Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 35
 35Helgarblað 10.–12. ágúst 2012 hundar Nágrannadeilur fóru úr böndunum i Ástralíu árið 2010 þegar Russell Mendoza og félagi hans skutu 33 hunda til bana. Mendoza var viss um að einn af 39 hundum Rowan Hargreaves nágranna síns hefði drepið Terrier-hundinn sinn. Mendoza og vinur hans stráfeldu hundana með rifflum en þeir drápu 10 fullorðna hunda og 23 hvolpa.33 F élagarnir Chris Lippert og Charles Roache gengu ber- serksgang í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í september 1999. Þeir stálu bílum, ýmsum öðrum varningi og myrtu sex manns sem á vegi þeirra urðu. Roache var dæmdur til dauða fyrir hræðilega og tilefnislausa glæpi sína í október 2004 en Lippert í lífstíðarfangelsi. Allt hófst þetta morguninn 29. september. Chris Lippert var þá á ferð ásamt félaga sínum Chad Watt. Þeir höfðu kynnst á bar nokkrum vikum áður og höfðu þeir félagarnir drukkið saman og reykt kannabisefni. Myrtu vin sinn Þessi morgunn var engin undantekn- ing og undir áhrifum fóru þeir og sóttu vini Lipperts. Þá Mark Stout og áðurnefndan Charles Roache. Það var Lippert sem sá um að aka bíl Watts en hann ók bílnum á með þeim af- leiðingum að gat kom á bensíntank hans. Þegar Watt æsti sig út af skemmd- unum á bílnum gengu Roache og Stout illilega í skrokk á honum. Þeir börðu hann sundur og saman og hentu honum loks í skott bifreiðar- innar. Þeir keyrðu með hann út í skóg þar sem Lippert sló hann svo fast með haglabyssuskefti að hann hálsbrotn- aði og dó. Þeir létu ekki staðar numið held- ur skaut Roache Watt í augað áður en Lippert skaut hann í höfuðið með haglabyssunni. Þremenningarnir grófu svo Watt í skóginum áður en leiðir þeirra skildu. En þeir félagar voru rétt að byrja. Daginn eftir stal Lippert Ford-jeppa og ók að heimili Stout. Lippert, Stout og Roache fóru í Wal Mart-verslun þar sem þeir stálu ýmsum varningi og áfengi. Stuttu seinna skildu leiðir þeirra. Lippert og Roache fóru saman en höfðu fengið afsagaða haglabyssu, skotfæri og piparúða að láni hjá Stout. Lyklana eða lífið Þeir voru blindfullir og æstir þegar þetta ferðalag þeirra end- aði með því að Lippert velti jeppanum sem hann hafði stolið. Þeir yfirgáfu flakið gangandi og næsti viðkomustaður var við götuna Rabbit Skin Road í bænum Jonathan Creek, bæ í Norður Karólínu, ekki langt frá fylkjamörkun- um. Ódæðismennirnir leituðu nú að nýjum bíl og námu staðar við heimili Earl og Coru Phillips. Tvímenningarnir ruddust inn á heimili hjónanna og heimtuðu bíllykla, skotfæri og pening. Þetta endaði með því að Roache skaut Coru í höfuðið og Lippert skaut Earl einnig í höfuðið. Myrtu heila fjölskyldu Tvímenningarnir æddu af stað og út í Ford-jeppa þeirra hjóna. Þeir komust ekki nema stuttan spöl frá húsinu áður en þeir veltu honum líka. Svo annarlegt var ástand þeirra. Lippert og Roache fóru þá til baka að húsi hjónanna en þangað hafði sonur þeirra, Eddie, komið í millitíð- inni. Lippert og Eddie slógust fyrir framan húsið sem endaði með því að Roache dró upp byssu og skaut Eddie til bana. Þaðan fór þeir aftur inn í hús hjónanna þar sem eiginkona Eddie, Mitzi Phillips, var. Roache skaut hana einnig til bana. Þegar glæpir þeirra félaga gátu ekki orðið hræðilegri heyrðist hljóð innan úr einu herbergja hússins. Yngsta dóttir þeirra Eddie og Mitzi, Kaite Phillips, hafði verið með í för. Roache fór úr herbergi í herbergi þar til hann fann Katie og myrti hana. Guð, fyrirgefðu mér Tvímenningarnir tóku annan bíl við húsið en enn og aftur rú- stuðu þeir bílnum inn- an skamms. Að þessu sinni skildu leiðir þeirra. Roache náðist skammt frá heimili Phillips-hjón- anna í annarlegu ástandi. Hann ját- aði glæpi sína en lífsýni úr tvímenn- ingunum voru á morðvopnunum, á heimili hjónanna og í bílunum sem þeir stálu. Roache sagði Lippert hafa verið með sér og hófst því leit að hon- um sem stóð í rúma viku. Roache var sem fyrr sagði dæmd- ur til dauða og tekinn af lífi árið 2004. Lippert var dæmdur til fangelsisvistar ævilangt. Með síðustu orðum sínum áður en Roache var tekinn af lífi, bað hann Guð um að fyrirgefa sér. Drukku, stálu og myrtu n Chris og Charles myrtu saklaust fólk í helreið sinni um Norður-Karólínu Bar líkkistur fórnarlambanna n Misþyrmdi fjölskyldu vinar síns Á rið 2005 var morðinginn og nauðgarinn Earl Richmond Jr. tekinn af lífi í Norður-Kar- ólínu. Richmond var lið- þjálfi í Bandaríkjaher en var rekin úr hernum í kringum 1990 fyrir ótil- greind agabrot. Einn af betri vinum Richmonds var Wayne Hayes sem átti eigin- konu, Helisu Stewart Hayes sem var 27 ára, og tvö börn, Phillip, átta ára, og Darien, sjö ára. Richmond var eitt sinn gestur á heimili þeirra þegar Wayne var fjarverandi. Honum og Helisu sinnaðist sem endaði með því að Richmond réðst á eiginkonu vinar síns. Hann barði hana og nauðg- aði henni. Að því loknu kyrkti hann Helisu. Hann lét ekki þar við sitja og elti Phillip inn á baðherbergi þar sem hann kyrkti drenginn með rafmagnssnúru og stakk hann 20 sinnum með skærum. Næst snéri Richmond sér að Darien og batt enda á líf hennar með rafmagns- snúru af krullujárni. Til marks um siðleysi Richmonds má nefna að hann var kistuberi í jarðarför fjölskyldunnar en ekki komst upp um hann fyrr en skömmu eftir að fórnarlömbin voru borin til grafar. Þá kom myrk fortíð Richmonds í ljós en nokkrum mánuðum áður hafði þessi siðblindi morðingi banað Lisu Ann Nadeau. Hann barði hana með hamri, batt og kyrkti áður en hann nauðgaði henni.  Enn síðar kom í ljós að Richmond hafði nauðgað ungri stúlku nokkru fyrir morðin en lög- reglumenn sem unnu að málinu sáu mynd af Richmond fyrir til- viljun í blöðunum. DNA-rannsókn leiddi í ljós að hann var gerandinn en hann var einnig grunaður um að hafa nauðgað einni konu til viðbót- ar. Richmond var við réttarhöldin lýst sem skrímsli í mannslíkama og að eftirsjá hans eða iðrun væri engin. Earl Richmond Jr. Siðlaus morðingi með öllu. Charles Roache Bað Guð um fyrirgefningu áður en hann var tekinn af lífi. Í annarlegu ástandi Tvímenningarnir veltu tveimur Ford-jeppabif- reiðum í helför sinni. Afsöguð haglabyssa Var á meðal morðvopnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.