Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 40
10 mýtur um koffínneyslu F lestir þekkja kryddjurtina dill og hafa notað hana við mat- argerð. Þessi fjölæra kryddjurt hefur þó einnig jákvæða eig- inleika fyrir húðina; verndar hana gegn sindurefnum og bakteríum. Jurtin er því tilvalin í snyrtivörur. Á síðunni Whole Living má finna uppskrift að rakagefandi hreinsiefni þar sem dillinu er blandað saman við mjólk og hina róandi aloe vera plöntu. Á síðunni segir að notkun mjólkur og dills daglega á húðina sé góð og náttúruleg leið til að fjar- lægja dauðar húðfrumur. Í uppskriftinni segir að fyrsta skrefið sé að skera aloe vera lauf á lengdina og fá þannig um eina te- skeið af geli. Sé jurtin ekki til á heimilinu megi einnig nota hreint aloe vera gel úr búð. Gelinu skuli því næst blandað saman við hálf- an bolla af mjólk og eina teskeið af fersku, söxuðu dilli. Blöndunni sé því næst nuddað á raka húð í eina mínútu en hún svo skoluð af með köldu vatni. Þá er mælt með að þurrka húðina varlega án þess að nudda með handklæðinu eða þvottapokanum. Á síðunni segir einnig að dill hafi önnur jákvæð áhrif því nota megi kryddjurtina við höfuðverk. Þá sé gott að tyggja hana en hún hafi löng- um verið notuð sem lækningajurt. gunnhildur@dv.is 40 Lífsstíll 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað Reynir Traustason Baráttan við holdið H vaða helvítis kommúnistar hafa verið hér á ferð?“ spurði ferðafélaginn okkur hin þar sem við stóðum á Hátindi Esju í 909 metra hæð. Við okk- ur blasti álplata sem hafði verið skrúfuð á stein. Á hana var letr- aður Internatsjónalinn, baráttu- söngur verkalýðsins. „Fram þjáðir menn í þúsund löndum,“ raulaði sá hneykslaði, sem tilheyrir rót- tækum hægri flokki. Hann hafði uppi nokkur orð um að Steingrím- ur J. Sigfússon og hinir kommarnir væru alls staðar með áróður sinn. Ég tók undir með félaganum. Eðlilegra hefði verið að skrúfa upp ljóð eftir Jónas Hallgrímsson á slík- um stað þar sem við blasir dýrð hinnar íslensku náttúru í öllu sínu veldi. Mín vegna hefði frekar mátt velja orð frá Halldóri Laxness sem hefðu verið afrituð gæsalappalaust af Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni. Gangan á Hátind hafði átt sér langan aðdraganda. Tindurinn er vandklifinn ef ekki er farin hárrétt leið. Tæpu ári fyrr hafði ég gefist upp í klettabeltinu og snúið frá. Nú var ég mættur aftur ásamt ferða- félögum. Ánægjan með að toppa var gríðarleg. Þar sem við stóðum á mörkum himins og jarðar blasti við okkur dásemdin ein. Það var ekki fyrr en við rákum augun í skiltið að skuggi lagðist yfir tilveru okkar. Á niðurleiðinni vorum við í sigurvímu yfir að hafa toppað áður ókleifan Hátind. En okk- ur varð samt tíðrætt um það hversu ósmekklegt það væri að lauma baráttuljóði verkalýðsins á fjallstindinn. Hægrimaðurinn var sérstaklega reiður yfir áróðr- inum sem hann taldi vísbendingu um launráð vinstristjórn- arinnar gegn heilbrigð- um hægriöflum. „Áróðurinn þeirra smýgur alls staðar,“ sagði hann andstuttur af æsingi. Við heimkomuna að kveldi var mér ljóðið á Hátindi hugleikið. Ég velti fyrir mér hörkunni í kommun- um sem höfðu fyrir því að klífa 900 metra fjall með álplötu og verkfæri í því skyni að breiða út boðskap- inn. Þar sem ég sat í þessum djúpu þönkum hringdi gemsinn. Ég sá að þetta var nákominn ættingi og svaraði. Ættinginn í símanum átti ekkert sérstakt erindi. Ég sagði frá ævin- týri dagsins og fíflinu á fjallinu sem hefði hengt upp áróður. Það varð stutt þögn í símanum en svo ræskti viðmælandinn sig. „Það vorum við félagarnir sem hengdum þetta upp. Okkur fannst það sniðugra að fara með Internatsjónalinn á Esjuna á 1. maí heldur en að fara í kröfugöngu,“ sagði hann. Ég var kjaftstopp. Viðkomandi einstak- lingur, sem eðli málsins samkvæmt nýtur nafnleyndar, er þekktur af skoðanaleysi með örlítilli hægri slagsíðu. Ég er ennþá að reyna að fá botn í tilganginn með því að burðast með borvél upp á Hátind til að hengja upp baráttusöng al- þýðunnar. En ég er engu nær. All- ir þeir sem fara upp á Hátind geta séð óskapnaðinn en þeir vita hér með að Steingrímur J. er saklaus. Kommúnisti á Esjunni n Koffín eykur einbeitingu og eykur brennslu en er vanabindandi N ú þegar margir snúa aftur til vinnu eftir sumarfrí má ætla að kaffidrykkja auk- ist hjá fólki á ný. Það er þó spurning hvort kaffidrykkja sé góð til að koma okkur af stað aftur eða hvort hún sé hreinlega skaðleg heilsunni. Í Politiken eru settar fram nokkrar mýtur um koffín og Marta Axestad Petersen, vísindamaður hjá Matvælastofnun Danmerkur, var fengin til að meta þær. 1 Koffín eykur ein-beitingu „Koffín hressir mann við og getur því aukið einbeitinguna í stutta stund,“ segir Petersen. RéTT 2 Þú getur orðið ónæmur fyrir áhrifum koffíns Pet- ersen segir að maður geti byggt upp þol fyrir koffíni og þurft því á meira af því að halda eftir ákveðinn tíma til að fá sömu áhrif. Að sumu leyti RéTT 3 Þú getur orðið háður koffíni Neytir þú mikils magns af koffíni myndar þú fíkn sem getur valdið fráhvarfseinkennum, svo sem höfuðverk, ef þú hættir neyslunni snögglega. RéTT 4 Koffín eykur brennslu „Maður skal þó ekki nota koffín sem megrunarlyf,“ segir Petersen og bætir við að brennsluáhrifin hverfi ef koffíns sé neytt á hverjum degi. RéTT 5 Koffín hjálpar til við að láta renna af manni „Sá sem er und- ir áhrifum heldur þó jafnvel að koffínið hafi haft áhrif og finnst hann ekki eins drukkinn fyrir vikið,“ segir Petersen. RaNgT 6 Koffín læknar höfuðverk Koffín hefur ekki áhrif á höfuðverk nema að hann sé tilkominn vegna fráhvarfsein- kenna koffínsleysis. Í þeim tilvikum gæti kaffibolli haft jákvæð áhrif. RaNgT 7 Það er varasamt fyr-ir ófrískar konur að neyta koffíns Kaffidrykkja er einungis varasöm ef það er drukkið mikið af því: „Ef ófrískar konur neyta meira en 300 gr af koffíni á dag eykst hættan á lítilli fæðingarþyngd auk þess sem hætta á fósturláti eykst,“ segir Petersen en bætir við að hófleg neysla koffíns hafi ekki áhrif á fóstrið. RéTT 8 Koffín er vatnslosandi Pet-ersen segir að þetta sé rétt en áhrifin séu þó afar væg. RéTT 9 Koffín gerir börn ofvirk „Koffín getur haft áhrif á hegðun barna. Hjá börnum sem neyta mikils magns af koffíni hefur greinst aukin óttatilfinning, tauga- veiklun og kvíði,“ segir Petersen. RaNgT 10 Koffín getur verið ástæða svefnleysis Petersen segir að koffínið sjálft orsaki ekki svefnleysi en mörgum finnist þeir þó finna fylgni á milli koffínneyslu rétt fyrir háttatíma og þess að geta ekki sofnað. Þeir sem eiga við svefnvandamál að stríða ættu því að sneiða algjörlega hjá koffíni á kvöldin,“ segir hún. RaNgT eN Þó með FyRiRvaRa Hollt eða óhollt Það ganga ýmsar sögur um hollustu eða óhollustu koffíns. Mynd PHotos.coM Kryddjurt í heimagert dagkrem n Blanda af dilli, mjólk og aloe vera virkar vel í rakagefandi hreinsiefni dill Gott í matseldina – og líka á húðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.