Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Page 38
38 Lífsstíll 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað Ull, leður og tíundi áratugurinn U m þessar mundir streyma haustvörurnar í búðirnar. DV fékk nokkra tískuþenkj- andi einstaklinga til þess að segja frá hvað væri að þeirra mati það allra heitasta í hausttísk- unni þetta árið. Afturhvarf til tíunda áratugarins virðist vera áberandi, stórir jakkar, hermannamynstur, skór með botni, klossar, gallajakk- ar og ýmis fleiri tísku-„trend“ snúa aftur. Þar má líka finna kvendragtir, yfirhafnir úr ull og leðri og greinilegt að úr nægu er að taka fyrir þá sem vilja fylgja tískunni. viktoria@dv.is Ólympíuleikararnir hafa áhrif Kristín Ásta Matthíasdóttir búðareigandi „Ég er rosalega hrifin af hausttískunni, hún á vel við minn stíl,“ segir Kristín Ásta Matthíasdóttir annar eigenda Dótturfélagsins. „Eins og margir hafa tekið eftir eru hermannajakkar mik- ið í tísku og koma þeir sérstaklega vel út í vetur með grófum skóm eins leðurbomsum eða mótorhjólastígvélum. Svona skór bjarga þér í slabbinu og lúkka líka afar vel,“ segir Kristín. Hún segir nauðsynlegt að eiga leðurjakka. „Hann má nota við allt, hvers- dags sem og fínt. Stórar og hlýjar peysur eru „möst“ á haustin, að ég tala nú ekki um hvað þær eru flottar með t.d. leðurjökk- um. Gallaskyrtur og góðar gallabuxur er mjög flott. Barbour eða aðrir vax-veiðijakkar eru einnig æðislegir í kalda haustveðrinu á Íslandi. Eins munu áhrif Ólympíuleikanna skila sér í hausttísk- una með snert af íþróttafatnaði mixuðu við hversdagsföt. Ég sé alls ekkert að því að fara í t.d Nike/Adidas-hlaupabuxum í bíó við töff grófa peysu,“ segir hún. „Það er draumur flestra kvenna að eiga fallega kápu, ég er mjög hrifin af kápum, það má einnig klæða þær niður og vera í kúl íþróttaskóm eða joggingbuxum við. Love it!“ segir Kristín að lokum. Kurt Cobain og Courtney Love Ása Ottesen búðareigandi og stílisti „90´s „grunge“ tískan verður áberandi í haust, Kurt Cobain og Courtney Love koma sterk inn sem tískufyrirmyndir haustsins,“ segir Ása Otte- sen annar eiganda verslunarinnar Lakkalakk. Ása er nýkomin ásamt systur sinni og meðeiganda Lakkalakk, Jónu Elísabetu Ottesen, að utan þar sem þær versluðu inn haustvörur og sáu hvað var það allra heitasta í hausttískunni. „Creepers- skór, Doc Martens-skór, víðir gallajakkar, köflóttar skyrtur og skósíðir kjól- ar verða mjög áberandi í haust. Hermannatískan verður áberandi í yfir- höfnum, „camouflage“-jakkar og hermannajakkar með leðurermum, líka „biker“-jakkar og svona „over-sized“ eða of stórar yfirhafnir,“ segir hún og bætir við: „Áberandi munstur eru til dæmis krossar og „galaxy“-munstur. Í það heila er tískan frekar pönkuð í bland við 90´s grungið.“ Ull og leður Erna Hrund Hermannsdóttir tískubloggari hjá Trendnet.is „Hausttískan, þá sérstaklega yfirhafn- irnar, einkennist af ullarefnum og leðri og helst væri þessum efnum blandað saman, sniðin á yfirhöfnunum eru stór með breiðum öxlum eins og sást m.a. hjá Balenciaga og Céline. Sniðin eru frekar mikið bein og ekki þröng. Sér- staklega á buxum, peysum og jökkum og flíkurnar líta þá út fyrir að vera létt- ar en eru það alls ekki. Kvenlegar línur læðast svo með eins og var einkennandi hjá Burberry Prorsum sem var mín uppáhaldslína hún var gott sambland af borgar- og sveitastelpu,“ segir Erna Hrund. Hvað er nauðsynlegt í fataskáp- inn fyrir haustið? „Að mínu mati á hver kona að eiga fallegan feld, há leðurstíg- vél, heila léttprjónaða/heklaða peysu, ullarkápu með áberandi öxlum helst með leðurbótum eða leðurermum, helst eina buxnadragt og breitt belti sem pass- ar fyrir mittið. En til að vera örugg er gott að eiga buxur í beinu sniði, flottan bol og víðan ullarfrakka. Svo er líka alltaf gott að kíkja á haustlínuna frá H&M til að fá vísbendingar um það sem ætti að rata í fataskápinn hjá okkur.“ Strigaskór og hermannajakki Hildur Ragnarsdóttir verslunarstjóri og tískubloggari „Vínrauður, hermanna- grænn, grár og metallitir eru heitir í haust. Einnig er sportleg tíska og „camouflage“ áberandi. Ég mundi segja að möst hlutir fyrir haustið væru „camouflage“ jakki og flottir strigaskór eins og New Balance eða Old school Nike.“ Síðir jakkar og frakkar Helgi Ómarsson ljósmyndari og tískubloggari „Hjá strákum er rosalega mikið jakkar með áberandi kraga, jakkar með leðurermum, „oversized“ peysur og peysur með dýra-printum,“ segir Helgi aðspurður um það hvað hann telji vera heitast í hausttískunni og bætir við: „Síðir jakkar og frakkar finnst mér mest áberandi og mest spennandi. Ég er einmitt nýbúinn að fjárfesta í nýjum frakka fyrir haustið,“ segir hann. En hvað er að hans mati nauðsynlegt að eiga í fataskápnum fyrir haustið? „Stóran trefil, frakka, og bæta við nýrri gollu eða nýrri hettupeysu til að vera í innan undir léttum jakka eða leðurjakka. Fullt af „layers“ (lögum) af föt- um áður en það verður of kalt og maður þarf að skipta yfir í úlpurnar.“ Dreymir um leðurkápu Pattra Sriyanonge tísku- bloggari á Trendnet.is og leikkona „Ég er mjög spennt fyrir „goth“ trendinu sem kem- ur með haustinu. Í sum- ar er ég búin að vera pínu rokkari í mér og hlakka til að taka þetta skrefinu lengra, kvikmyndin Mat- rix er fyrirmyndin,“ segir Pattra. Hana dreymir um að eignast flotta leðurkápu fyrir haustið. „Nú ímynda sér allir þessar ljótu gömlu frá því í denn en ég væri til að eiga eina fíngerða í „military“ stíl sem verð- ur einnig „trend“ hausts- ins. Ég læt mig dreyma um eina slíka frá Alexander Wang og mun sennilega dreyma að eilífu.“ Hvað verður heitast í haust?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.