Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Side 46
Pabbi gamli studdi hann í mark Bretinn Derek Redmond var um tíma einn besti spretthlauparinn í heiminum en meiðsli settu strik í reikninginn á Ólympíuleikunum árið 1988. Þar meiddist hann á hásin og varð að hætta keppni. Redmond var lengi að ná sér góðum og hafði unnið ötullega að því að ná sér fyrir næstu Ólympíuleika, í Barcelona 1992. Það gekk ágætlega og hann var meðal annars í liði Breta sem vann gullverðlaun í 4x400 metra hlaupi á HM í frjálsum árið 1991. Redmond var kominn í undanúrslit í 400 metra hlaupi í Barcelona þegar ógæfan dundi yfir – aftur. Redmond tognaði aftan á læri og var augljóslega kvalinn. Þær kvalir hafa líklega fallið í skuggann af þeim andlegu kvölum sem hann mátti þola. Hann neitaði að gefast upp og staulað- ist eftir brautinni, langsíðastur. Hann ætlaði að klára hlaupið. Redmond var að niðurlotum kom- inn þegar maður á miðjum aldri birtist á brautinni. Pabbi gamli, sem sat í stúkunni, gat ekki horft lengur upp á þjáningar sonar síns. Hann stóð upp úr sæti sínu og tókst að hlaupa niður á braut, þar sem hann studdi son sinn í mark. Um er að ræða eitt eftirminnilegasta augnablikið í sögu Ólympíuleikanna og heimurinn horfði á með tárin í augunum. Redmond var eftir hlaupið dæmdur úr leik enda er ólöglegt að fá aðstoð af þessu tagi. En það skipti engu máli. Með einbeittum vilja lauk hann hlaupinu, eins og hann hafði stefnt að svo lengi. 46 Sport 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað Bestu atvikin í sögu Ólympíuleikanna Sundkappinn Eric Moussambani Nánast á hverjum Ólympíuleikum slær ókunnugur keppandi frá nær ókunnugu landi öllum að óvörum í gegn. Það var svo sannarlega tilfellið í Sidney árið 2000. Í sundlauginni eru það yfirleitt stóru þjóðirnar; Bandaríkin, Rússland og Kína sem fanga athyglina. Í Sidney sló heimamaðurinn Ian Thorpe í gegn en það var þó annar keppandi sem vakti mikla athygli. Eric Moussambani, frá Miðbaugs–Gíneu, var skráður til leiks í undanrásum í 100 metra skriðsundi. Moussambani, sem var aldrei kallaður annað en „Állinn“ hafði lært að synda fáeinum mánuðum fyrir leikana og var hvergi banginn. Hann hafði reyndar aldrei keppt í lengri vegalengd en 50 metrum og æfði í 20 metra laug í heimalandinu. Þar hafði hann náð ágætum tíma á æfingum, enda gat hann spyrnt sér oft í bakkann. Hann var mættur sem stoltur fulltrúi þjóðar sinnar, sem vænti mikils af sínum manni. Í riðilinn voru tveir aðrir keppendur skráðir en þeir voru báðir dæmdir úr leik fyrir að þjófstarta. Állinn synti því einn. Fljót- lega kom í ljós að hann var ekki sérlega vel syndur. Það dró verulega af honum eftir fyrstu metrana en með dyggum stuðningi 17 þúsund áhorfenda, tókst honum að komast í mark – nær dauða en lífi. Hann synti á tæpum tveimur mínútum, sem er versti tími í greininni í sögu Ólympíuleikanna, en það skipti engu máli. Íþróttir snúast ekki alltaf um það hver fer hraðast eða stekkur lengst. Moussambani vann hug og hjörtu nærstaddra og var fagnað sem hetju þegar hann kom í mark. Gulldrengur með tréfót George Eyser er kannski ekki þekktasta nafnið í íþróttaheim- inum. Hann var það heldur ekki þegar hann tók sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna árið 1904. Eyser hafði frá unglingsaldri dreymt um að keppa á Ólympíuleikunum. Hann varð fyrir því óláni að verða fyrir lest þegar hann var barn að aldri og missti við það annan fótlegginn. Það er óhætt að segja að hann hafi ekki látið fötlunina stöðva sig þrátt fyrir að stoðtækjafyrirtækið Össur hafi ekki verið í rekstri á þeim tíma. Eyser keppti í nokkrum fimleikagreinum (með tréfót) og vann til þriggja gullverðlauna en sex verðlauna alls; meðal annars í kaðlaklifri og á tvíslá. Árangurinn gerir Eyser að einum sigursælasta íþróttamanni í sögu Ólympíuleikanna. Ögraði Hitler Það er ekki hægt að fjalla um íþróttaafrek á Ólympíuleikum án þess að nefna nafn Jesse Owens. Á leikunum í Berlin árið 1936, þegar nasistinn Hitler réði ríkjum og ætlaði að sanna fyrir um- heiminum að hvíti kynstofninn væri öðrum fremri, stal svartur Bandaríkjamaður senunni. Jesse Owens gerði sér lítið fyrir og vann gullverðlaun í 100 metra, 200 metra og 4x400 metra hlaupi. Þess utan vann hann langstökk- ið, Hitler til mikillar bræði. Afrekið eitt og sér er auðvit- að ótrúlegt. En þegar horft er til þeirra aðstæðna sem uppi voru í heiminum (nasismans í Þýska- landi og aðskilnaðarstefnunnar í Bandaríkjunum) er óhætt að segja að um einstakt afrek hafi verið að ræða. Owens var ótvíræður sig- urvegari leikanna og var meðal annars, merkilegt nokk, studdur af heimamönnum sem gátu ekki annað en hrifist af frammistöðu hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.