Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 30
Þ að þýðir ekkert að fara í kring- um hlutina. Ef við viljum að fólk skilji verðum við að segja hlutina eins og þeir eru,“ segir Hans Miniar Jónsson, skírður Hólm- fríður, en Hans sagði sögu sína í op- inskáu viðtali í DV haustið 2010 og hefur auk þess komið fram í fleiri miðlum. Hans er feiminn að eðlisfari en segir sér ekki stætt á að þegja um sín mál. „Auðvitað er alltaf til fólk sem vill ekki skilja, læra né hlusta en maður vonast til að aukin umfjöllun veki til umhugsunar. Vissulega gæti maður fengið að vera skrítinn í friði ef enginn vissi neitt um transfólk en til þess einfaldlega að fá að vera verð- ur fólk að vita að maður sé til. Það hefði örugglega verið auðveldara að þegja en ég er bara þessi týpa sem á erfitt með að gera ekki það sem gera þarf. Sýnileikinn og það að tala opin- skátt um hlutina gerir það að verk- um að smábörn og ófædd transbörn framtíðarinnar munu eiga auð- veldara með að fá viðeigandi hjálp. Réttlætiskenndin hefði ekki leyft mér að komast upp með að sitja þegjandi úti í horni.“ Hans segist ekki sjá eftir því að hafa opinberað sín mál og segir við- brögðin hafa verið jákvæð. „Ég er sama manneskjan og ég var áður en ég kom fram en mér finnst ég heil- legri. Með því að koma hreint fram hef ég losað mig við svakalegar byrðar. Það er allt annað hljóðið í manni þegar maður fær að vera maður sjálfur,“ segir Hans sem er giftur Kanadamanninum Matthew Best auk þess sem hann á dóttur úr fyrra sambandi. Dóttir hans kallar hann ennþá mömmu og Hans seg- ist ekki ætla að taka það frá henni. „Hún hefur eigin rétt og verður að fá að ráða hvað hún kallar mömmu sína.“ Hans er á leið í sund þegar blaða- maður nær tali af honum en í við- talinu 2010 kom fram að hann hefði ekki farið í sund um árabil og sakn- aði sundsins. „Ég nánast bjó í sund- lauginni sem krakki en allt í einu, í kringum kynþroskann, fór ég að upp- lifa mig sem illa gerðan hlut í bún- ingsklefanum. Það varð alltaf erfiðara og erfiðara að skella sér í laugina. Að sjálfsögðu var erfitt skref að stíga þarna inn í fyrsta skiptið eftir svona langan tíma en um leið frábært,“ segir Hans Miniar sem hefur nú látið slétta úr bringunni á sér en áður hafði hann reyrt niður á sér brjóstin. Hans segir umræðuna um málefni transfólks hafa verið mikla á Íslandi að undanförnu. „Umræðan er mikil og hún er þörf. Það er samt spurning hversu lengi fólk nennir að hlusta en við verðum að tala um það sem betur má fara þar til það fer betur. Þetta þarf ekki að vera eitthvað óeðlilegt. Ekki nema fólk vilji mála það þannig. Hjá börnum er þetta svo einfalt. Þú ert sá sem þú ert og ert ástfanginn af þeim sem þú ert ástfanginn af. Punktur. Það er fullorðna fólkið sem er að flækja hlutina og það að óþörfu,“ segir Hans að lokum og er rokinn af stað í sundið. indiana@dv.is 30 Viðtal 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað „Þetta þarf ekki að vera eitthvað óeðlilegt“ n Dóttir Hans Miniars Jónssonar kallar hann ennþá mömmu Með eiginmanninum Hans Miniar var skírður Hólmfríður. Hér er hann ásamt eiginmann- inum, Matthew Best, en Hans gekk ennþá undir nafninu Hólmfríður þegar þeir fóru að vera saman. Þ essar fréttir komu alls ekkert illa við mig. Ég á sjö börn og hvert og eitt þeirra á skilið sína hamingju. Þetta breytti bara aðeins hlutfallinu. Ég átti tvo syni og fimm dætur en á í dag þrjá syni og fjórar dætur,“ segir Anna Kristín Hansdóttir, móðir Hans Miniar Jóns- sonar, en Hans var alinn upp sem stúlkan Hólmfríður. Anna Kristín segir fólkið í kring- um þau hafi einnig tekið fréttunum með jákvæðum hætti. „Ég veit ekki um neinn sem hefur tekið þessu illa. Það urðu kannski margir hissa en þeir þekktu hann ekki eins vel og ég,“ segir hún og bætir við að hún hafi ekki átt erfitt með að breyta úr nafn- inu Hólmfríður yfir í nafnið Hans. „Hann spurði mig hvort ég mætti nota nafnið Hans því Hans var pabbi minn. Mér fannst það sjálfsagt mál. Ég var hins vegar ansi lengi að mis- mæla mig og segja „hún“ í staðinn fyrir „hann“. Ég var dugleg að leið- rétta aðra og bað aðra í kringum mig að endilega leiðrétta mig líka og nú er ég nánast alveg hætt að ruglast. Það er einna helst þegar ég skoða gamlar myndir af honum sem barni. Þá er það pínu ruglandi hvort ég eigi að segja hann eða hún og að sama skapi þegar ég tala við dóttur hans því hún kallar hann mömmu. Ég fann ekkert fyrir því eins og margir vilja meina að ég hefði misst dóttur. Þetta er ennþá barnið mitt og nákvæmlega sama manneskjan. Ég vissi vel að það væri eitthvað í þessa veruna ekki eins og það átti að vera og var bara ánægð með að hann skyldi finna sig.“ indiana@dv.is Anna Kristín Hansdóttir er móðir Hans Miniar Jónssonar: Öll börnin mín eiga hamingju skilið 1989 Fyrsti Íslendingurinn fer í kynleið- réttingaraðgerð. Aðgerðin er fram- kvæmd erlendis. 1996 Þáverandi landlæknir setti af stað starfshóp til að sjá um mál er vörðuðu fólk sem vildi láta leiðrétta kyn sitt. 1998 Fyrsta kynleiðréttingaraðgerðin gerð á Íslandi 2000 Önnur kynleiðréttingaraðgerðin gerð á Íslandi 2003 Þriðja kynleiðréttingaraðgerðin gerð á Íslandi 2007 Trans Ísland stofnað 2010 Fimm kynleiðréttingaraðgerðir á Íslandi 2011Fjórar kynleiðréttingaraðgerðir á Íslandi 2012 Ein kynleiðréttingaraðgerð hefur verið framkvæmd á Íslandi það sem af er ári. 10 einstaklingar eru í kynleið- réttingarferli. 2012 Alþingi samþykkti frumvarp velferðarráðherra til laga um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda. Mikilvæg ártöl í baráttunni Mæðgin Anna Kristín vissi að það væri ekki allt eins og það ætti að vera og varð fegin þegar Hans fann sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.