Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Page 37
16 ára þegar hug- myndin kviknaði Menning 37Helgarblað 10.–12. ágúst 2012 Uppáhaldskvikmyndin? n Hálfnuð með aðra mynd n Gaman að vinna með unnustanum eftir vinnu þannig að það var ómetanlegt að fá skilning og stuðning heima fyrir. Það var líka skemmtilegt að við skyld- um gera svona verkefni saman þar sem hann gat nýtt sína þekkingu og ég mína.“ Ragnhildur og Hauk- ur lögðu ýmislegt á sig til að kynna sér viðfangsefni myndarinnar en þau fóru meðal annars til Taílands þar sem kynleiðréttinga aðgerðir eru hvað algengastar. „Þar ræddum við við marga sem hafa farið í gegnum kynleið- réttingu. Við skoðuðum ferlið úti og ferlið hér heima. Það var mjög gaman að sjá muninn á því og maður fékk ennþá betri innsýn í þennan hugarheim og hugarheim þessa fólks.“ Skipt um kyn í neyð Ragnhildur segir fólk á þess- um slóðum stundum fara í þessar aðgerðir vegna annars en kynátunarvanda. „Því miður kemur fyrir að fólk í Asíu fari í kynleiðréttingu vegna rangra forsenda, það er þó mikill minnihluti. Við hittum nokkra einstaklinga sem breyttu kyni sínu vegna neyðar, atvinnumöguleikarnir voru meiri ef þeir breyttu kyni sínu. Hér heima og á Norður- löndunum er þetta þó auð- vitað alls ekki þannig. Þeir einstaklingar sem ég hef rætt við hér heima hafa fundið fyr- ir djúpstæðri tilfinningu frá æsku og farið í gegnum langt og strangt ferli áður en kyn- leiðréttingaferlið hefst.“ Kveið frumsýningu Ragnhildur var kvíðin fyrir frumsýninguna að eigin sögn en hún var í Bíó Para- dís á þriðjudagskvöld. „Frumsýningin gekk bara framar mínum björtustu vonum. Ég verð að viðurkenna að ég var mjög kvíð- in og við það að missa andann þegar ég sett- ist þarna í sætið ásamt unnusta mínum. En svo fór myndin að rúlla og þegar ég heyrði viðbrögð fólks í salnum fór allur kvíði. En það var samt eigin- lega tvöfaldur kvíði því að Hrafnhildur hafði aldrei séð myndina áður. Þannig að ég vissi ekki hvernig hún myndi taka henni. En þegar ég heyrði að hún var glöð og sátt var ég hæstánægð sjálf þannig að þetta var bara mjög skemmtilegt kvöld.“ Ragnhildur vonast til þess að myndin nái til sem flestra en vill þó ekki vera með nein- ar yfirlýsingar varðandi kvik- myndahátíðir eða dreifingu erlendis. „Auðvitað von- ast maður alltaf til þess að myndin nái til sem flestra og ég tel að hún eigi erindi við mjög margra. En núna er bara næsta verkefni á dagskrá að koma henni í dreifingu og vinna í kringum það að kynna myndina. Fyrsta markmið mitt er að fá Íslendinga í Bíó Paradís.“ Ísþjóðin aftur á dagskrá Ragnhildur er kominn út til Lundúna þegar blaðið kem- ur út en þangað er hún farin til þess að fylgja eftir mara- þonhlauparanum Kára Steini Karlssyni. „Ég er að taka upp fyrir næstu þáttaröð af Ísþjóð- inni og hef verið að fylgja hon- um eftir í undirbúningnum fyrir leikana,“ en fyrir þá sem ekki þekkja til þáttanna þá fjalla þeir um ungt afreksfólk á hinum ýmsu sviðum og nutu mikilla vinsælda síðasta vetur. Ragnhildur segir óljóst hvaða öðrum verkefnum hún muni sinna hjá RÚV í vetur en hún hefur tekið að sér fjöl- breytt verkefni í gegnum tíð- ina. „Ég er einmitt á leiðinni á fund á næstunni með Sig- rúnu dagskrárstjóra þar sem við munum ræða veturinn,“ segir Ragnhildur að lokum en fólk getur séð myndina henn- ar, Hrafnhildi, í Bíó Paradís á Hverfisgötu. n „Eins og bland í poka. Nema bara bestu molarnir.“ Hljómskálinn Ýmsir flytjendur „Fyndin og hjart- næm mynd“ Intouchables Olivier Nakache, Eric Toledano „Það er Leon. Gott handrit, vel leikin, vel skotin og topp tónlist.“ Jón Þór Sigurðsson trommari M ér finnst ég eiga smá í Hrafnhildi eftir að hafa horft á myndina og fylgst með henn- ar ferli til leiðréttingar. Mér þykir vænt um hana. Ég hló, grét og hugsaði yfir myndinni sem er persónuleg og laus við hallærislegt tilfinninga- klám. Fyrirfram hafði ég búið sjálfan mig undir hægt tár- vott viðtal með hægu „zoom -i“ að andliti Hrafnhildar. Tárdropi og dynjandi tónlist svona til að keyra upp stemn- inguna og kreista út alla þá mannlegu þjáningu sem mögulegt og ómögulegt væri að ná fram. Heimildamyndin Hrafn- hildur dettur aldrei í þann gír og er fyrir vikið ekki tilgerðar- leg heldur einlæg. Myndin fylgist með kyn- leiðréttingaferli Hrafnhild- ar og aðdragandanum að aðgerðinni. Rætt er við nán- ustu aðstandendur hennar og vini sem og geð- og lýta- lækna. Myndin er fræðandi og að mestu laus við hallæris- legar klisjur. Því miður vill oft verða í heimildamyndum um hinsegin fólk að einstakl- ingarnir birtast þar nánast sem viðundur. Þótt ætlun- in sé að segja sögu þeirra er auðvelt að gleyma sér í um- fjöllun um fordóma sam- félagsins og sýn nástaddra. Heimildamyndin Hrafnhildur kemst hjá þessu og fjallar um átök og líf Hrafnhildar sjálfrar og á hennar forsendum. Auðvitað er rætt við ætt- ingja og vini en samhengið er alltaf Hrafnhildur sjálf. Hvað hún vill og hvers hún væntir í lífinu. Það er ef til vill merki um hversu hratt hlutirnir breytast til hins betra að að- standendur hennar eru til stuðnings við sögu hennar. Þau deila með áhorfandan- um innsæi í ferlið, tilkom- ið vegna nálægðarinnar en hlutverk þeirra er ekki að veita tilfinningum Hrafnhild- ar lögmæti. Líkt og feðra- veldið – ómeðvitað samfé- lagsvald virðist heltekið að því að flokka og samþykkja rétta hegðun kvenna er gagn- kynhneigða regluverkið oftar en ekki á svipuðum buxun- um. Það er því ekki erfitt fyrir kvikmyndagerðarmenn að falla í slíka gryfju og það þrátt fyrir góðan vilja. Sjálfur hef ég séð allt of mikið af hinsegin myndum þar sem gagnkynhneigðir vinir aðalpersónunnar hafa að því er virðist aðeins þann tilgang að virka líkt og ein- hverskonar velþóknunar- stimpill á kynvitundina. Í stað eintómrar vel- þóknunar og sífelldra yfirlýs- inga um að fyrir utan „þetta“ sé Hrafnhildur eins og all- ir aðrir – eins og við hin – dýpka samtölin við aðstand- endur hennar skilninginn og væntumþykju áhorfandans á Hrafnhildi. Til að mynda vakti það mig til umhugsun- ar hversu ólíkt tungutak kyn- slóðanna í kringum Hrafn- hildi er. Ég varð þess áskynja að hún nyti stuðnings flestra í kringum hana en hjá því var ekki komist að taka eftir mismunandi orðræðu kyn- slóðanna. Móðir Hrafnhildar talaði til að mynda endur- tekið um að Hrafnhildur væri að hálfu karl og að hálfu kona. Rökrétt lýsing en örlítið smituð af tvíhyggju. Smit- uð af mælikvörðum okk- ar sem þekkjum einfaldlega ekki á eigin skinni það ferli sem Hrafnhildur og annað transfólk fikrar sig í gegnum. Ég segi fikra því ferlið er allt annað en einfalt og miklu meira en aðgerð eða undir- búningurinn fyrir hana. Löngu áður en aðgerð er álitinn möguleiki hefur transfólk borið eigin tilfinn- ingar í brjósti. Með þessu á ég ekki við að móðir Hrafn- hildar sé fordómafull. Þvert á móti á ég aðeins við að orð- ræða okkar og tungutak mót- ast af uppruna okkar og aldri. Hvernig við tölum er ekki eini mælikvarðinn á gjörðir okkar. Orð eru eitt og gjörðir eru annað. Annað dæmi er amma Hrafnhildar sem talar alltaf um Halldór þegar rætt er um barnæsku Hrafnhildar. Aug- ljóst er að slíkt er ekki gert í illkvittni. Amman virðist hlý og stuðningsrík. Laus við kreddur og klisjur um að þetta hafi auðvitað allt verið fyrir- sjáanlegt vegna dúkku stands Hrafnhildar sem barns. Rökræðan um hvort rétt- ara sé að tala um Halldór eða Hrafnhildi þegar barn- æskan er rædd birtist svo í viðtölum við unga frænku Hrafnhildar sem segist ekki vilja kalla hana annað en Hrafnhildi. Hún viti nefni- lega að í huga frænku sinnar sé hún og verði alltaf stelpa. Litla frænka Hrafnhildar er augljóslega besti „aukaleik- ari“ myndarinnar. Hún lýsir hvernig barátta Hrafnhildar hafi haft jákvæð áhrif á hana og kennt henni svo margt. Innsæi stúlkunnar er slíkt að ótrúlegt er að hugsa til þess að hún sé aðeins 11 ára gömul. „Þau kalla hann aldrei annað en Halldór,“ segir við- mælandi í myndinni sem ekki sýnir Hrafnhildi sama stuðning og móðurfjöl- skyldan. Talandi um klisj- ur þá verður að segjast að þótt kvikmyndagerðarfólk- ið hafi augljóslega forðast klisjukennda og fordóma- fulla framsetningu er ljóst að fyrrgreindur viðmælandi fór aðrar leiðir. Það var væg- ast sagt afhjúpandi að heyra meðvirknina með fordóm- um þeirra sem telja skil- greiningavaldið sitt. Fólk sem hefur af sjálfsdáðum og al- gjöru virðingarleysi ákveðið að ávarpa Hrafnhildi með kenninafni sem hún hefur ekki aðeins hafnað heldur lagt mikið á sig til að losna við. Öllum var okkur kennt að uppnefna ekki í skóla. Að hlusta á viðmælendur lýsa yfir að hópur fólks uppnefni og niðurlægi aðila í skjóli eigin kergju er óþægilegt en afhjúpandi. Sami aðili tekur sig næst til við að ráðleggja transfólki í baráttunni. Það svíður, málflutningur er á pari við tal um stutt pils og druslugang fórnarlamba kyn- ferðisofbeldis. Hrafnhildur er persónu- leg saga konu. Hún er ekki tæmandi um málefni trans- fólks né án galla en myndin er unnin af alúð. Í viðtali við Hrafnildi á DV.is segist hún kvíða því að sjá myndina í tilboðskörfunni. Ég held að hún hafi engu að kvíða. Hló, grét og hugsaði Atli Þór Fanndal atli@dv.is Heimildamynd Hrafnhildur Leikstjóri: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir 60 mínútur Enginn ósnortinn Áhorfandinn kemst ekki hjá að láta sér þykja vænt um Hrafn- hildi eftir því sem á myndina líður. mynd ELEna SigtryggSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.