagi,“ segir hún. Anna kynntist svo árið 1987 Sölvínu Konráðsdóttur sálfræðingi sem kom henni í samband við fleiri geðlækna. En þrátt fyrir jákvæð við- brögð hjá þeim fékk hún sama svar- ið. „Það var bara þvert nei alls stað- ar, ekkert hægt að gera hér. Ég þyrfti bara að fara úr landi.“ Það fór svo að hún gerði það. Settist að í Svíþjóð. „Ég flutti til Svíþjóðar þar sem það sama tók við, ég fór að berjast við kerfið þar. Þar voru menn alls ekkert tilbúnir að samþykkja það að einhver Íslendingur væri inn í þeirra heil- brigðiskerfi í þessum málum,“ segir hún. Leyndarhyggjan allsráðandi Anna fór svo loksins í langþráðu að- gerðina árið 1995, eftir mikla baráttu. Þar áður hafði hún meðal annars gegnt formennsku í félaginu Benja- mín, félags Transfólks í Svíþjóð. „Þar snerist allt um þessa leyndarhyggju, að vera í felum. Þegar ég var kos- in formaður 1994 þá vildi ég breyta mörgu frá fyrri stjórn og opna þetta meira.“ Í kjölfarið var Anna mikið í fjöl- miðlum þarlendis sem talsmaður samtakanna. „Ég var orðin opinber þar og vissi að ég yrði að taka slaginn hér líka.“ Það gerði hún svo sannar- lega. Fyrsta viðtalið við hana birtist í Nýju Lífi árið 1994. Því var tekið á ýmsan hátt en hún stóð það af sér. Sótti um 70 störf Fljótlega eftir viðtalið flutti hún aft- ur heim til Íslands og fordómarnir sem hún mætti voru miklir. Það var ekki bara horft, heldur líka hróp- að ókvæðisorðum að henni og bent. Hún taldi baráttuna þó mikilvægari og gafst ekki upp. Hún var sú eina sem þorði að koma opinberlega fram og segja sína sögu þó að nokkr- ir aðrir Íslendingar hefðu líka farið í kynleiðréttingaraðgerð. Hún segir fordómana hafa verið víða. „Ég sótti um 70 störf áður en ég fékk fyrstu vinnuna. Og ég sá þetta í mörgu, ég var ekki velkomin alls staðar og í raun er ég það ekki alveg í dag heldur. Það kemur fyrir að maður lendir á stöð- um þar sem maður er ekki velkom- in,“ segir hún en tekur fram að það sé himinn og haf á milli þess sem var og þess sem er. Hún átti þó líka sína stuðningsmenn. „Það er kannski svo- lítið skrýtið en ég fann meiri stuðning frá landsbyggðinni en í Reykjavík. Ég átti til dæmis stuðningsfólk í Vest- mannaeyjum, á Eskifirði og Ísafirði. En þeim fór svo fjölgandi og fækkaði aldrei. Ég ætlaði aldrei að fara blaðra um þessi mál opinberlega en það var bara hluti af þessari réttindabaráttu. Í Svíþjóð stóð ég í fararbroddi í okk- ar hópi en var kannski ekki alveg ein en þegar ég kom heim þá var ég ein og það liðu nokkur ár þar til það kom einhver sem var tilbúinn að standa með mér í þessu. Baráttan ekki unnin Anna hefur verið ötul í barátt- unni fyrir réttindum transfólks, bæði hér heima og á alþjóðavísu. Hún segir Ísland vera komið ágæt- lega á veg miðað við mörg önnur lönd en standi líka verr en önnur. „Það er mjög misjafnt hvernig litið er á transfólk eftir löndum. Til að mynda í Íran þá er transfólk sent í aðgerð meðan samkynhneigðir eru drepnir,“ segir hún og tekur fram að þetta sé mjög misjafnt eftir löndum. Réttindabarátta transfólks hefur lengi verið nátengt baráttu samkyn- hneigðra og hefur hugtakið hinsegin verið notað yfir það saman. „Það er margt sem við eigum sameiginlegt með baráttu samkynhneigðra en það er líka margt ólíkt,“ segir hún og vísar í ofangreint dæmi. Anna segir að þó að margt hafi áunnist í baráttunni þá sé hún ekki unnin. Hún segist ekki vera hætt að berjast en sé kannski farin að vera minna áberandi. „Ég er orðin svo gömul, ég er komin á ellilaun í þessari baráttu,“ segir hún hlæj- andi. n Anna Kristjánsdóttir hefur lengi verið einn ötulasti talsmaður transfólks á Íslandi. Hún segir margt hafa breyst frá því hún steig fram og þar hafi skipt mestu máli að fleiri stigu fram. Baráttunni er þó langt því frá lokið að hennar mati. Sótti um 70 störf „Þar snerist allt um þessa leyndarhyggju, að vera í felum Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal E f ég hefði vitað hvað trans væri hefði ég hugsanlega komið miklu fyrr út úr skápn- um. Það er svo mikilvægt að fólk fái að vera það sjálft sem fyrst. Þess vegna er fræðsla svo mikil- væg auk þess sem hún eyðir fordóm- um,“ segir Ugla Stefanía Jónsdóttir, 21 árs kona en Ugla ólst upp í sveit rétt hjá Blönduósi. Ugla er flutt til höfuðborgarinn- ar, er í háskólanámi auk þess sem hún er meðstjórnandi í stjórn Sam- takanna '78. Hún hefur verið opin- ská um sína reynslu og segist aldrei hafa fengið annað en jákvæð við- brögð við sinni sögu. „Ef það hef- ur verið eitthvað neikvætt hefur því ekki verið beint að mér – frekar eitt- hvað sem ég heyri út undan mér. Ég hef aldrei orðið fyrir beinum fordóm- um eða aðkasti,“ segir hún og bætir við að það að frumvarp um réttar- stöðu transfólks hafi verið samþykkt af alþingi hafi gert mikið fyrir baráttu transfólks á Íslandi. „Umfjöllunin hefur verið gríðarlega mikil á þessu ári og við grínumst oft með að árið 2012 sé ár transfólks,“ segir Ugla Stef- anía en heilmikið hefur einnig gerst í hennar persónulega lífi. „Það er bara allt að gerast,“ segir hún brosandi og játar því að vera komin í fast sam- band. „Við búum saman og mér hef- ur verið tekið alveg ofsalega vel inn- an tengdafjölskyldunnar. Mamma hans sagði strax að henni kæmi þetta ekkert við – að ég mætti lifa mínu lífi eins og ég vildi. Mér finnst það alveg frábært. Amma hans er hins vegar kaþólsk og við höfum ekkert verið að auglýsa þetta fyrir henni en hún á ör- ugglega eftir að koma okkur á óvart. Þetta er bara eitthvað stress í okkur.“ indiana@dv.is n Ugla Stefanía er komin í fast samband Árið 2012 er ár transfólks Allt í gangi Ugla segir ótrúlegustu hluti hafa gerst á árinu 2012.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.