Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Side 44
M álaferli Apple gegn Sam- sung halda áfram en nýjasta útspil Apple er að leggja fram 132 blaðsíðna skýr- slu sem Samsung lét gera um iPhone á sínum tíma. Skýrslan er nokkurra ára gömul og í henni eru eig- inleikar iPhone og Samsung Galaxy S bornir saman. Þar er tekið saman námvæmlega hvað skýrsluhöfund- ar telja betra við iPhone en Samsung og hvað þurfi að bæta. Apple vill með þessu renna stoðum undir það að Samsung hafi í raun hermt eftir eða „afritað“ vöru þeirra. Málaferli hafin Málið hefur verið í fréttum í rúmt ár og er sennilega það umfangsmesta sem hefur verið rekið í tæknigeiranum nokkru sinni. Málaferli hófust í Kali- forníu fyrir stuttu og má búast við að þau verði löng og ströng en þegar hef- ur dregið til tíðinda. Samsung sakaði Apple um að eiga við sönnunargögn en dómari vísaði því frá. Þá þótti fyrsti sérfræðingurinn sem lögfræðingar Apple settu í vitnastúkuna hafa staðið sig frekar illa. Langar og strangar fyr- irspurnir frá lögfræðingum Samsung tókust vel að sögn blaðamanna sem hafa verið staddir réttarhöldin. Hins vegar gæti áðurnefnd skýrsla vegið þungt þegar upp er staðið. Samsung stækkar Hvernig sem fer í málaferlunum er ljóst að Samsung er að styrkja stöðu sína verulega á snjallsímamarkaði. Samsung-símar notast við Android- stýrikerfi og nýjustu tölur sýna að Android er með 68,1 prósents mark- aðshlutdeild á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er aukning um heil 15 prósent á einum ársfjórðungi. Þessi gríðarlega aukning er að mestu skrifuð á aukna sölu á Samsung-símum sem eru langsöluhæstu símarnir sem not- ast við Android. Á sama tíma fellur hlutdeild iOS- stýrikerfisins, sem Apple notar, úr 23 prósentum í 16,9 prósent. Þessi sveifla skýrist að mestu vegna þess að Sam- sung var að senda frá sér nýjan síma, Samsung Galaxy SIII. iPhone 5 kemur hins vegar ekki á markað fyrr en seint í haust eða snemma í vetur en þá má búast við því að hlutföllin breytist á nýjan leik. Þrátt fyrir það verður ekki fram hjá því litið að Android hefur aukið hlut- deild sína gríðarlega á einu ári og er með yfirburði á þessum markaði. Næst kemur iOS en önnur stýrikerfi eins og Windows og BlackBerry OS eru á undanhaldi. Óljósar afleiðingar Hvaða afleiðingar nákvæmlega réttar- höldin munu hafi sigri Apple er erfitt að segja. Svo gæti farið að Samsung Galaxy S verði tekinn af markaði en það mun litlu máli skipta þar sem hann er þegar orðinn úreltur. Þá gæti Samsung þurft að greiða háar sekt- ir sem þó eru aðeins dropi í hafið fyr- ir fyrirtækið sökum velgengni þess á heimsvísu. Málið nær þó yfir spjald- tölvur líka en Apple sakar Samsung einnig um að stela hönnuninni á iPad. asgeir@dv.is 44 Lífsstíll 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað Samsung elti Apple Alvöru símaflass Ein mest notaða myndavélin í dag er sú sem er að finna í iPhone. En það er eins með hana og aðrar símamyndavélar að þegar rökkva tekur minnka gæði myndanna. Nú geta iPhone-eigendur hins vegar fjárfest í Paparazzo iPhone Light. Þar er á ferðinni 300 lumen LED- flassljós sem er tengt í gegnum vöggutengi símans. Virkar bæði til að taka myndir og myndbönd. „GoPro“- hulstur Mophie Outride-hulstrið fyrir iPhone á að veita eigendum sím- ans svipað öryggi og hin geysi- vinsæla GoPro-myndavél. Um er að ræða sterkt högg-, vatns- og rykvarið hulstur sem með áfastri breiðlinsu. Hulstrið passar á iPhone 4 og 4S en á því eru svo sérstaka festingar líkt og á GoPro- vélinni. Fyrir þá sem ekki þekkja þær vélar þá eru þær vinsæl- ar í jaðaríþróttum og oft festar á hjálma eða annan búnað. Grillað með batteríum VitalGrill er áhugaverður kostur fyrir ferðalanga sem nenna ekki að burðast með kol eða gaskút. AA- batterí eru notuð til að keyra viftu í grillinu sem tryggir mun meiri hita en ella. Í brennsluhólf þess er hægt að setja það sem er hendi næst og brennur. Til dæmis sprek úr skóginum. Grillið er svo hægt að brjóta saman svo það taki lítið pláss. Réttarhöldin hafin Teikning frá rétt- arhöldunum sem fara fram í Kaliforníu. iPhone Forsvarsmenn Apple vilja meina að Samsung hafi hermt eftir eða „afritað“ vörur þeirra. 2011 - 2. ársfj. 2011 - 3. ársfj. 2011 4. ársfj. 2012 - 1. ársfj. 2012 - 2. ársfj. 100% 80% 60% 40% 20% Yfir 60% með Android-síma n Kortlögðu kosti iPhone n Samsung og Android í stórsókn n Android n iOS n Symbian n BlackBerry Os n Windows Phone 7/Mobile n Linux n Aðrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.